Aðalfundir

Aðalfundur 2022

Aðalfundur 2022 Fundur haldinn 28. apríl 2022 í húsakynnum Eignaumsjónar Suðurlandsbraut 30, Reykjavík Sveinn Guðmundsson formaður setti fundinn og lagði fram tillögu um að Óskar Guðjónsson yrði fundarstjóri sem var samþykkt samhljóða. Óskar kannaði boðun fundar þar sem hann tilgreindi að hann  var með lögmætum hætti og í samræmi við lög sambandsins, engar athugasemdir bárust við boðun fundarins eða lögmæti hans. Fundurinn hafði verið auglýstur í  landsmálablöðum og netpóstur sendur ennfremur. Formaður gerði tillögu að Óskar og Sveinn myndi rita fundagerð þar sem ritari hafði boðað forföll vegna vinnu. Fundurinn samþykkti samhljóða. Í upphafi fundar var Dóra Hjálmarsdóttir, verkfræðingur frá Verkís með erindi um eldhættur í frístundahúsabyggðinni og hvað ber að varast. Í beinu framhaldi þakkaði formaður sambandsins Dóru fyrir frábær störf í þágu sumarhúsaeigenda á Íslandi fyrir árverkni hennar og störf að þessum málaflokki þar sem hún situr nú í starfshóp um gróðurelda og brunavarnir.  Af því tilefni var Dóra sæmd silfurmerki sambandsins. Skýrsla formanns: Formaður flutti þá næst skýrslu og gerði grein fyrir rekstri sambandsins.  Formaður benti á það a skýrslan verður birt í Sumarhúsahandbókinni.  Verið er að vinna að ýmsum hagsmunamálum sambandsins sem mikilvægt er að fá framgang með, s.s. öryggismál sumarhúsa, öryggsnúmer, skyndihjálp og viðbúnað, tryggja eldvarnir og endurbætur á lögum.  Lögheimilisskráning er nauðsynleg og ljóst er að það þarf að skipa starfshóp aftur líkt og sambandið fékk í gegn fyrir nokkrum árum til að fara yfir Það hefur aukist milli ára að sótt hefur verið til sambandsins með ýmis mál sem snúa bæði að einstak-lingum og sumarhúsafélögum. Fasteignagjöld hafa ítrekað verið rædd að þau séu í engu samræmi við þá þjónustu sem sumarhúsaeigendur fá til baka. Fyrir liggur að greitt er sérstaklega fyrir sorphirðu- og rotþróarhreinsun. Þá til upprifjunar að ekkert samræmi er á milli sveitarfélaga um álagningu fasteignagjalda.  Hafa ber í huga að fasteignamatið er ákveðið fyrirfram, en stuðullinn til álagningar er mismunandi eftir sveitarfélögum. Þrátt fyrri miklar hækkanir á fasteignagjöldum þá hefur þjónusta við frístundahúsabyggðina ekki verið bætt og er það áhyggjuefni mjög víða. Formaður minnti á það að Landssamband sumarhúsaeigenda eru hagsmunasamtök sem berjast fyrir bættum hag sumarhúsaeigenda. Tilgangur sambandssins er að gæta hagsmuna félagsmanna gagnvart opinberum aðilum og öðrum.  Sambandið vill stuðla að náttúruvernd  með góðri umgengni og virðingu fyrir  landi og gróðri ennfremur stuðla að og auka öryggi íbúa í sumarhúsum með velferð þeirra í huga. Gerð var grein fyrir útgáfumálum sambandsins en Sumarhúshandbókin hefur komið út í þrjátíu ár. Þrátt fyrir góðan árangur í mörgum hagsmunamálum s.s. lagasetningu, öryggismálum og afnám fjármagns-tekjuskatts þá er það tilfellið að félögum er að fækka.  Menn bera m.a. við að þeir sjái ekki hagsmunina sem aðildin að sambandinu skilar. Þau mörgu góðu mál sem hafa fengist í gegnum kerfið gleymast. Það sem er á döfinni er mikilvægt að halda áfram að vinna að sbr. það sem áður hefur verið getið. Vert er að hafa í huga að með afnámi fjármagntekjuskattsins sparar hver sumarhúsaeigandi sér margar milljónir sem annars hefði þurft að greiða.  Þá má vel halda því fram að árangur sambandsins í þessu máli sparar u.þ.b. einn milljarð króna á ári fyrir sumarhúsaeigendur sem geta nýtt sér lögin sem voru sett fyrir tilstuðlan sambandsins. Það er mikilægt fyrir sumarhúsaeigendur á Íslandi að hafa málsvara.  Nauðsynlegt er að vakta lagasetningu sem beint eða óbeint varðar hagsmuni frístundahúsaeigenda.  Formaður nefndi að félögin þurfa að vita fyrir hvað sambandið stendur fyrir.  Félagsmenn eiga að nota okkar þjónustu. Það eru dæmi um að félög hafa keypt lögfræðiþjónustu hjá þriðja aðila sem þau geta fengið án endurgjalds eða með miklum afslætti. Sambandið varð 30 ára 27. október, 2021. Fomaður þakkaði gott samstarf í þrjátíu ár og vonaði að sambandið myndi vaxa og styrkjast á komandi árum.  Reikningur: Formaður gerði grein fyrir ársreikningi félagsins. Félagsgjöld hafa vaxið milli ára og rekstrarafgangur var upp á kr. 453.660,- og er því jákvæður viðsnúningur frá fyrra ári þar sem rekstrartap var kr. 79.000 ,- Ekki mikill vilji til að hækka félagsgjöld, erum með símaþjónustu milli 9-12 alla virka daga sem skýrir símakostnað. Kostnaður við bókhaldsþjónusta dregst saman Ársreikningur sambandsins var samþykktur. Árgjaldið: Tillaga stjórnar um félagsgjöld voru óbreytt milli ára þá þannig kr. 4.500,- fyrir einstaklinga utan félaga og kr. 3.000,-  fyrir hvern félagsmann í sumarhúsafélögum Samþykkt samhljóða Kosning stjórnar: Sveinn Guðmundsson formaður gefur kost á sér áfram. Samþykkt samhljóða Í stjórn Eiður Sigurjón Eiðsson og Sigrún Jónsdóttir. Samþykkt samhljóða Tillaga um varastjórn Ægir Frímannsson, Leó Daðason og Jónbjörg Sigurjónsdóttir Samþykkt samhljóða Lagt til að Guðlaug Jónasdóttir viðurkenndur bókari fari yfir reikninga félagsins. Samþykkt samhljóða Önnur mál Fundarmenn ræddu málefni er varðar erindi Dóru um gróðurelda og brunavarnir.  Rætt var um aðkomu sveitarfélaga að brunavörnum og veitukerfum almennt. Þá var rætt um aðkomu landeiganda að vegaframkvæmdum. Rætt var um stöðu á lögheimilisskráningu. Formaður lokaorð: Þakka fráfarandi stjórn fyrir samstarfið og hlakkar til að vinna með núverandi stjórn, búum vel af góðu fólki. Þarf að styrkja og efla forvarnir með upplýsingastarfi. Formaður er vongóður að við fáum áfram góðan hljómgrunn í kerfinu. Takk fyrir góðan fund, hvet ykkur til að vera í bandi við okkur. Fundur haldinn 3. júní í húsakynnum Hjartaheilla og SÍBS í Síðumúla 6, Reykjavík. Sveinn Guðmundsson formaður LS setti fundinn og lagði fram tillögu um að Óskar Guðjónson yrði fundarstjóri sem var samþykkt samhljóða. Óskar kannaði boðun fundar þar sem hann tilgreindi að hann  var með lögmætum hætti og í samræmi við lög sambandsins, engar athugasemdir bárust við boðun fundarins eða lögmæti hans. Fundurinn hafði verið auglýstur í dagblöðum, landsmálablöðum og netpóstur sendur ennfremur. Óskar gerði tillögu um að Eiður Eiðsson ritaði fundinn, samþykkt samhljóða. Skýrsla formanns: Sambandið gefur út bók sem haldið verður áfram, í henni er efni sem innihalda góðar upplýsingar. Heimasíða félagsins er ekki nógu góð. Stefnt er að því að koma henni í betra horf í náinni framtíð. Höfum verið að berjast við kerfið um söluhagnað af sumarhúsum, höfum talað við ráðherra og þingmenn að  til að fá hann felldan niður. Sambandið lagið til í aðdraganda frumvarpsins að sumarhúsaeigendur þyrftu að hafa átt húsin í 4 ár til að fá söluhagnað af sumarhúsum felldan

