Um LS

Stefnuskrá - Stjórn - Stjórnarmeðlimir - Hlutverk - Lög LS

Stefnuskrá

  • Landssamband sumarhúsaeigenda er hagsmunasamtök sem berjast fyrir bættum hag sumarhúsaeigenda.
  • Tilgangur Landssambands sumarhúsaeigenda er að gæta hagsmuna félagsmanna gagnvart opinberum aðilum og öðrum.
  • Landssamband sumarhúsaeigenda vill stuðla að náttúruvernd  með góðri umgengni og virðingu fyrir  landi og gróðri.
  • Landssamband sumarhúsaeigenda vill auka öryggi íbúa í sumarhúsum með velferð þeirra í huga.

Stjórn

Stjórn LS skipa fimm menn, kosnir á aðalfundi. Formaður skal kosinn sérstaklega og árlega, að öðru leyti skiptir stjórn með sér verkum. Meðstjórnendur eru kosnir til tveggja ára þannig að tveir meðstjórnarmenn ganga úr stjórn árlega. Varamenn eru þrír.

Stjórnarmeðlimir

  • Sveinn Guðmundsson. Formaður.
  • Óskar Guðjónsson. Varaformaður.
  • Eiður Sigurjón Eiðsson. Meðstjórnandi.
  • Ingunn Lára Hannesdóttir Scheving. Meðstjórnari.
  • Sigrún Jónsdóttir. Meðstjórnandi.
  • Jónbjörg Sigurjónsdóttir. Varamaður.
  • Leó Daðason. Varamaður.
  •  Ægir Frímannsson. Varamaður.

Hlutverk LS

Landssamband sumarhúsaeigenda er 32 ára í ár, 2023.  Starfssemi samtakanna er aðallega hagsmuna- og réttargæsla. Við mætum mikið á fundum hjá stjórnsýslunni og allsherjarnefnd Alþingsins og erum með umsagnir vegna laga sem geta haft áhrif á hagsmuni frístundahúsabyggða. 

Þá höfum við unnið mikið í kærumálum fyrir félagsmenn og höfum unnið 99,9% allra mála fyrir nefndinni. Einnig höfum við farið með mál fyrir dómstóla og unnum t.d. mál árið 2021 er sneri að lóðarleigu.

Við höfum unnið að lagasetningu og unnið mikið að forvörnum er varðar öryggi í sumarhúsabyggðinni, s.s. sinnum öryggismerkingum á frístundabyggðinni í samvinnu við Neyðarlínuna. Við fórum með formennsku í nefndinni sem tilskipuð var af ráðherra 2002 og höfum séð um það síðan. Þá komum við að nefndarstarfi í átta ár varðandi brunavarnir
í m.a. frístundabyggðinni. Hægt er að nálgast þá niðurstöðu á grodureldar.is.  Má halda því fram að þetta séu einu markvissu brunavarnir á landsvísu vegna frístundabyggðarinnar og ákall til sveitarfélaga að hrinda af stað vinnu til að sinna þessum málaflokki.

Þá eftir 12 ára starf var að lokum staðfest af löggjafanum á Alþingi að setja lög þar sem felld er niður heimild til að gjaldtaka fjármagnstekjuskatt við sölu frístundabyggðar. Það þýðir margra milljón króna sparnað fyrir hvern þann sem selur sumarhús sitt.

1. gr.
Nafn sambandsins er Landssamband sumarhúsaeigenda (LS) og heimili þess og varnarþing er í Reykjavík.

2. gr.
Allir frístundahúsaeigendur og lóðahafar geta orðið aðilar að LS. Enn fremur geta frístundafélög orðið aðilar að sambandinu fyirr hönd félagsaðila sína og er þá litið á sérhvern aðila félagsins sem fullgildan félaga að sambandinu.

Stjórn LS getur heimilað öðrum sem geta átt hagsmuna að gæta í frístundabyggð inngöngu í sambandið.

Stjórnir frístundahúsafélaga sem eru með aðild að sambandinu skulu sjá um greiðslu félagsgjalda til sambandsins fyrir alla sína félagsmenn.

Gjalddagi er allt að þremur mánuðum eftir aðalfund LS.

Aðeins skuldlausir félagsmenn hafa atkvæðisrétt.

