Aðalfundur 2022
Aðalfundur 2022 Fundur haldinn 28. apríl 2022 í húsakynnum Eignaumsjónar Suðurlandsbraut 30, Reykjavík Sveinn Guðmundsson formaður setti fundinn og lagði fram tillögu um að Óskar Guðjónsson yrði fundarstjóri sem var samþykkt samhljóða. Óskar kannaði boðun fundar þar sem hann tilgreindi að hann var með lögmætum hætti og í samræmi við lög sambandsins, engar athugasemdir bárust við boðun fundarins eða lögmæti hans. Fundurinn hafði verið auglýstur í landsmálablöðum og netpóstur sendur ennfremur. Formaður gerði tillögu að Óskar og Sveinn myndi rita fundagerð þar sem ritari hafði boðað forföll vegna vinnu. Fundurinn samþykkti samhljóða. Í upphafi fundar var Dóra Hjálmarsdóttir, verkfræðingur frá Verkís með erindi um eldhættur í frístundahúsabyggðinni og hvað ber að varast. Í beinu framhaldi þakkaði formaður sambandsins Dóru fyrir frábær störf í þágu sumarhúsaeigenda á Íslandi fyrir árverkni hennar og störf að þessum málaflokki þar sem hún situr nú í starfshóp um gróðurelda og brunavarnir. Af því tilefni var Dóra sæmd silfurmerki sambandsins. Skýrsla formanns: Formaður flutti þá næst skýrslu og gerði grein fyrir rekstri sambandsins. Formaður benti á það a skýrslan verður birt í Sumarhúsahandbókinni. Verið er að vinna að ýmsum hagsmunamálum sambandsins sem mikilvægt er að fá framgang með, s.s. öryggismál sumarhúsa, öryggsnúmer, skyndihjálp og viðbúnað, tryggja eldvarnir og endurbætur á lögum. Lögheimilisskráning er nauðsynleg og ljóst er að það þarf að skipa starfshóp aftur líkt og sambandið fékk í gegn fyrir nokkrum árum til að fara yfir Það hefur aukist milli ára að sótt hefur verið til sambandsins með ýmis mál sem snúa bæði að einstak-lingum og sumarhúsafélögum. Fasteignagjöld hafa ítrekað verið rædd að þau séu í engu samræmi við þá þjónustu sem sumarhúsaeigendur fá til baka. Fyrir liggur að greitt er sérstaklega fyrir sorphirðu- og rotþróarhreinsun. Þá til upprifjunar að ekkert samræmi er á milli sveitarfélaga um álagningu fasteignagjalda. Hafa ber í huga að fasteignamatið er ákveðið fyrirfram, en stuðullinn til álagningar er mismunandi eftir sveitarfélögum. Þrátt fyrri miklar hækkanir á fasteignagjöldum þá hefur þjónusta við frístundahúsabyggðina ekki verið bætt og er það áhyggjuefni mjög víða. Formaður minnti á það að Landssamband sumarhúsaeigenda eru hagsmunasamtök sem berjast fyrir bættum hag sumarhúsaeigenda. Tilgangur sambandssins er að gæta hagsmuna félagsmanna gagnvart opinberum aðilum og öðrum. Sambandið vill stuðla að náttúruvernd með góðri umgengni og virðingu fyrir landi og gróðri ennfremur stuðla að og auka öryggi íbúa í sumarhúsum með velferð þeirra í huga. Gerð var grein fyrir útgáfumálum sambandsins en Sumarhúshandbókin hefur komið út í þrjátíu ár. Þrátt fyrir góðan árangur í mörgum hagsmunamálum s.s. lagasetningu, öryggismálum og afnám fjármagns-tekjuskatts þá er það tilfellið að félögum er að fækka. Menn bera m.a. við að þeir sjái ekki hagsmunina sem aðildin að sambandinu skilar. Þau mörgu góðu mál sem hafa fengist í gegnum kerfið gleymast. Það sem er á döfinni er mikilvægt að halda áfram að vinna að sbr. það sem áður hefur verið getið. Vert er að hafa í huga að með afnámi fjármagntekjuskattsins sparar hver sumarhúsaeigandi sér margar milljónir sem annars hefði þurft að greiða. Þá má vel halda því fram að árangur sambandsins í þessu máli sparar u.