Aðalfundur 2021

Aðalfundur 2021 Fundur haldinn 3. júní 2021 í húsakynnum SÍBS og Hjartaheilla í Síðumúla 6, Reykjavík Sveinn Guðmundsson formaður LS setti fundinn og lagði fram tillögu um að Óskar Guðjónson yrði fundarstjóri sem var samþykkt samhljóða. Óskar kannaði boðun fundar þar sem hann tilgreindi að hann  var með lögmætum hætti og í samræmi við lög sambandsins, engar athugasemdir bárust við boðun fundarins eða lögmæti hans. Fundurinn hafði verið auglýstur í dagblöðum, landsmálablöðum og netpóstur sendur ennfremur. Óskar gerði tillögu um að Eiður Eiðsson ritaði fundinn, samþykkt samhljóða. Skýrsla formanns: Sambandið gefur út bók sem haldið verður áfram, í henni er efni sem innihalda góðar upplýsingar. Heimasíða félagsins er ekki nógu góð. Stefnt er að því að koma henni í betra horf í náinni framtíð. Höfum verið að berjast við kerfið um söluhagnað af sumarhúsum, höfum talað við ráðherra og þingmenn að  til að fá hann felldan niður. Sambandið lagið til í aðdraganda frumvarpsins að sumarhúsaeigendur þyrftu að hafa átt húsin í 4 ár til að fá söluhagnað af sumarhúsum felldan niður.  Þetta breyttist í meðferð þingsins í 7 ár. Í stóra samhenginu þá kaupir fólk yfirleitt íbúðarfasteignir þrisvar sinnum um ævina, en þegar fjölskyldur kaups sér frístundahús þá er það yfirleitt einu sinni.  Þannig þessi aukning í árafjöld úr 4 í 7 ár getur alveg fallið innan marka að venjulegri notkun sumarhúsa. Sveinn sagði það hefði verið ánægjulegt að hlusta á ráðherra að fara með tölu sambandsins á Alþingi þegar mælt var fyrir frumvarpinu. Formaður talaði við alla þingmenn um málið í undirbúningi þess, stjórnmálaflokkarnir kepptust síðan um hver mætti flytja frumvarpið. Þetta hafðist og spurning hvort það þarf að taka þetta upp seinna um tímaramman úr 7 ár í 4 ár,  þ.e. ef sambandið telur þörf á því. Fyrir liggur verkefni að fara betur yfir með sveitarfélögum að þau skilgreini þjónustu við sumarhúsaeigendur. Fyrir liggur að frístundahúsaeigndur greiða há fasteignagjöld. Verkefni sambandsins er að skoða þetta í samhengi við þau gjöld sem við erum að greiða og þá þjónustu sem við erum að fá. Fyrir liggur að ekki er hægt að hafa áhrif á verðmat Fasteignagjöld hækka á milli ára í samræmi við hækkun á verðmati. Þjónusta sem frístundahísaeigendur fá er takmörkuð.  Sú þjónusta sem við fáum er síðan sérgreind og greitt sérstaklega fyrir hana s.s. rotþróta- og sorphirðugjöld.  Sambandið mun á móti reyna að fá niður stuðulinn úr sem reiknað er útfrá.  Hámarkið er o,6 promill og takmarkið að þakið verði aldrei meira enn o,3 promill sem fasteignagjöld yrðu reiknuð út frá. Til þess þarf að breyta lögum. Fólk hefur verið duglegt að koma með kærumál og unnust þau öll fyrir Kærunefnd húsamála. Eitt dómsmál vannst líka þar sem staðfest var meginreglur sem lög nr. 75/2008 boða. Öryggismál eru mikilvæg til framtíðar, þurfum að fá skýrari línur hvernig staðið er að þeim hjá sveitarfélögum. Dóra Magnúsdóttir er viðstödd fundinn og er okkar helsti ráðgjafi í brunavarnarmálum Í 8 ár var formaður sambandsins í stýrihóp  sem skilaði áliti um gróðurelda og brunavarnir sem birt er á síðunni grodureldar.is. Það má segja að það er eina staðbundna brunavörnin sem sett hefur niður á landsvísu, þ.e. vinna stýrihópsins. Nú er boltinn hjá sveitarfélögum. Mikill eldmatur er til staðar í frístundahúsabyggð. Búnaður og annað þarf að vera til staðar til að verjast eldi, sjálf getum við líka mikið gert með forvörnum. Lýðheilsa og forvarnir skipta miklu máli. Mikilvægt er að tryggja öryggi í frístundahúsabyggðinni með skyndihjálp.  Nauðsynlegt er að tryggja aðgang að búnaði sem er nauðsynlegur t.d. við hjartastopp. Í samráði við Hjartaheill er fundað stíft um hvernig frístundahúsafélögin geti komið sér upp svona tækjum ef á þarf að halda í byggðinni. Kominn er búnaður á markað sem hægt er að stað setja með GPS. Leggja þarf áherslu á það að félögin komi sér upp svona búnaði. Í byggingareglugerðum er vikið að búnaði um brunvarnir en ekkert um t.a.m. hjartastuðtæki sem getur bjargað mannslífum. Það er auðvelt að vinna með þessi hjartastuðtæki, þau tala við okkur og leiðbeina í gegnum ferlið þegar þarf að nota þau. Mikilvægt að bæta betur lagaumhverfi okkar sbr. lög um frístundahúsabyggðina og leigu lóða nr. 55/2008. Í mörgum atriðum þarf að uppfæra þau. Það þarf að virkja allsherjarnefnd og ráðuneytið sem fer með þennan málaflokk. Lögheimilisskráning í sumarhúsum ætti að vera valkvæð. Hér er um að ræða sanngirnismál. Sambandið virkjaði stjórsýlslunefnd sem var á því að heimila lögheimilisskráningu með takmarkaðri þjónustu. Það var í raun eingöngu Samband íslenskra sveitarfélaga sem barðist hatrammlega gegn því að við fengjum þetta í gegn á sínum tíma og niðurstaðan var sú aðþetta varð ekki að lögum Þekktir einstaklingar hafa fengið lögheimilsskráningu, þar eru fordæmi sem við getum beint á og við teljum að hinn almenni borgari eigi rétt á þessu. Formaður nefndi að félögin þurfa að vita fyrir hvað sambandið stendur fyrir.  Félagsmenn eiga að nota okkar þjónustu. Það eru dæmi um að félög hafa keypt lögfræðiþjónustu hjá þriðja aðila sem þau geta fengið frítt hjá okkur eða með miklum afslætti. Það er mikilvægt að fylkja liði um starfið, fólk verður ekki mikið vart við hvað við erum að gera.  Þá alveg bæta kynningarstarfið hjá okkur. Starfið er umfangsmikið þó engin sé á launaskrá. Í lok skýrslu formanns hvatti hann fundarmenn til að lifa í bjartsýni og ljósinu í stað kvíða eða eins og skáldið kvað; Allt sem guð vor sendir menn gera úr kvíðanum hlíf. Kvíða því sem aldrei hendir og enda í kvíða sitt líf. Reikningur: Formaður gerði grein fyrir ársreikningi félagsins. Félagsgjöld hafa dregist saman, Rekstrartap 79.000  isk Ekki mikill vilji til að hækka félagsgjöld, erum með símaþjónustu milli 9-12 alla virka daga sem skýrir símakostnað. Kostnaður við bókhaldsþjónusta dregst saman Orðið laust fyrir skýrslu og reikninga Dóra Magnúsdóttir spurði hvað væri innifalið í aðkeyptri þjónustu.  Gert var grein fyrir því að skrifstofan er með opna skrifstofu 9-12 mánudaga til fimmtudaga.  Fyrir utan þess er mikið starf á öðrum tíma og jafnvel um helgar.  Verktakalaun hafa verið óbreytt í 12 ár en þó skýra að hluta til aðkeypta þjónustu. Lilja Ólfasdóttir, sumarhúsafélagi Biskupstungum, spurði hvaðan vaxtagjöld kæmu

Aðalfundur 2020

Aðalfundur 2020 Fundur haldinn 3. júní 2020 í húsakynnum Hjartaheilla og SÍBS í Síðumúla 6, Reykjavík Uppröðun á fundinum var með ólíkum hætti en venjulega vegna Covid takmarkana, þannig var tryggt að fundargestir gátu setið þannig að tveir metrar væri á milli þeirra. Í upphafi fundar dreifði Sveinn formaður hjartar-pinnum með kveðju frá Hjartaheill Sveinn lagði fram tillögu um að Óskar Guðjónson yrði fundarstjóri sem var samþykkt samhljóða. Óskar kannaði boðun fundar, var með lögmætum hætti og í samræmi við lög félagsins, engar athugasemdir bárust við boðun fundarins eða lögmæti hans. Fundurinn hafði verið auglýstur í dagblöðum, landsmálablöðum. Óskar gerði tillögu um að Eiður Eiðsson ritaði fundinn, samþykkt samhljóða. Fundargerð borin til samþykktar, var birt í bók LS, er ekki lesin orðrétt upp á fundinum – engar athugasemdir komu fram um fundargerð síðasta fundar. Formaður fór yfir skýrslu stjórnar og reikninga. Á síðasta aðalfundi voru kosin í stjórnina Sveinn Guðmundsson formaður, Óskar Guðjónsson varaformaður og Ingunn Lára Hannesdóttir. Fyrir í stjórn sátu Eiður Eiðsson og Sigrún Jónsdóttir. Varamenn eru Ægir Frímannsson, Jónbjörg Sigurjónsdóttir og Leó Daðason. Endurskoðandi Pétur Jónsson, löggildur endurskoðandi. Skýrsla formanns: Formaður fór yfir heimilisfang og opnunartíma skrifstofu samtakanna. Samtökin eru að svara lagafrumvörpum sem liggja fyrir þinginu og snerta hagsmunir sumarhúsaeiganda, mikill tími fer í það. Mikið sótt til sambandsins af félagsmönnum um kærumál, eitt mál kostað af meðlimi er komið fyrir dómstóla og snýr það að réttmæti 20 ára leigusamnings sem er endurnýjaður eftir kæruleiðum sem boðið er upp á í lögum. Samtökin berjast fyrir bættum hag sumarbústaðaeiganda, gæta hagsmuna félagsmanna frá opinberum aðilum og eins stuðlar félagið að náttúruvernd og auknu öryggi íbúa í sumarhúsum með velferð þeirra í huga. Bókin „Sumarhúsahandbókin“ er gefin út reglulega þar sem vakin er athygli á málum sem eru efst á baugi hverju sinni, vöktum athygli á garðrækt með garðyrkjufélagi Íslands og mikilvægi ræktunarstarf sem umhverfisvernd í síðasta bindi. Eins var mikið fjallað um öryggi með áherslur á gróðurelda í bókinni. Birt var grein í bókinni eftir félagið í Munaðarnesi um kostnað sem er að falla á sumarhúsaeigendur. Birt var einnig opið bréf til forsætisráðherra um breytingar fjármagnstekjuskatti af sumarhúsum. Formaður vakti athygli á að 55% tjóna í sumarhúsum eru vatnstjón Í ár verður síðan áhersla á öryggi sumarhúsaeiganda. Formaður talaði um fasteignamat á sumarhúsum, tilgangur er fyrst og fremst til að skapa grunn vegna álagningar fasteignagjalda og erfðafjárskatts. Sumarhúsaeigendur hafa gagnrýnt hækkanir, hafa ekki fylgt aukinni þjónustu sem nemur hækkunum fasteignagjalda. Formaður fór yfir ferlið á fasteignamatinu og hvernig það hugsað. Fundarmönnum var bent á að hægt er að hafa samband við þjóðskrá og látið vita að fasteignamatið passi ekki við verðmæti viðkomandi eignar. Það er ekki samræmi á milli sveitarfélaga um fasteignamatið og geta þau verið mismunandi t.d. eru fasteignagjöld í Bláskógabyggðu hærri en í Grímsnes og Grafningshreppi. Sambandið hefur lagt áherslu á og telur að ríkisstjórnin eigi að koma að því að breyta lögum og lækka stuðulinn með lagasetningu, þannig að hann fari aldrei upp fyrir 0,3 en hann getur farið upp í 0,6 eins og staðan er núna. Í ár leggjum við áherslu á öryggið okkar, höfum verið með stýrihóp í frístundahúsbyggðinni um brunavarnir, gert ráð fyrir flóttaleiðum út úr byggðinni þegar verið að skipuleggja svæði, það hefur ekki verið gert hingað. Þá kom upp umræða um hjartastuðtæki, þau eru hvergi í frístundahúsabyggð, verið að reyna að tryggja með markvissum hætti á landsvísu að félög kæmu sér upp svona tækjum og hafi miðsvæðis í sumarhúsabyggðum. Þannig að hægt sé að nálgast þau í neyðartilvikum, svona tæki geta skipt sköpum og bjargað mannslífum. Þessi tæki eru hins vegar dýr og kosta upp undir 300.000 kr. þannig að ekki er fært að setja í hvert einasta hús. Snæfoksstaðir hafa verið að koma sér upp klöppum fyrir gróðurelda og hafa sett þær upp við hvert hús. Mikið rætt um vatnsveitur, hvernig þeim er háttað í hverju félagi, ekki áhyggjur ef þær eru á vegum hins opinbera, neysluvatn er neytendavara og þarf þess vegna að uppfylla ákveðin skilyrði varðandi gæði og hreinleika. Hins vegar eru margar minni vatnsveitur reknar af einkaaðilum eða okkur sjálfum, þar þarf að tryggja rekstur vel, t.d. þarf að tryggja að ekki sé hætta á yfirborðsmengun. Gæði vatns í minni vatnssveitum er lakara en í þeim stærri, hærri tíðni saurmengunar greinast í þeim minni, þetta þarf að skoða og ef þarf að fá aðstoð frá opinberum aðilum til að mæla fyrir mengun í vatnsveitum og eftir ástæður bregðast við. Vegakerfi og góðar samgöngur eru mikilvægar í sumarhúsabyggð, tryggja þarf að vegir uppfylli skilyrði sem ætlast er til, okkar vegir teljast ekki þjóðvegir né sveitavegir, við berum ábyrgð á þeim og þurfum að tryggja að við séum á góðum stað með þetta og vegir á okkar vegum uppfylli skilyrði. Sambandið telur það mikilvægt að vegir séu af þeirri gerð að auðvelt sé að ferðast um þá árið um kring, þurfa að vera aðgengilegir og þannig úr garði gerðir að við getum ferðast um þá óheft. Sveitarfélög þurfa að koma betur að og koma að snjómokstri í frístundabyggð, í dag er þetta tilviljunarkennt, oft í kringum páska. Varðandi gjaldtöku sveitarfélaga þá eru sumarhúsaeigendur hvattir til að fylgjast vel með allri gjaldtöku sem kemur fram á álagningarseðlum, það er sá möguleiki til staðar að sveitarfélög hækki gjöld milli ára án þess að það sé heimild til staðar. Þau hafa heimild til að fara upp í 6 promill af fasteignamati en ekki hærra. Svo eru frísttundahúsaeigendur að greiða þjónustugjöld af sorphirðu og seyrulosun. Gjöld eru ólík sköttum en þau eiga að standa undir kostnaði þjónustu en skattar eru tekjuöflun opinberra aðila. Upphæð gjalda þurfa að byggja á traustum útreikningi, eða skynsamlegri áætlun á hvað kostar að veita viðkomandi þjónustu. Verður að liggja fyrir rekstrarreikningur og enn fremur gjaldskrá sem birta þarf með lögformlegum hætti og skal hún vera númeruð. Vakti formaður athygli á nýlegum dómi 821-2018 Landsréttar, deilt um álagningu sveitarfélag á sumarhús sem var leigt út. Sveitfélagið hafði hækkað fasteignagjöld vegna ferðaþjónustu, Landsréttur benti á að heimagisting sem fer fram er ekki talin til atvinnustarfsemi og álagning