Eitt atkvæði fylgir hverju frístundarhúsi eða lóð og skulu fulltrúar hvers félags fara með atkvæði allra sinna félagsmanna. Óski einstakir félagsmenn eftir því að fara með eigið atkvæði er það heimilt.

Segi frístundahúsafélagl eða einstaklingur skv. 2. mgr. þessarar greinar sig úr sambandinu skal það eða hann vera skuldlaus(t) við sambandið.

3. gr.

Tilgangur LS er:

  1. að gæta hagsmuna aðildarfélaga og einstakra félagsmanna gagnvart opinberum aðillum og öðrum.
  2. að vinna að bættu og skilvirkara lagaumhverfi fyrir frístundahúsaeigendur og lóðarhafa.
  3. að vinna að hverskonar sameiginlegum hagsmunum frístundahúsaeigenda og lóðarhafa.
  4. að stuðla að náttúruvernd og góðri umgengni.
 
4. gr.
Árgjaldið skal miðast við fjölda frístundahúsalóða.

5. gr.
Aðalfund skal halda fyrir 30. apríl ár hvert og er hann æðsta vald í málefnum LS.

Skal hann boðaður bréflega með minnst tíu daga fyrirvara.

Fundarboð skal sent formönnum og/eða gjaldkerum allra aðildarfélaga LS og skal þess sérstaklega getið í fundarboði. Tillögur um lagabreytingu skal senda til stjórnarinnar fyrir 1. febrúar.

Dagskrá fundarins skal vera sem hér segir:

  1. Skýrsla sambandsstjórnar.
  2. Lesnir og bornir upp til samþykktar endurskoðaðir reikningar LS.
  3. Lagabreytingar, ef tillögur koma fram.
  4. Ákvörðun um árgjald.
  5. Kosning stjórnar og endurskoðenda, skv. 6. grein.
  6. Önnur mál.

Afl atkvæða ræður á fundinum, þó þarf 2/3 hluta atkvæða til að lagabreytingar nái fram að ganga.

6. gr.
Stjórn LS skipa fimm menn, kosnir á aðalfundi. Formaður skal kosinn sérstaklega og árlega en að öðru leyti skipti stjórn með sér verkum.

Meðstjórnendur skulu kosnir til tveggja ára þannig að tveir meðstjórnendur ganga úr stjórn árlega. 

Þá skulu kosnir þrír varamenn sem boða skal til stjórnarfunda þegar aðalmaður boðar forföll eða þegar meðstjórnendur óska þess.

Reikningsár LS er almanaksárið.

Stjórn LS getur ekki skuldbundið félagsmenn fjárhagslega.

7. gr.
 Stjórninni er heimilt að skipa sérstakar nefndir ef henni þykri ástæða til.

8. gr.
Stjórn LS kveður til félagsfundar þegar hún telur þess þörf eða þegar 1/3 aðildarfélaga óskar þess skriflega. Um atkvæðisrétt gilda sömu reglur og að um aðalfund sé að ræða. 

Félagsfundur skulu boðaðir á sama hátt og aðalfundir. Fundarefni skal tilgreina ótvírætt í fundarboði. Afl atkvæða ræður á fundum LS.

9. gr.
Í fundargerðarbók skal skráð stutt yfirlit yfir allt það sem gerðist á fundum LS og skal fundargerð undirrituð af ritara fundar og fundarstjóra. Fundargeðirnar eru síðan full sönnun þess sem fram hefur farið á fundinum.

Á fundum félagsins skulu allir félagsaðilar eða umboðsmenn þeirra sem sitja fundinn skrá nafn sitt í fundargerðarbók eða fundarsóknarbók og fyrir hvaða lóð eða frístundafélag þeir sitja fundinn.

10. gr.
Hættir LS störfum skal aðalfundur sem slítur sambandinu taka ákvörðun um ráðstöfun á eignum sem sambandið kann að eiga enda þess sérstaklega getið í fundarboði.

Lög LS

1. gr.
Nafn sambandsins er Landssamband sumarhúsaeigenda (LS) og heimili þess og varnarþing er í Reykjavík.

2. gr.
Allir frístundahúsaeigendur og lóðahafar geta orðið aðilar að LS. Enn fremur geta frístundafélög orðið aðilar að sambandinu fyirr hönd félagsaðila sína og er þá litið á sérhvern aðila félagsins sem fullgildan félaga að sambandinu.

Stjórn LS getur heimilað öðrum sem geta átt hagsmuna að gæta í frístundabyggð inngöngu í sambandið.