þ.b. einn milljarð króna á ári fyrir sumarhúsaeigendur sem geta nýtt sér lögin sem voru sett fyrir tilstuðlan sambandsins. Það er mikilægt fyrir sumarhúsaeigendur á Íslandi að hafa málsvara. Nauðsynlegt er að vakta lagasetningu sem beint eða óbeint varðar hagsmuni frístundahúsaeigenda. Formaður nefndi að félögin þurfa að vita fyrir hvað sambandið stendur fyrir. Félagsmenn eiga að nota okkar þjónustu. Það eru dæmi um að félög hafa keypt lögfræðiþjónustu hjá þriðja aðila sem þau geta fengið án endurgjalds eða með miklum afslætti. Sambandið varð 30 ára 27. október, 2021. Fomaður þakkaði gott samstarf í þrjátíu ár og vonaði að sambandið myndi vaxa og styrkjast á komandi árum. Reikningur: Formaður gerði grein fyrir ársreikningi félagsins. Félagsgjöld hafa vaxið milli ára og rekstrarafgangur var upp á kr. 453.660,- og er því jákvæður viðsnúningur frá fyrra ári þar sem rekstrartap var kr. 79.000 ,- Ekki mikill vilji til að hækka félagsgjöld, erum með símaþjónustu milli 9-12 alla virka daga sem skýrir símakostnað. Kostnaður við bókhaldsþjónusta dregst saman Ársreikningur sambandsins var samþykktur. Árgjaldið: Tillaga stjórnar um félagsgjöld voru óbreytt milli ára þá þannig kr. 4.500,- fyrir einstaklinga utan félaga og kr. 3.000,- fyrir hvern félagsmann í sumarhúsafélögum Samþykkt samhljóða Kosning stjórnar: Sveinn Guðmundsson formaður gefur kost á sér áfram. Samþykkt samhljóða Í stjórn Eiður Sigurjón Eiðsson og Sigrún Jónsdóttir. Samþykkt samhljóða Tillaga um varastjórn Ægir Frímannsson, Leó Daðason og Jónbjörg Sigurjónsdóttir Samþykkt samhljóða Lagt til að Guðlaug Jónasdóttir viðurkenndur bókari fari yfir reikninga félagsins. Samþykkt samhljóða Önnur mál Fundarmenn ræddu málefni er varðar erindi Dóru um gróðurelda og brunavarnir. Rætt var um aðkomu sveitarfélaga að brunavörnum og veitukerfum almennt. Þá var rætt um aðkomu landeiganda að vegaframkvæmdum. Rætt var um stöðu á lögheimilisskráningu. Formaður lokaorð: Þakka fráfarandi stjórn fyrir samstarfið og hlakkar til að vinna með núverandi stjórn, búum vel af góðu fólki. Þarf að styrkja og efla forvarnir með upplýsingastarfi. Formaður er vongóður að við fáum áfram góðan hljómgrunn í kerfinu. Takk fyrir góðan fund, hvet ykkur til að vera í bandi við okkur. Fundur haldinn 3. júní í húsakynnum Hjartaheilla og SÍBS í Síðumúla 6, Reykjavík. Sveinn Guðmundsson formaður LS setti fundinn og lagði fram tillögu um að Óskar Guðjónson yrði fundarstjóri sem var samþykkt samhljóða. Óskar kannaði boðun fundar þar sem hann tilgreindi að hann var með lögmætum hætti og í samræmi við lög sambandsins, engar athugasemdir bárust við boðun fundarins eða lögmæti hans. Fundurinn hafði verið auglýstur í dagblöðum, landsmálablöðum og netpóstur sendur ennfremur. Óskar gerði tillögu um að Eiður Eiðsson ritaði fundinn, samþykkt samhljóða. Skýrsla formanns: Sambandið gefur út bók sem haldið verður áfram, í henni er efni sem innihalda góðar upplýsingar. Heimasíða félagsins er ekki nógu góð. Stefnt er að því að koma henni í betra horf í náinni framtíð. Höfum verið að berjast við kerfið um söluhagnað af sumarhúsum, höfum talað við ráðherra og þingmenn að til að fá hann felldan niður. Sambandið lagið til í aðdraganda frumvarpsins að sumarhúsaeigendur þyrftu að hafa átt húsin í 4 ár til að fá söluhagnað af sumarhúsum felldan