Aðalfundur 2019

Aðalfundur 2019 Fundur haldinn 30. apríl 2019 í húsakynnum SÍBS í Síðumúla 6, Reykjavík Setning Fundur hófst stundvíslega kl. 20:00 með setningu Sveins Guðmundssonar formanns. Kosning fundarstjóra Sveinn lagði til Óskar Guðjónsson sem fundarstjóra og var það samþykkt samhljóða Formaður óskaði eftir mínútuþögn til minningar um Einar M. Nikulásson sem lést á árinu og hafði verið stjórnarmaður í Landssambandi sumarhúsaeigenda frá stofnun þess, lengst af í aðalstjórn en síðustu ár sem varamaður. Lögmæti fundar Engar athugasemdir bárust um fundarboð, fundurinn telst því löglegur Kosning ritara Ritari fundar kosinn Eiður Eiðsson Gestur fundarins Kristinn H. Þorsteinsson garðyrkjufræðingur frá Garðyrkjufélagi Íslands var gestur fundarins. Kristinn hefur frá 1980 starfað við garðyrkju, hann hefur komið að flestum þáttum fræðslumála, setið í stjórnun garðyrkjufélagsins, kennt við garðyrkjuháskólinn. Garðyrkjufélag Íslands var stofnað 1885 og í því eru 2.500 manns og er árgjald félagsins 6.500 kr. Kristinn færði félaginu rit Garðyrkjufélags Íslands að gjöf. Kristinn stiklaði á stóru um möguleika á garðyrkjurækt, gaf góð ráð um hana auk þess sem hann fór yfir áform Garðyrkjufélagsins að byggja nýtt og hentugra húsnæði við Mjóddina í Reykjavík. Eftir fyrirlestur Kristins gafst kostur á spurningum og spurði Unnur Sigsveinsdóttir um Hraukber sem eru hluti af vistrækt, hluti af lífsstíl, hvort það nýtat, en ekki til að rækta tré á víaðvangi, nýtist t.d. Í matjurtagörðum, eins Heiða Steinasdóttir spurði um leiðir til að hafa hemill á Lúpínu, það kom fram hjá Kristni að ekki er hægt að hafa hemil á henni, hægt er að takmarka útbreiðslu hennar við eigið land en stríðið er að tapast, best sé að höggva Lúpínuna alveg niður við jörð þegar hún er að blómgast, þá er nánast öll næring farin úr rótinni. Sveinn þakkaði Kristni fyrir fyrirlesturinn og afhenti honum fána félagsins benti á að sumarhúsaeigendur eru í raun stærstu skógræktaraðilar landsins. Fundargerð síðasta fundar Fundargerð síðasta fundar er birt í sumarhúsahandbókinni og því ekki lesin á fundinum. Skýrsla stjórnar og reikningar Sveinn kynnti skýrslu stjórnar og reikninga í einu lagi Farið yfir skipan stjórnar Pétur Jónsson, er endurskoðandi félagsins Rekstur er á Suðurlandsbraut 20 opið mánudaga til fimmtudaga frá 9-12 Sveinn fjallaði um síðasta ár og dró fram helstu verkefni sem unnið hefur verið að: Umtalsvert starf er unnið við að gæta hagsmuna sumarhúsaeiganda m.a. í alþingi, ýmsum stjórnsýslustofnunum. Á árinu voru haldnir 4 stjórnarfundir á hverjum ársfjórðungi. Mikið hefur verið leitað til félagsins af stjórnsýslustofnunum og öðrum t.d. skattinum um hvort félög sem eru að sækja um að vera flokkuð sem frístundafélög Gæta hagsmuna inn og út á við, gagnvart opinberum aðilum og öðrum, höfum skoðanir á lögum sem verið að setja á sumarhúsaeigendur, höfum stoppað og leiðrétt lög sem ekki hafa verið sanngjörn eða sett fram að misskilningi Gefum út sumarhúsahandbók, ávallt spurning hvort eigi að hætta, en þar eru upplýsingar sem skipta máli, aðalefni síðustu handbókar er brunavarnarátak í nærlandi Fjallað um hvaða þjónustu sveitarfélög eiga veita í sambandi við brunavarnir – en það eru ákaflega litlar staðbundnar brunavarnir Starfið í gegnum tíðina: Þjónusta sem við fáum almennt frá sveitarfélögum er sorphirða, þjónustugjöld eru aðskilin -> sorphirða – vildu samt einfalda sinn rekstur og tóku alla gáma úr sveitarfélögum, við kærðum og fengum til baka úrskurð úr nefnd um að þetta væri ólögmæt, það er ólögmæt að hafa ekki gáma á svæðinu, þegar þú ferð þarftu að geta farið með sorpið í gáminn en ekki enda með það heima hjá þér. Rotþrær, sveitarfélög kom á kerfisbundinni tæmingu rotþróa, ekki má fara hærra með gjöld en sem kostar að reka þetta, en það er ekki farið eftir því, sett af stað nefnd til að fara í þessi mál og er hún að ljúka störfum, skattur en ekki þjónustugjöld, 10 hús tengt við eina rotþró en húsin borga hvert fyrir sig. Opinberar aðilar vissu ekki af þessari stöðu, auk þess sem sumar eru ekki tæmdar reglulega sem eru sjálfbærar. Eftirlit þarf að vera betra og tæming skilvirkari – hámarks árangur með lægstu tilkostnaði. Lagt áherslu á öryggi í umhverfi t.d. Gróðureldar, heilmikil vinna í sambandi við það, eldur í sumarhúsabyggð, grodureldar.is Öryggisnúmerakerfi – höfum verið að kynna verkefnið upp á nýtt, kannski ekki okkar hlutverk en opinberar aðilar sýna þessu ekki áhuga, lögðum til að öll nýbyggð hús væru með öryggisnúmer, vitum ekki hversu mörg hús eru með þetta í dag, teljum það vera 50% af sumarhúsum í landinu sem eru með öryggisnúmer. Fjallað um dóm Héraðsdóms Reykjavíkur 20. nóvember 2017 í máli nr. E-77/2017 sem fjallar um uppsögn á leigulandi og mögulega afturvirkni laga 75/2008 Í félaginu eru 75 frístundahúsafélög og 3.871 félagsmaður, mjög miklu máli skiptir að gæta hagsmuna þessa hóps, félagið gefur út handbók sumarhúsaeiganda handbók árlega. Félagið horfir stöðugt til framtíðar til þess hvað er að gerast í okkar umhverfi og hvernig við getum þjónustað félagsmenn sem allra best. Sagt frá því að félaginu hefur verið kynnt vöktunarkerfi sem sett er upp sem vaktar svæðin, í þessum kerfum er hægt að skoða myndir af svæðum, veðurlag og þess háttar. Hugsanlegt er að taka upp samstarf um kynningu á þess konar búnaði til félagsmanna. Erum að vinna í lagasetningum á frístundahúsabyggð þannig að söluhagnaður verði ekki skattlagður Eins að eigendur geti flutt lögheimili sitt í frístundahús með takmarkaðri þjónustu, til að mæta þeim áhyggjum sveitarfélaga um þá þjónustu sem þau þurfa að veita, höfum verið að kæra inn svona mál til að fá viðbrögð. Munaðarnes, hefur unnið vel að sínum málum varðandi upplýsingar og annað, hefur verið að taka saman upplýsingar um kostnað sem fallið hefur sitt svæði, frá 2011 hafa álög á það svæði meira en tvöfaldast Fara yfir ársreikning Félagsgjöld hafa hækkað lítilega  – gjöld  á einstakling hækka lítillega Sagt frá styrk frá VÍS til að dreifa bók um gróðurelda sem var nauðsynlegur til að hægt væri að dreifa þessu í miklu magni sem henni var dreift í. Hagnaður ársins upp á 476.155 miðað við 1.126.087 milljón í tap árið á undan. Aðkeypt símaþjónusta – erum með ritaraþjónustu til að skrá hver einasta símtal er skráð og svara og skráð svo hægt sé að fylgja þeim eftir.