Stjórnir frístundahúsafélaga sem eru með aðild að sambandinu skulu sjá um greiðslu félagsgjalda til sambandsins fyrir alla sína félagsmenn.

Gjalddagi er allt að þremur mánuðum eftir aðalfund LS.

Aðeins skuldlausir félagsmenn hafa atkvæðisrétt.

Eitt atkvæði fylgir hverju frístundarhúsi eða lóð og skulu fulltrúar hvers félags fara með atkvæði allra sinna félagsmanna. Óski einstakir félagsmenn eftir því að fara með eigið atkvæði er það heimilt.

Segi frístundahúsafélagl eða einstaklingur skv. 2. mgr. þessarar greinar sig úr sambandinu skal það eða hann vera skuldlaus(t) við sambandið.

3. gr.
Tilgangur LS er:

  1. að gæta hagsmuna aðildarfélaga og einstakra félagsmanna gagnvart opinberum aðillum og öðrum.
  2. að vinna að bættu og skilvirkara lagaumhverfi fyrir frístundahúsaeigendur og lóðarhafa.
  3. að vinna að hverskonar sameiginlegum hagsmunum frístundahúsaeigenda og lóðarhafa.
  4. að stuðla að náttúruvernd og góðri umgengni.
4. gr.
Árgjaldið skal miðast við fjölda frístundahúsalóða.
 

5. gr.
Aðalfund skal halda fyrir 30. apríl ár hvert og er hann æðsta vald í málefnum LS.

Skal hann boðaður bréflega með minnst tíu daga fyrirvara.

Fundarboð skal sent formönnum og/eða gjaldkerum allra aðildarfélaga LS og skal þess sérstaklega getið í fundarboði. Tillögur um lagabreytingu skal senda til stjórnarinnar fyrir 1. febrúa

Dagskrá fundarins skal vera sem hér segir:

  1. Skýrsla sambandsstjórnar.
  2. Lesnir og bornir upp til samþykktar endurskoðaðir reikningar LS.
  3. Lagabreytingar, ef tillögur koma fram.
  4. Ákvörðun um árgjald.
  5. Kosning stjórnar og endurskoðenda, skv. 6. grein.
  6. Önnur mál.

Afl atkvæða ræður á fundinum, þó þarf 2/3 hluta atkvæða til að lagabreytingar nái fram að ganga.

6. gr.
Stjórn LS skipa fimm menn, kosnir á aðalfundi. Formaður skal kosinn sérstaklega og árlega en að öðru leyti skipti stjórn með sér verkum.

Meðstjórnendur skulu kosnir til tveggja ára þannig að tveir meðstjórnendur ganga úr stjórn árlega. 

Þá skulu kosnir þrír varamenn sem boða skal til stjórnarfunda þegar aðalmaður boðar forföll eða þegar meðstjórnendur óska þess.

Reikningsár LS er almanaksárið.

Stjórn LS getur ekki skuldbundið félagsmenn fjárhagslega.

7. gr.
 Stjórninni er heimilt að skipa sérstakar nefndir ef henni þykri ástæða til.

8. gr.
Stjórn LS kveður til félagsfundar þegar hún telur þess þörf eða þegar 1/3 aðildarfélaga óskar þess skriflega. Um atkvæðisrétt gilda sömu reglur og að um aðalfund sé að ræða. 

Félagsfundur skulu boðaðir á sama hátt og aðalfundir. Fundarefni skal tilgreina ótvírætt í fundarboði. Afl atkvæða ræður á fundum LS.

9. gr.
Í fundargerðarbók skal skráð stutt yfirlit yfir allt það sem gerðist á fundum LS og skal fundargerð undirrituð af ritara fundar og fundarstjóra. Fundargeðirnar eru síðan full sönnun þess sem fram hefur farið á fundinum.

Á fundum félagsins skulu allir félagsaðilar eða umboðsmenn þeirra sem sitja fundinn skrá nafn sitt í fundargerðarbók eða fundarsóknarbók og fyrir hvaða lóð eða frístundafélag þeir sitja fundinn.

10. gr.
Hættir LS störfum skal aðalfundur sem slítur sambandinu taka ákvörðun um ráðstöfun á eignum sem sambandið kann að eiga enda þess sérstaklega getið í fundarboði.

Landssamband sumarhúsaeigenda var stofnað

 27. október 1991