Aðalfundur 2018

Aðalfundur 2018 Fundur haldinn 30. apríl 2018 í húsakynnum SÍBS í Síðumúla 6, Reykjavík Fundur settur Sveinn Guðmundsson formaður setti fundinn og bauð félagsmenn velkomna til fundar. Sveinn gerði grein fyrir skipun stjórnar árið 2017. Sveinn Guðmundsson, formaður, Óskar Guðjónsson, sem kosinn var varaformaður á fyrsta fundi stjórnar og Jónbjörg Sigurjónsdóttir ritari, en meðstjórnendur voru Sigrún Jónsdóttir og Ingunn Lára Hannesdóttir. Varamenn voru kosnir: Guðmundur Guðbjarnason, Einar N. Nikulásson og Ægir Frímannsson. Endurskoðandi: Pétur Jónsson lögg. endurskoðandi. Hann minntist Guðmundar Guðbjartssona sem lést árinu 2017 og bað félagsmenn að minnast hans með mínútu þögn. Kosinn var fundarstjóri Óskar Guðjónsson. Fundarstjóri þakkar traustið og býður fundarmenn velkomna. Hann hefur kannað lögmæti fundarins sem auglýstur var í samræmi við lög sambandsins. Kosinn fundarritari Jónbjörg Sigurjónsdóttir. Gróðureldar – stýrihópar-fræðsla Fundarstjóri býður gesti, Björn Traustason og Dóru Hjálmarsdóttur,  frá nefnd um Gróðurelda velkomna á fundin. Stýrihópur um mótun vinnuregla í brunavörum í skógi og öðrum gróðri hefur verið að störfum frá árinu 2011. Þátttakendur í stýrihópnum voru frá Skógræktinni, Landssamtökum skógareigenda, Mannvirkja­stofnun, Félagi slökkviliðsstjóra/Brunavörnum Árnessýslu, Landssambandi sumarhúsaeigenda og Verkfræðistofunni Verkís. Fulltrúi Skógræktarinnar leiddi stýrihópinn. Björn og Dóra fræddu félagsmenn á fundinum um gróðurbruna sem þau sögðu að fram að þessu hafi einskorðast við sinubruna, en með aukinni skógrækt um land allt eru skógarbrunar nýr veruleiki sem takast þarf á við. Þau sögðu hættu á gróðureldum hafa margfaldast á undanförnum áratugum þar sem kröfur til skipulags, varna og viðbúnaðar hafa ekki haldist í hendur við breytt veðurfar og aukna áherslu á landvernd og skógarrækt. Mörg svæði séu vinsæl útivistar- og sumarhúsasvæði og því til staðar mikil verðmæti bæði í formi skógræktar og sumarhúsabyggða. Einnig kom fram að langflestir gróðureldar kvikna af mannavöldum og stórir gróðurbrunar verða yfirleitt í langvarandi þurrkum og hvassviðri. Þau töluðu um nauðsyn þess að greina sumarhúsasvæði og skipta þeim í eldhólf. Jafnframt að huga að flóttaleiðum og því að auðvelt væri að komast í vatn ef eldur brytist út. Einnig um nauðsyn þess að félagsmenn færu reglulega yfir slökkvitæki, og hugðu vel að því að gróður næði ekki að sumarhúsum. Hluti af niðurstöðum hópsins er útgáfa á bæklingi með leiðbeiningum til skógareigenda og sumarhúsaeigenda, sem og plöstuð veggspjöld í sama tilgangi. Hönnun bæklings og veggspjalds var í höndum Forstofunnar, en ritun greinargerðar á grundvelli framlagðra upplýsinga var í höndum Verkís. Á vormánuðum verður heimasíðan www.grodureldar.is opnuð. Síðan mun hýsa fyrrnefndan bækling, veggspjaldið auk ítarefnis sem nýtist þeim sem vilja gera ráætlanir um brunavarnir í gróðri, hvort sem er fyrir skóg eða önnur gróðursvæði eins og t.d. sumarhúsalönd. Að loknu erindi Björns og Dóru færði Sveinn formaður þeim fána LS að gjöf með áletruðum stöpli og þakkaði þeim fyrir vel unnin störf í þágu frístundahúsaeigenda. Fundargerð síðasta aðalfundar Fundarstjóri sagði fundargerð hafa verið birta á heimasíðu LS og einnig í sumarhúsahandbókinni 2017. Skýrsla stjórnar og ársreikningur 2017 Starf stjórnar Sveinn gerir grein fyrir starfi stjórnar. Hann segir skrifstofu vera opna frá kl. 09:00 til 12:00 virka daga og félagsmenn og sumarhúsafélög leiti til þess með ýmis mál. Einnig er veitt lögfræðiráðgjöf með afslætti til þeirra sem það óska enda eigi félagið ekki að safna fé heldur að þjónusta félagsmenn. Sveinn segir aðaláhersluna nú vera á gróðurvarnir og mikilvægt sé að byrgja brunnin hvað varðar eld og sinubruna. Öryggisnúmer Fyrir tilstuðlan sambandssins var farið af stað á landsvísu með stórt öryggisverkefni sem var hnitsetning allra sumarhúsa inn í öryggisnet Neyðarlínnuar. Tilgangur verkefnisins var að auka öryggi í frístundaahúsabyggðinni. Unnið hefur verið að því að koma fyrir öryggisnúmerum á sumarhús til að auka öryggi og greiða fyrir neyðarþjónustu s.s sjúkra- og brunabíla. Verkefni þetta var unnið í samvinnu við Neyðarlínuna, Fasteignamat ríkisins, Vegagerðina og Landmælingar Íslands.  Verkefnið tók á annað ár í vinnslu.  Formaður nefndar um þetta verkefni var Sveinn Guðmundsson frá LS. Lögð er áhersla á að sem flestir frístundahúsaeigendur skrái sig inn í neyðarkerfið. Ársreikningar Sveinn fór yfir ársreikning ársins 2017 og útskýrði gjaldaliði og afkomu félagsins. Sagði hann að rekstrarkostnaður væri nær óbreyttur til átta ára og eigið fé nú kr. 1.667.536. Sagði hann að húsaleiga væri á pari en aðkeypt símaþjónusta og bréfsefni hefði hækkað. Fundarmenn samþykktu ársreikninginn. Félagsgjöld Borin var upp tillaga um hækkun árgjalda félagsins til einstaklinga kr. 4.500 og 2.500 til sumarhúsafélaga á hvern einstakling félaga. Var það samþykkt einróma. Lagasetning í frístundahúsabyggðinni          Lög um frístundahúsabyggð voru samþykkt á Alþingi 2008. Með setningu þessara laga var brotið blað í sögu frístundabyggðar á Íslandi. Í dag liggur fyrir að framangreind lög eru mikil réttarbót og hefur fært frístundahúsabyggðinni sterkari stöðu bæði innbyrðis og ennfremur gagnvart landeigendum og opinberum aðilum. En þrátt fyrir að lögin hafa varðað veginn fyrir okkur í frístundahúsabyggðinni er nauðsynlegt að endurskoða lögin og er þeirri vinnu löngu lokið af hálfu sambandsins en yfirvöld eiga eftir að setja málið í farveg.  Það er von sambandsins að það verði á þessu ári. Söluhagnaðar af sölu frístundahúsa Landssambandið hefur beitt sér fyrir breytingu á lögum um tekjuskatt að því er varðar skattlagningu söluhagnaðar sumarbústaða þannig að um skattlagningu hans gildi sömu reglur og gilda um skattlagningu söluhagnaðar af íbúðarhúsum. Landssambandið hefur ávallt fengið neitun eða erindi landssambandsins ekki svarað. Stjórn LS hefur nú sent erindisbréf til forsætisráherra, Katrínu Jakobsdóttur með von um að það skili árangri. Fræðsla um gróðurelda og brunavarnir Sveinn sagði að meginþemað í sumarhúsabókinni í ár yrði um eldvarnir og hvernig ætti að bregðast við ef eldur brýst út. Ráðleggingar hvernig best sé  að vernda hús fyrir gróðureldum o.fl. Sagði hann að spjöld um brunavarnir mundu fylgja bókinni og þau væru plöstuð þannig að hægt væri að hengja þau upp þar sem fljótlegt væri að grípa til þeirra ef á þyrfti að halda. Sótt verður um fjárstyrk til Eldvarnabandalagsins og fleiri til að fjármagna fræðslu um eldvarnir. Facebook Sveinn sagði frá því að verið væri að vinna að facebook síðu LS til að bæta upplýsingaflæði til félagsmanna og virkja umræðu um það sem brennur á sumarhúsaeigendum. Fundarstjóri þakkar formanni góða skýrslu (skýrsla birt í heild sinni á vefsíðu LS) Kosning stjórnar Sveinn Guðmundsson gefur kost á sér sem formaður. Samþykkt. Tveir meðstjórnendur gefa

Aðalfundur 2017

Aðalfundur 2017 Fundur haldinn 27. mars 2017 í húsakynnum SÍBS í Síðumúla, Reykjavík Sveinn Guðmundsson, formaður setti fundinn og bauð fundarmenn velkomna. Tillaga um Óskar Guðjónsson sem fundarstjóra, samþykkt. Tillaga um Sigrúnu Jónsdóttur sem fundarritara, samþykkt. Óskar hóf fundinn með því að kanna hvort löglega hafi verið til hans boðað. Engar athugasemdir voru gerðar um boðun fundarins og lýsti fundarstjóri yfir lögmæti fundarins. Fundargerð síðasta aðalfundar hefur verið birt á heimasíðu LS og í sumarhúsahandbókinni 2016. Gestur fundarins Margrét Hauksdóttur, forstjóri Þjóðskrár kynnti  nýja aðferðarfræði við árlegt fasteignamat, skráningu og mat. Það sem fram kom í máli hennar var m.a. að fasteignamat á að spegla fasteignaverð í febrúar hvers árs og gerir það gangverð fasteigna. Þá fór hún yfir markaðsaðferðir íbúða, tekjumatsferð og kostnaðaraðferð. Árið 2017 verða sumarhús í  markaðsleiðréttu  fasteignamati. Endurmat sumarhúsa er til 31. maí, miðað við febrúar 2017 og gildir fyrir 2018 og verður byggt á þinglýstum kaupsamningum. Haldinn verður kynningafundur um fasteignamat og frestur gefinn til athugasemda. Eigendur geta hjálpað til við að leiðrétta fasteignamat sumarhúsa sinna með því að fylla út eyðublað á skra.is – hægt er að skila því rafrænt, tilkynningarseðill (Island.is). Fasteignamat  bústaða er miðað við meðalgæði. Hægt verður að senda inn á Þjóðskrá til að koma inn réttum upplýsingum um nýjar forsendur bústaðaeigenda til að upplýsingar um rétt fasteignamat og forsendur til að hafa rétt brunabótamat. Reynt verður að tryggja að sama sé um allt land. Hægt verður að sjá fjölda sumarhúsa í hverjum landshluta. Það er einnig hægt að sjá að verð sumarhúsa á Suðurlandi hefur hækkað meira en fjölbýli. Margrét bauðst til að svara spurningum fundargesta. Garðar Briem tók til máls og benti á að hann ætti sumarhús í Heiðmörk. Landeigandi þar er Orkuveita Reykjavíkur.  Garðar benti á það að sumarhúsaeigendur þar hafa unnið þrjá áfangasigra og barist í 8 ár. Garðar spurði hvernig Þjóðskrá Íslands líti á fasteignamat á sumarhúsum á þessu landsvæði. Ef ekki eru til kaupsamningar þá er erfitt að finna kaupverð og fá út fasteignamat. Ennfremur spurði Garðar hversu líklegt er að fm verði lækkað á þessu svæði. Margrét gat ekki svarað en vísaði til að um Stjórnsýsluákvörðun gæti verið að ræða  og einnig mat fasteignamatsnefndar. Ólafur Ólafsson spurði hvert nýtt fasteignamat myndi leiða til.  Margrét taldi ómögulegt að segja um það á þessu stigi. Fundarstjóri hvatti frístundahúsaeigendur til að fara inn á skrá.is og grúska þar. Guðjón Stefánssson spurði hvernig mat á staðsetningu sumarhúsa kæmi inn til virðis.  Margrét benti á það að kaupverð frístundahúsa í dag að 100 km frá verslun og þjónustu gerir kaupverð hærra. Margréti Hauksdóttur var  þakkað fyrir greinargott erindi og svör. Sveinn Guðmundsson, formaður LS flutti skýrslu stjórnar. Farið var yfir rekstur og starfsemi Landssambandsins, kom m.a. fram að mikið hefði verið leitað til skrifstofunnar með ýmis konar vandamál sem tengjast samskiptum manna aðallega við landeigendur vegna endurnýjunar leigusamninga svo og samskiptum innan félaga. Fundað er með frístundahúsafélögum og stjórnum þeirra um sérvandamál þeirra. Þá voru haldnir fundir með opinberum aðilum um ýmis hagsmunamál sambandsins. Sveinn gat þess að sambandið hefði verið 25 ára frá fyrra ári, þ.e. 27 október 2016 og fór yfir aðdraganda stofnunar sambandsins og minntist fyrsta formanns þess, þ.e. Kristjáns Jóhannssonar. Sveinn kom að því í skýrslunni hver væri tilgangur sambandsins sem er m.a. að gæta hagsmuna félagsmanna gagnvart opinberum aðilum og öðrum. Sambandið vill stuðla að náttúruvernd með góðri umgengni og virðingu fyrir landi og gróðri, ennfremur stuðla að og auka öryggi íbúa í sumarhúsum með velferð þeirra í huga. Þá voru útgáfumál rædd, þ.e. Sumarhúsahandbókin og hvatti hann félagsmenn að nota þann vettvang til að koma á framfæri upplýsingum og fróðleik. Þá gerði Sveinn grein fyrir samstarfi við Þjóðskrána vegna verðmats á frístundahúsum og að efla öryggi í sumarhúsum með öryggisnúmerum. Sveinn benti á það að lagasetning í frístundahúsabyggðinni hefði verið mikil réttarbót en nauðsynlegt væri að endurskoða lögin og er sú vinna enn í gangi. Þá var rætt um söluhagnað af sölu frístundahúsa og að sambandið væri að beita sér fyrir breytingu á lögum um tekjuskatt að því er varðar skattlagningu söluhagnaðar sumarbústaða þannig að um skattlagningu hans gildu sömu reglur og gilda um skattlagningu söluhagnaðar af íbúðarhúsum. Þá kom fram að formaður sambandsins mætti á fund hjá Umhverfis- og auðlindaráðuneytinu nýlega til að ræða reglugerð nr. 798/1999 um fráveitur og skólp.  Fyrir liggur að endurskoða þurfi reglugerðina. Þá var rætt um lögheimili í frístundahúsabyggðinni og stöðu þeirra mála í dag. Gerð var grein fyrir málum er fóru fyrir kærunefnd húsamála fyrir félagsmenn. Öll málin voru afgreidd á jákvæðan hátt fyrir félagsmenn fyrir nefndinni á árinu 2016.  Í máli formanns kom fram að nú eru 70 frístundhúsafélög í LS. Félagafjöldi þeirra er samtals 2.550. Með einstaklingsaðild eru 1.179. Samtals eru því félagsmenn 3.682. Formaðurinn taldi mikilvægt að styrkja yrði sambandið og tryggja að fleiri félagar kæmu til liðs við samandið. Félagsmenn geta ávallt hringt inn til sambandssins með ráðgjöf.  Lögfræðiþjónusta er veitt til félagsmanna með miklum afslætti.  Þá gefur sambandið út handbók árlega sem dreift er til félagsmanna.  Sambandið vaktar frístundahúsabyggðina með umsögnum til Alþingis. Mikið er leitað til sambandssins bæði af félagsmönnum og opinberum aðilum þegar veita þarf upplýsingar um frístundahúsabyggðina. Reikningar voru lagðir fram. Kom fram að rekstrartap ársins hefði verið 899.178,-  Umræður voru um skýrslu og reikninga. Reikningar og skýrsla stjórnar voru samþykkt með öllum greiddum atkvæðum. Stjórnin lagði til að ársgjöld yrðu óbreytt eða 4000kr. fyrir einstakling en 2000kr. fyrir félög, þ.e. hvern einstakling í félagi.  Samþykkt að hafa árgjald óbreytt. Bent Einarsson vildi frekar auka þjónustuna og greiða hærra árgjald.  Taldi að það væri mikilvægt að styrkja rekstur sambandsins. Formaðurinn svaraði því þannig að stjórninn treystir sér ekki að hækka árgjald. Það liggur fyrir að félagar í félögum vilja ekkir greiða hærra gjald. Ólafur Örn spyr um skiptingu á gjöldum til félagsins annars vegar einstaklinga og hins vegar félög. Sveinn svarar 2/3 félög og 1/3 einstaklingar. Kosningar fóru fram. Sveinn Guðmundsson var kosinn formaður. Ingunn Lára Hannesdóttir og Óskar Guðjónsson voru kosin meðstjórnendur til tveggja ára. Fyrir sitja í stjórn Sigrún Jónsdóttir og Jónbjörg Sigurjónsdóttir. Varamenn í

Aðalfundur 2016

Aðalfundur 2016 Fundur haldinn 27. apríl 2016 í húsakynnum Bandalags íslenskra skáta í Hraunbæ Guðmundur Guðbjarnason setti fund kl. 20.10 og bauð fundarmenn velkomna. Fundarstjóri var kjörinn Óskar Guðjónsson og fundarritari Guðrún Nikulásdóttir. Óskar hóf fund með því að kanna hvort löglega hafi verið til hans boðað. Fundargerð síðasta aðalfundar hefur verið birt á heimasíðu LS og í sumarhúsahandbókinni 2015. Skýrsla stjórnar Guðmundur Guðbjarnason flutti skýrslu stjórnar. Inngangur Stjórnin var skipuð eftirtöldum aðilum eftir aðalfund 2015: Guðmundur Guðbjarnason, formaður, Óskar Guðjónsson, sem kosinn var varaformaður á fyrsta fundi stjórnar, en meðstjórnendur eru Sigrún Jónsdóttir, Guðrún Nikulásdóttir og Stefanía Katrín Karlsdóttir. Varamenn voru kosnir: Einar N. Nikulásson, Gunnar S. Björnsson og Ægir Frímannsson. Endurskoðandi: Pétur Jónsson lögg. endurskoðandi. Framkvæmdastjóri: Sveinn Guðmundsson, hæstaréttarlögmaður. Rekstur og starfsemi Landssambandsins  Skrifstofa sambandsins, sem er að Laugarvegi 178 Reykjavík, er opin eins og undanfarin ár fjóra daga í viku, þ.e. mánudaga til fimmtudaga milli 9 og 12 á starfsárinu. Útgáfumál  Útgáfa ársrits okkar, Sumarhúsahandbókarinnar,  er einn liður í að rækta sambandið við félagsmenn. Í sumarhúsahandbókunum undanfarin ár er mikinn fróðleik að finna og svo er einnig með útgáfuna 2015. Hún var send öllum félagsmönnum sambandsins. Samskipti við stjórnvöld     Eins og fram hefur komið í fyrri ársskýrslum hefur Landssambandið beitt sér fyrir breytingu á lögum um tekjuskatt að því er varðar skattlagningu söluhagnaðar sumarbústaða þannig að um skattlagningu hans gildu sömu reglur og gilda um skattlagningu söluhagnaðar af íbúðarhúsum. Ávallt höfum við fengið neitun eða erindi okkar ekki svarað. Þrátt fyrir ítrekaðar óskir að fá að ræða við núverandi fjármálaráðherra og fylgja þessu máli eftir höfum við ekki fengið áheyrn hans. Þá hefur Landssambandið haft áhuga á að fá fram breytingu á lögum um frístundabyggð eins og kom fram í skýrslu á aðalfundi 2015, einkum þau atriði er varðar framlengingu eða endurnýjun á leigusamningum og nokkrum öðrum smávægilegum en þörfum breytingum. Lítið hefur orðið ágengt í þessu máli. Um fasteignagjöld og sorphirðu  Fasteignagjald sem frístundahúsaeigendur og lóðarhafar greiða samkvæmt lögum um tekjustofna sveitarfélaga telst skattur sem hvert sveitarfélag ákvarðar innan löglegs hámarks. Auk þess leggjast önnur gjöld á sumarhúsaeigendur vegna þjónustu sem sveitarfélögin eiga að veita frístundahúsaeigendum og félögum þeirra. Hér er um að ræða gjöld sem ganga undir nöfnunum m.a. sorpurðunargjald, sorphirðugjald sumarbústaða, rotþróargjald og endurvinnslugjald. Þessi gjöld eiga það sammerkt að sveitarfélögin eiga og mega innheimta gjöld hjá lóðarhöfum fyrir þessa þjónustu til að standa undir þessari þjónustu en ekki til tekjuöflunar fyrir sveitarfélagið. Dómsmál  Tvö hæstaréttarmál féllu nú í marsmánuði varðandi veiðirétt frístundahúsaeiganda, sjá nánar í skýrslu formanns sem birtast mun í heild sinni í Sumarhúsahandbókinni. Heimasíðan  Unnið hefur verið að því að koma í gagnið nýrri heimasíðu félagsins. Vonast er til að nú sjáist fyrir endann í því máli en þetta hefur reynst þyngra í vöfum en ætlað var í byrjun. Afmælisár  Það verða nú 25 ár síðan Landssamband sumarhúsaeigenda var stofnað en stofndagur þess er 27. október 1991. Frumkvöðull að stofnun félagsins var Kristján heitinn Jóhannsson. Framtíð sambandsins  Nú á 25. aldursári Landssambandsins er ástæða til að horfa til framtíðar hvert okkar hlutverk er í félagatilverunni. Markhópur Landssambandsins er mjög skýr og afmarkaður við þá sem eiga frístundahús eða eiga eða leigja lóð undir frístundahús. Hagsmunir frístundahúsaeigenda felast í góðum samskiptum við opinbera aðila, stjórnvöld og Alþingi, sveitarstjórnir, landeigendur og ekki síst góð samskipti við félaga okkar og nágranna í sveitinni. Þar kemur Landssambandið sterkt inn og hefur mikla sérstöðu í flóru neytenda- og hagsmunafélagasamtaka hér á landi. Við verðum að heita á okkur á afmælisárinu að fá til liðs við samtökin fleiri frístundahúsafélög og einstaklinga með einstaklingsaðild og efla áróður á vegum sambandsins til að efla vitund allra frístundahúsaeigenda og lóðarhafa á þýðingu sambandsins. Aðild að Landssambandinu 2015  Nú eru 72 frístundhúsafélög í LS og hefur þeim fækkað um tvö. Félagafjöldi þeirra er samtals 2.672 en voru 2.784. Með einstaklingsaðild eru 1.495 en voru um 1.242 árinu áður, þeim hefur fjölgað. Samtals eru því félagsmenn 4.167 en voru 4.026. Lokaorð  Guðmundur tilkynni að hann muni ekki gefa kost á sér til endurkjörs. Þakkaði hann meðstjórnendum sínum fyrir gott samstarf í stjórninni bæði núverandi og fyrri stjórnum. Einnig bar hann fram þakkir til Sveins Guðmundssonar, framkvæmdastjóra og lögfræðing sambandsins, fyrir óþrjótandi eljusemi í þágu Landssambandsins öll þau ár sem hann hefur helgað sig þessu hugsjónarstarfi sem nær öll 25 árin sem sambandið hefur starfað og ég vona að við eigum eftir að njóta þekkingar hans og reynslu í málefnum sumarbústaðaeigenda um ókomin ár. Ársreikningur 2015 lagður fram  Sveinn Guðmundsson, framkvæmdastjóri Landssambandsins fór yfir helstu tölur. Rekstrartekjur voru kr. 9.457.830 og rekstrargjöld kr. 8.999.075. Vaxtagjöld umfram vaxtatekjur voru kr. 24.397. Rekstrarhagnaður var kr. 434.358. Eigið fé kr. 3.840.499. Var þessu næst orðið gefið laust um skýrslu stjórnar og ársreikninginn. Sigurður Björnsson spurðist fyrir um liði í rekstrarkostnaði er varða burðargjöld og aðkeypta þjónustu. Sveinn Guðmundsson svaraði því með því að öll burðargjöld sem falla til hjá Sambandinu er þar innifalin útsending á Sumarhúsahandbókinni. Undir aðkeypta þjónustu fellur m.a. vinna vegna heimasíðunnar og lögmannsþjónusta vegna fundar sem Sveinn hafði ekki tök á að mæta á. Fram kom að Sumarhúsahandbókin stendur varla undir sér. Þó er vilji til að halda áfram útgáfu hennar þar sem hún er talin tengja félagsmenn við Landssambandið. Steingrímur Sigurjónsson beindi því til stjórnar að hún beitti sér fyrir því að álögur á sumarhúsaeigendur væru í lágmarki. Voru reikningar bornir upp til samþykktar og voru samþykktir samhljóða. Skýrsla laganefndar Sveinn Guðmundsson kynnti tillögu að lagabreytingum: Lagðar voru fram breytingar á grein nr. 2 og nr. 5. Breytingarnar eru feitletraðar hér að gr.  Allir frístundahúsaeigendur og lóðahafar geta orðið aðilar að LS. Enn fremur geta frístundafélög orðið aðilar að sambandinu fyrir hönd félagsaðila sinna og er þá litið á sérhvern aðila félagsins sem fullgildan félaga að sambandinu. Stjórn LS getur heimilað öðrum sem geta átt hagsmuni að gæta í frístundabyggð inngöngu í sambandið. Stjórnir frístundahúsafélaga sem eru með aðild að sambandinu skulu sjá um greiðslu félagsgjalda til sambandsins fyrir alla sína félagsmenn. Greitt er eitt gjald fyrir hvern einstakan félagsaðila að frístundahúsafélaginu.  Gjalddagi er allt að þremur mánuðum eftir aðalfund LS. Gjalddagi félagsgjalda er

Aðalfundur 2015

Aðalfundur 2015 Fundur haldinn 29. apríl 2015 á Grand Hótel í Sigtúni Guðmundur Guðbjarnason setti fund kl. 20.10 og bauð fundarmenn velkomna en einnig sagðist hann hafa vonast eftir meiri fundarsókn. Fundarstjóri var kjörinn Óskar Guðjónsson og fundarritari Guðrún Nikulásdóttir. Óskar hóf fundinn með því að kanna hvort löglega hafi verið til hans boðað. Gestur fundarins var Böðvar Tómasson frá bruna- og öryggismálasviði Eflu verkfræðistofu og fjallaði hann um bruna- og öryggismál að sumarhúsum. Byrjaði hann á því að kynna Eflu verkfræðistofu en því næst fjallaði hann um brunaöryggi sumarhússins. Brunaáhætta er oft mikil í sumarhúsum, langt er í slökkvilið og hætta á gróðureldum. Áríðandi er að viðbragðsáætlun sé til staðar og er það á ábyrgð bæði opinberra aðila og sumarhúsaeigenda að fylgja því eftir. Mikilvægt er að huga að flóttaleiðum sem ávallt ættu að vera tvær þannig að greið leið sé frá brunasvæði. Slökkvitæki og eldvarnarteppi eiga að vera í öllum sumarhúsum. Reykskynjarar og gasskynjarar, ef um það er að ræða, eru nauðsynlegur búnaður. Benti  Böðvar á að slíkur öryggisbúnaður sé ekki kostnaðarsamur. Fram kom hjá fundarmönnum að erfitt hefði verið að eiga við sum sveitarfélög og Vegagerðina um að fá að leggja flóttaleiðir úr sumarhúsahverfunum, þ.e. ekki hafa fengist heimildir til að fjölga útkeyrsluleiðum. Einhver sumarhúsafélög hafa farið í þær framkvæmdir án þess að leyfi hafi fengist og tilkynnt til viðkomand aðila og ekki hafa borist athugasemdir við framkvæmdirnar. Fundargerð síðasta aðalfundar hefur verið birt á heimasíðu LS og í sumarhúsahandbókinni 2015. Skýrsla stjórnar Guðmundur Guðbjarnason flutti skýrslu stjórnar. Stjórn LS var skipuð eftirtöldum aðilum:  Guðmundur Guðbjarnason, formaður, Ægir Frímannsson, varaformaður og meðstjórnendur Sigrún Jónsdóttir, Guðrún Nikulásdóttir og Óskar Guðjónsson. Varamenn Einar M. Nikulásson, Auðunn Kjartansson og Gunnar S. Björnsson. Endurskoðandi er Pétur Jónsson löggiltur endurskoðandi og framkvæmdastjóri Sveinn Guðmundsson, hæstaréttarlögmaður. Rekstur hefur verið með svipuðum hætti og undarfarin ár. Skrifstofan er opin fjóra daga í viku, þ.e. mánudaga til fimmtudaga kl. 9-12. Skrifstofan er nú til húsa að Laugavegi 178, Reykjavík. Haldnir hafa verið sjö stjórnarfundir á starfsárinu. Framkvæmdastjóri sambandsins veitir félagsmönnum leiðbeiningar í hinum ýmsu álita- og deilumálum er upp koma. Útgáfa sumarhúsahandbókarinnar 2014 var með sama hætti og undanfarin ár og var í höndum Juralis ehf í samvinnu við Landssambandið. Ritstjóri og ábyrgðarmaður var Sveinn Guðmundsson. Áætlað er að bókin komi út nú í sumarbyrjun. Bókin er vettvangur sambandsins til að koma fræðslu og upplýsingum til félagsmanna. Unnið hefur verið að endurnýjun vefsíðu sambandsins. Þegar kerfið verður endanlega tilbúið er ætlunin að aðildarfélög sambandsins geti haft aðgang að félagsskrá sinna félaga inni á lokuðum hluta vefsíðunnar. Enginn utanaðkomandi aðili mun fá aðgang að þessum skrám en hvert félag mun þurfa að tilnefna tengilið sem þá hefur þann aðgang sem þarf til að gera leiðréttingar á skránni þannig að félagsmenn og stjórnarmenn félaga séu rétt skráðir. Til að geta komið boðum og hinum ýmsu upplýsingum til félagsmanna er nauðsynlegt að félagsskrár séu réttar. Mikið hefur verið unnið í félagsskránni og stöðugt þarf að vinna í að viðhalda henni réttri. Lagasetningar, lög um örnefni. Það er hlutverk LS að gæta hagsmuna aðildarfélaga og einstakra félagsmanna gagnvart opinberum aðilum og má hér nefna lög 22/2015 um skráningarferil og staðarvísun staðfanga. Landssambandið sér mikla möguleika í því upplýsingakerfi sem fram kemur í lögunum til að koma öllum frístundahúsum á landinu inn í miðlægan gagnagrunn en í mörg ár hefur sambandið í samvinnu við Neyðarlínuna, Fasteignamatið, Vegagerðina og Landmælingar unnið að uppsetningu öryggisnúmera fyrir frístundahús. Frumvarp um úrskurðarnefnd velferðarmála þar sem lagt er til að sameinaðar verði sjö sjálfstæðar stjórnsýslunefndir, hlutverk þeirra á að vera að endurskoða ákvarðanir stjórnvalda í málum einstaklinga eða skera úr ágreiningi milli einstaklinga eða félaga, þar á meðal kærunefnd húsamála. Frumvarpið hefur ekki verið afgreitt frá þingnefnd. Aðeins fjögur mál hafa verið afgreidd frá kærunefnd húsamála frá síðasta aðalfundu LS. Fundarmönnum er bent á að skoða vefsíðuna www.urskurdir.is  ef þeir vilja kynna sér málið nánar. Frumvarp um veitingastaði, gistihald og skemmtanahald var lagt fram í aprílbyrjun. Er þar fjallað um að ef húsnæði er í leigu skemur en átta vikur þarf að skrá sig á vef sýsumannsembættis og greiða skráningargjald og staðfesta að eign uppfylli kröfur um brunavarnir. Ef leiga stendur lengur en átta vikur þarf að sækja um rekstrarleyfi fyrir gististað. Ekki er talið að LS eigi að hafa afskipti eða afstöðu í þessu máli, það sé á höndum opinberra aðila. Þróun frístundahúsabyggða hefur breyst í áranna rás, frá því að byggðir voru einstaka sumarbústaðir að skipulögð eru heilu sumarhúsahverfin. Söluhagnaður sumarhúsa hefur löngum verið umtalsefni og hefur Landssambandið barist fyrir því að hann verði felldur niður. Ítrekað var enn einu sinni með bréfi til fjármálaráðherra að hann beiti sér fyrir breytingu á lögum um tekjuskatt varðandi söluhagnað sumarbústaða og að sömu lög gildi um hann og sölu á íbúðarhúsnæði. Tillögur að breytingu á lögum um frístundahúsabyggð Landssambandið hefur haft áhuga á breytingu er varðar framlengingu eða endurnýjun á lóðarleigusamningum. Tillögur Landssambandsins eru tilbúnar en beðið eftir því að fá fund til að kynna málefnið fyrir Velferðarráðuneytinu. Fjármál Landssambandsins er þröngur stakkur búinn og verður nánar fjallað um það í ársreikningi. Skorað er á skuldug félög og félagsmenn að gera upp skuldir sínar. Eingöngu er einn launaður starfsmaður hjá Landssambandinu í hlutastarfi. Kostnaður við endurnýjun tölvukerfis og vefsíðu er helsti útgjaldaliðurinn en mun skila sér í öflugra starfi í framtíðinni. Framtíð Landssambandsins Ef það á að vera trúverðugur og áhrifamikill þrýstihópur eins og það er kallað eða hagsmunasamtök verður hann að vera fjölmennur og áberandi í þjóðlífinu. Stuðla þarf að fjölgun félagsmanna. Mikil og góð vinna er unnin fyrir félagsmenn og mikils virði að hafa lögmann til að leita ráða hjá. Ef við ekki hefðum slíkan starfsmann og leita þyrfti til lögmannsstofu yrði kostnaður vegna þeirrar þjónustu mun meiri. Aðildarfélög Landssambandsins eru 74 og hefur fækkað um þrjú. Félagafjöldi er 2.784 en var 3.108.  Með einstaklingsaðild eru 1.242 en voru um 1.306 fyrir ári síðan. Guðmundur lauk skýrslu sinni með því að bera fram þakklæti til Sveins Guðmundssonar fyrir störf hans í þágu Landssambandsins og meðstjórnendum þakkaði hann gott samstarf. Ársreikningur 2014 lagður fram Sveinn Guðmundsson, framkvæmdastjóri Landssambandsins fór yfir helstu tölur. Rekstrartekjur voru kr. 9.774.821 og rekstrargjöld kr. 9.575.190. Vaxtagjöld umfram

Aðalfundur 2014

Aðalfundur 2014 Fundur haldinn 25. mars 2014 í húsakynnum ÍSÍ, Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands, Reykjavík Fundarsetning Guðmundur Guðbjarnason, formaður setti fundinn kl. 20:00. Bauð hann fundarmenn og gest fundarins velkomna. Skipan fundarstjóra og fundarritara Sveinn Guðmundsson var skipaður fundarstjóri og Ægir Frímannsson fundarritari. Gestur fundarins Dr. Jóhann P. Malmquist prófessor kynnti fyrir fundarmönnum nýtt kerfi og vef sem sambandið er að fara að taka í notkun. Í máli hans kom fram að að nýja kerfið væri mjög notendavænt og auðvelt væri halda utan um félagaskrá. Hugmyndin á bak við kerfið væri sú að það væri gagnvirkt. Félagsmenn geta með einföldum hætti fengið aðgang að því og breytt upplýsingum um sig. Þá væri möguleikar að fara inn á svæði þar sem félagsmenn hefðu aðgang að upplýsingum og skjölum. Skýrsla stjórnar Stjórnin var skipuð eftirtöldum aðilum eftir aðalfund 2013: Guðmundur Guðbjarnason, formaður, Ægir Frímannsson, sem kosinn var varaformaður á fyrsta fundi stjórnar, en meðstjórnendur eru Sigrún Jónsdóttir, Guðrún Nikulásdóttir og Óskar Guðjónsson. Varamenn voru kosnir: Einar N. Nikulásson, Auðunn Kjartansson og Gunnar S. Björnsson. Endurskoðandi: Pétur Jónsson lögg. endurskoðandi. Framkvæmdastjóri: Sveinn Guðmundsson, hæstaréttarlögmaður. Skrifstofa sambandsins, sem er að Síðumúla 27, er opin eins og undanfarandi ár fjóra daga í viku, þ.e. mánudaga til fimmtudaga milli 9 og 12. Haldnir voru fjórir stjórnarfundir á starfsárinu. Útgáfa ársrits okkar, Sumarhúsahandbókarinnar, er einn liður í að rækta sambandið við félagsmenn. Ræddi formaðurinn um efnistök bókarinnar frá árinu 2013. Landssambandið leggur áherslu á að bókin verði vettvangur sambandsins til að koma fræðslu og upplýsingum á framfæri við frístundahúsaeigendur. Þá vék formaðurinn að ýmsum réttindamálum. Í máli formannsins kom fram að á árinu 2013 hefur kærunefnd húsamála úrskurðað í níu málum, þ.a. sjö vegna leigumála og tvö vegna álitamála innan frístundahúsafélaga. Einn úrskurður hefur verið felldur það sem af er þessu ári. Þrjú mál á vegum sambandsins eru nú til úrlausnar hjá nefndinni. Þá benti formaðurinn á það að rétt sé að endurskoða tiltekin ákvæði í lögum nr, 75/2008 um. Framkvæmdastjóri Landssambandsins hefur tekið þetta mál upp við velferðarráðuneytið og hann ásamt formanni sambandsins hafa rætt drög að lagabreytingum til að leggja fyrir ráðherra. Verður unnið áfram að þessu máli. Enn fremur ætlar sambandið að leggja fyrir nýjan fjármálaráðherra fyrri kröfu þess að söluhagnaður af sölu sumarhúss hljóti sambærilega skattalega meðferð og söluhagnaður íbúða. Þá fjallaði formaðurinn um brunavarnir. Á síðastliðnum árum hafa komið upp alvarlegir gróðureldar, þ.e. Mýrareldar 2006, á Skarðsströnd 2008, í Laugadal við Ísafjarðardjúp 2012 og í Skorradal á sl. ári. Við þessa náttúruvá hafa skapast umræður um brunavarnir í frístundahúsabyggðum. Mikilvægt er að koma þessum málum í lag í sveitarfélögum. Þá taldi formaðurinn rétt að koma vefsíðu sambandins í betra horf. Í gangi er vinna með nýja vefsíðu og kerfi sem gestur fundarins kynnti í upphafi fundarins. Vonast stjórn sambandsins til að hún verði lyftistöng fyrir sambandið og félagsaðila þess. Nokkur aukning hefur orðið á félagsaðild í röðum okkar. Um áramótin voru 77 frístundahúsafélög í Landssambandinu með 3.108 félagsmenn og að auki 1.306 með einstaklingsaðild eða samtals 4.414 félagsmenn. Sambandið var á sl. ári rekið með nokkrum hagnaði eins og fram kom í framlögðum ársreikningi sem Sveinn Guðmundsson fór yfir. Í gegnum árin hefur sambandið farið hægt í það að hækka árgjöld. Rekstrartekjur ársins voru kr. 9.327.454,- og rekstrargjöld kr, 8.569.775,- Var því rekstrarhagnaður án fjármagnsliða kr. 757.679,- Orðið var gefið laust um skýrslu stjórnar og reikninga. Sveinn svaraði fyrirspurnum. Ársreikningur var síðan borinn upp og samþykktur. Samþykkt var að hafa ársgjöld óbreytt milli ára eða kr. 4.000,- fyrir einstaklinga og félagsaðild í félögum kr. 2.000,- Guðmundur Guðbjarnason var kosinn formaður til eins árs. Guðrún Nikulásdóttir og Sigrún Jónsdóttir voru kosnar sem meðstjórnendur til næstu tveggja ára. Varamenn í stjórn voru kosnir Einar Nikulásson, Gunnar S. Björnsson og Auðunn Kjartansson. Endurskoðandi var kosinn Pétur Jónsson, lögg. endurskoðandi. Undir liðnum önnur mál voru rædd ýmis mál, s.s. Sumarhúsahandbókin, rotþrær og þá sérstaklega stöðu mála við Þingvallavatn og hreinsivirki sem sumarhúsaeigendum verður gert að koma upp með miklum tilkostnaði. Þá var rætt um leigusamninga, heimtaugar og kostnað samfara því, sinubruna og lögin um frístundahúsabyggðina. Formaður sleit fundi og þakkaði fundarmönnum fyrir áhugasamar umræður og þakkaði traustið sér sýnt með endurkjörinu. Fundið var slitið 22:15. Fundarritari: Sveinn Guðmundsson. Fundarsetning Guðmundur Guðbjarnason, formaður setti fundinn kl. 20:00. Bauð hann fundarmenn og gest fundarins velkomna. Skipan fundarstjóra og fundarritara Sveinn Guðmundsson var skipaður fundarstjóri og Ægir Frímannsson fundarritari. Gestur fundarins Dr. Jóhann P. Malmquist prófessor kynnti fyrir fundarmönnum nýtt kerfi og vef sem sambandið er að fara að taka í notkun. Í máli hans kom fram að að nýja kerfið væri mjög notendavænt og auðvelt væri halda utan um félagaskrá. Hugmyndin á bak við kerfið væri sú að það væri gagnvirkt. Félagsmenn geta með einföldum hætti fengið aðgang að því og breytt upplýsingum um sig. Þá væri möguleikar að fara inn á svæði þar sem félagsmenn hefðu aðgang að upplýsingum og skjölum. Skýrsla stjórnar Stjórnin var skipuð eftirtöldum aðilum eftir aðalfund 2013: Guðmundur Guðbjarnason, formaður, Ægir Frímannsson, sem kosinn var varaformaður á fyrsta fundi stjórnar, en meðstjórnendur eru Sigrún Jónsdóttir, Guðrún Nikulásdóttir og Óskar Guðjónsson. Varamenn voru kosnir: Einar N. Nikulásson, Auðunn Kjartansson og Gunnar S. Björnsson. Endurskoðandi: Pétur Jónsson lögg. endurskoðandi. Framkvæmdastjóri: Sveinn Guðmundsson, hæstaréttarlögmaður. Skrifstofa sambandsins, sem er að Síðumúla 27, er opin eins og undanfarandi ár fjóra daga í viku, þ.e. mánudaga til fimmtudaga milli 9 og 12. Haldnir voru fjórir stjórnarfundir á starfsárinu. Útgáfa ársrits okkar, Sumarhúsahandbókarinnar, er einn liður í að rækta sambandið við félagsmenn. Ræddi formaðurinn um efnistök bókarinnar frá árinu 2013. Landssambandið leggur áherslu á að bókin verði vettvangur sambandsins til að koma fræðslu og upplýsingum á framfæri við frístundahúsaeigendur. Þá vék formaðurinn að ýmsum réttindamálum. Í máli formannsins kom fram að á árinu 2013 hefur kærunefnd húsamála úrskurðað í níu málum, þ.a. sjö vegna leigumála og tvö vegna álitamála innan frístundahúsafélaga. Einn úrskurður hefur verið felldur það sem af er þessu ári. Þrjú mál á vegum sambandsins eru nú til úrlausnar hjá nefndinni. Þá benti formaðurinn á það að rétt sé að endurskoða tiltekin ákvæði í lögum nr, 75/2008 um. Framkvæmdastjóri Landssambandsins hefur tekið þetta mál upp við velferðarráðuneytið og hann ásamt formanni sambandsins hafa rætt drög að lagabreytingum til

Aðalfundur 2013

Aðalfundur 2013 Fundur haldinn 23. apríl 2013 í Skipholti 70, Reykjavík Fundarsetning Guðmundur Guðbjarnason formaður setti fundinn kl 20.00. Bauð hann fundarmenn og gesti fundarins velkomna. Harmaði hann lélega fundarsókn. Skipan fundarstjóra og fundarritaraÁsgeir Guðmundsson var skipaður fundarstjóri og Margrét Jakobsdóttir fundarritari. Gestir fundarinsGestur og Þorsteinn frá Vodafone kynntu fyrir okkur hina svo kölluðu 4G kynslóð í gagnaflutningi sem þeir hjá Vodafone hyggjast setja upp um allt land og telja að því starfi verði lokið í árslok 2014. Með þessari tækni eykst hraði gagnaflutnings um gsm línur um helming frá 3G. Von er á fyrstu G4-væddu sumarhúsa svæðunum nú í sumar. Nánar um þetta á heimasíðu Vodafone.is og í Sumarhúsahandbókinni. Skýrsla stjórnarInngangur: Stjórnin var skipuð eftirtöldum aðilum eftir aðalfund 2012:Guðmundur Guðbjarnason, formaður, Ægir Frímannsson, varaformaður, Margrét Jakobsdóttir, gjaldkeri, Sigrún Jónsdóttir, ritari og Guðrún Nikulásdóttir, meðstjórnandi. Varamenn:Ásgeir Guðmundsson, Björn Friðfinnsson og Einar N. Nikulásson. Endurskoðandi: Pétur Jónsson, lögg. endurskoðandi. Framkvæmdastjóri: Sveinn Guðmundsson. Formaður hóf mál sitt á að minnast látins félaga Björns Friðfinnssonar sem var frumkvöðull í starfi Landssambands sumarhúsa og kjörinn annar formaður þess og sat í varastjórn eftir að hann lét af formennsku til dauðadags. Skrifstofan er að Síðumúla 27 og er eins og undarfarin ár opin fjóra daga í viku, þ.e. mánudaga til fimmtudags kl. 9 – 12. Haldnir voru þrír stjórnarfundir á árinu. Útgáfa ársrits okkar, Sumarhúsahandbókin er einn liður í að rækta sambandið við félagsmenn. Útgáfan er í höndum Juralis ehf.  samvinnu við Landssambandið. Ritstjóri og ábyrgðarmaður er Sveinn Guðmundsson, framkv.stj. sambandssins. Þá sagði hann ítarlega frá hinum ýmsu réttindamálum sem rekin hafa verið við kærunefnd húsamála. Eins og komið hefur fram á fyrri aðalfundum fengum við mikla réttarbót með tilkomu löggjafar á árinu 2008 um frístundabyggð. Þar er m.a. kveðið á um að kærunefnd húsamála taki til úrlausnar ágreining milli frístundahúsaeigenda á leigulóð og landeigenda um endurnýjun leigusamninga og leigugjalds og enn fremur á deilur innan frístundahúsafélaga um samskipti innan félaga. Erum við að fá reynslu á löggjöfina gegnum úrskurði nefndarinnar og dómsstóla. Mikið starf hefur verið unnið af hálfu sambandsins síðastliðin ár en engin mál höfðu verið úrskurðuð frá því í febrúar 2011 til 31. ágúst 2012. Starfssemi nefndarinnar hefur verið að okkar mati seinvirk og hefur skrifstofa sambandsins verið að reka eftir þeim málum. Nú liggja fyrir nokkrir úrskurðir nefndarinnar sem Landssambandið hefur staðið að sem varða endurnýjun samninga og leigufjárhæð svo og einn hætaréttardómur. Greindi hann frá niðurstöðum þessara mála. Vísa ég á réttarheimild.is. Ennfremur verður væntanlega nánari umfjöllun í næstu útgáfu á sumarhúsahandbókinni. Þá kom hann inná öryggisnúmerin – enn þarf að efla útbreiðslu þeirra. Landssambandið hefur lýst yfir áhuga að sett verði t.d. byggingarreglugerð um skyldu sveitarfélaga til að hnita frístundahús strax við útgáfu byggingaleyfis og setja inn í kerfið og jafnframt að finna leið til að skrá eldri húsin í kerfið sem fyrst. Það hefur ekki gengið eftir. Í vor var lagt fram á Alþingi frumvarp til laga um örnefni. Það frumvarp náði ekki að verða að lögum. Það frumvarp fjallar m.a. um staðfangaskrá og hnitun allra fasteigna í samræmt landshnitakerfi. Það myndi leysa okkar mál um öryggismerkingar á sumarhús. GróðureldarEkki mátti miklu muna að illa færi laugardaginn fyrir páska í Skorradal. Mjög er brýnt að stuðla að varúð um meðferð elds í náttúrunni, þ.m.t. að grilla hvort sem er með kolum eða gasi. Svo er nauðsyn að stjórnir frístundahúsafélaga í samvinnu við sveitarfélög geri með sér viðbragðsáætlun og brýni með stöðugum áróðri að farið sé með gát í meðferð opins elds. FjármálSambandið var s.l. ár rekið með litlum hagnaði sjá ársreikning. En tvö undarfarin ár með tapi. Höfum við farið hægt í að hækka félagsgjöld en sniðið starfsseminni þröngan stakk í samræmi við það. Mjög aðkallandi er að endurnýja tölvu og heimasíðu. Svo sagðist hann eiga sér þann draum að við hefðum efni á að ráða skrifstofumann í hlutastarf til almennra skrifstofuþjónustu fyrir félagsmenn. Allir njóta góðs af starfi Sambandsins sem aðeins félagsmenn standa undir með félagsgjaldi sínu. Aðild að LandssambandinuUm áramótin voru 73 frístundafélög í LS með 2875 félagsmenn. Að auki 1426 með einstaklingsaðild eða samtals 4301 félagmenn.  Ársreikningar. Sveinn Guðmundsson framkvæmdastjóri fór yfir helstu tölur: Rekstrartekjur voru kr. 9.005.810.-vaxtagjöld kr. 23.507.-Rekstrargjöld voru kr. 8.726.493.-Rekstrarhagnaður kr. 255.810.-Eigið fé kr. 2.364.487.- Orðið gefið laust um skýrslu stjórnar og reikninga LS. Spurðu fundarmenn út í einstaka kostnaðarliði. Sveinn svaraði öllum fyrirspurnum um reikningana jafnóðum. Ársreikningur og skýrsla stjórnar borin upp og samþykkt. ÁrgjöldBorin upp tillaga um hækkun árgjalda:Einstaklinga úr kr 3.630 í kr 4.000.-Félagsaðild úr kr 1.625 í kr 2.000,-Samþykkt. Kosning stjórnarFormaður kosinn til eins árs í senn:Guðmundur Guðbjarnason gefur kost á sér til endurkjörs. Samþykkt með lófataki. Ægir Frímannsson átti að víkja en gefur kost á sér. Samþykkt með lófataki. Sigrún Jónsdóttir og Guðrún Nikulásdóttir eiga að vera áfram. Margrét Jakobsdóttir gefur ekki kost á endurkjöri. Í hennar stað er stungið upp á Óskari Guðjónssyni. Samþykkt með lófataki. Í varastjórnEinar Nikulásson, Auðunn Kjartansson og Gunnar S. Björnsson. Ásgeir Guðmundsson gaf ekki kost á sér til endurkjörs í varastjórn. Önnur málÓskar Guðjónsson hóf umræður um fasteignagjöldin sem sífellt eru að hækka og lítið kemur í staðinn frá sveitarfélögum. Okrið á seyrulosuninni o.s.frv. Sveinn svaraði og hvatti félagsmenn til að vera vakandi um samanburð á álögum milli sveitarfélaga. Hann sagði líka að óvíst væri að rétt væri staðið að þegar seyran er losuð og hvort yfir höfuð nokkuð væri losað. Steinar úr Munaðarnesi kom með dæmi um að allt hækkaði rafmagn, hitaveita, kalda vatnið, seyrulosunin og sorphirðan og við hefðum engan möguleika til andmæla. Páll Jónsson þakkaði stjórn LS fyrir vel unnin störf og nauðsyn þess að halda ótrauð áfram til góða fyrir okkur sumarhúsaeigendur því alls staðar væri sótt að okkur. Sveinn þakkaði fyrir. Fundarstjóri gefur formanni orðiðGuðmundur formaður þakkar fundarmönnum fyrir áhugasamar umræður og skemmtilegan fund og traust sér sýnt með endurkjörinu. Þar sem Ásgeir Guðmundsson fer úr varastjórn þakkar hann honum fyrir vel unnin störf og samvinnu. Formaður lagði til við fundinn að Margrét Jakobsdóttir yrði gerð að heiðursfélaga Landssambandsins fyrir stjórnarstörf hennar og afhenti henni skjal því til staðfestingar. Þakkaði hann henni fyrir gott og ánægjulegt samstarf. Áður hafði Ásgeir fengið þá vegsemd. Fundi slitið kl. 22.25. Fundarritari Margrét Jakobsdóttir. Fundarsetning Guðmundur Guðbjarnason formaður setti fundinn kl 20.00. Bauð hann fundarmenn og gesti fundarins

Eltu okkur

Síðustu aðalfundir

Gerast áskrifandi að fréttabréfinu okkar