Aðalfundir

Aðalfundur 2012

Aðalfundur 2012 Fundur haldinn 3. apríl 2012 í Reykjavík Fundarsetning Guðmundur Guðbjarnason formaður setti fundinn kl 20.00. Bauð hann fundarmenn og gesti fundarins velkomna. Harmaði hann sérlega lélega fundarsókn sem trúlega mætti að hluta til rekja til landsleiks handbotaliðs okkar á sama tíma. En löglega var til fundarins boðað svo haldið var áfram. Skipan fundarstjóra og fundarritara Sveinn Guðmundsson var skipaður fundarstjóri og Margrét Jakobsdóttir fundarritari. Gestir fundarins Öryggisfulltrúarnir Svanberg Hreinsson og Hilmar Guðlaugsson frá fyrirtæki sínu Besafe. Kynntu þeir öryggisgluggahlera sem þeir flytja inn. Eiga þeir að vera öruggasta þjófavörnin sem völ er á. Buðu þeir afsláttarkjör til félagasmanna. Þetta er nokkuð stór fjárfesting ca. kr 680 þús. á meðal bústað. Nánari upplýsingar á www.besafe.is. Fundargerð síðasta fundar Fundargerð aðalfundar 2011 er birt á heimasíðu sambandsins og í Sumarhúsahandbókinni 2011. Skýrsla stjórnar Guðmundur Guðbjarnarson formaður flutti skýrslu stjórnar: Helstu þættir hennar eru: 4 stjórnarfundir voru haldnir á árinu. Skrifstofan flutti að Síðumúla 27 um mitt ár og er hún opin 4 daga í viku þ.e. mánudaga til fimmtudaga milli kl. 9 og 12. Þá rakti hann hin ýmsu réttindamál og ágreiningsmál sem rekin eru fyrir félagsmenn fyrir úrskurðarnefnd frístundahúsamála. Sagði frá hversu þunglamaleg starfssemi úrskurðarnefndarinnar er. Beðið er með eftirvæntingu eftir niðurstöðu tuga mála en engin mál hafa verið úrskurðuð síðan í febrúar 2011. Hann ræddi um öryggisnúmerin og taldi að tímabært væri að ráðast í nýja herferð því mörg sumarhús eru án öryggisnúmera. Sorphirðan er enn til umræðu. Enn verið er að vinna að breytingu á lögunum í Umhverfisráðuneytinu sem sambandið styður. Sumarhúsahandbókin var að venju gefin út á árinu. Útgáfan var í höndum Juralis ehf. Ritstjóri og áb.m. Sveinn Guðmundsson. Félagsmannafjöldi: Aðildarfélögum fjölgaði um eitt — í 70 með 2845 félaga samtals. Einstaklingsaðild er 1418 eða alls 4263 félagsmenn í allt. Ársreikningar Landssambandsins Sveinn Guðmundsson framkvæmdastjóri fór yfir helstu tölur. Rekstrartekjur voru kr 7.242.100. Vaxtatekjur kr 2.614. Rekstrargjöld voru kr 9.746.622. Rekstrartap kr 2.501.908 Eigið fé kr 2.108.677. Orðið gefið laust um skýrslu stjórnar og reikninga LS Heilmiklar umræður urðu um reikningana og einstaka liði þeirra. Þetta er annað stóra tapárið. Í fyrra 1.6 mkr og í ár 2.1 mkr. Sveinn sagði frá sparnaðarleiðum skrifstofu. Skrifstofustjóri í 1⁄2 starfi hefði hætt um áramót. Húsaleiga á nýja staðnum væri lægri og útlagður kostnaður við heimasíðu yrði ekki stór. Hvatti hann félagsmenn til að láta skrifstofu vita um netföng svo spara mætti póstburðargjöld o.s.frv. Haraldur í Borgarbyggð sagði og aðrir tóku undir.“ Við megum ekki spara okkur í hel”. Það er svo margt sem hefur áunnist gegnum árin sagði Guðmundur Arnórsson, Hólaborg. Almennt var það mál allra að viðsnúningur yrði að verða á rekstrinum því eitt tapár í viðbót þýddi dauða félagsins sem alls ekki mætti verða. Því hver ætti þá að gæta hagsmuna okkar. Reikningar LS samþykktir einróma Ákvörðun árgjalds Stjórnin lagði til að árgjöldin hækkuðu í kr 1500 fyrir aðildarfélögin og kr 3500 fyrir einstaklingaðild. Allir fundarmenn voru sammála um að félagsgjöldin væru allt of lág. Borin voru saman árgjöld annar félaga svo sem Hjartaheilla, FÍB, Húseigendafélagsins o.fl. Guðmundur Arnorsson, Hólaborg, Grímsnesi kom með tillögu um hækkun í kr. 1700 hjá aðildarfélögum. Haraldur í Borgarbyggð með tillögu um hækkun í kr. 2.000. Sigurður Jónsson, Oddsholti Grímsnesi kom svo með tillögu: 10 % hækkun einstaklinga úr kr 3.300 í kr 3.630 25 % hækkun félagsaðild úr kr 1.300 í kr 1.625 Var hún samþykkt einróma. Kosning stjórnar Guðmundur Guðbjarnason gaf kost á sér til endurkjörs til formanns. Samþykkt með lófataki. Þær Sigrún Jónsdóttir og Guðrún Nikulásdóttir sem kosnar voru til eins árs á síðasta fundi gáfu kost á sér til áframhaldandi stjórnarsetu. Var klappað fyrir þeim. Varamenn: Björn Friðfinnsson, Einar M. Nikulásson og Ásgeir Guðmundsson. Endurskoðandi: Pétur Jónsson, löggiltur endurskoðandi. Önnur mál Seyrulosunin var til umræðu — þótti dýr og spurning hvort LS ætti hugsanlega að taka að sér þessa þjónustu í verktöku vegna góðra tekjumöguleika. Guðmundur formaður upplýsti að þar þyrfti lögbundið starfsleyfi og væri ekki góð hugmynd, Sveinn tók undir það. Óli Stefán vildi þakka fyrir vel unnin störf. Fleiri svo sem Guðmundur Arnórsson, Haraldur og Páll þökkuðu stjórn og framkvæmdastjóra einnig fyrir árvekni í hagsmunagæslu fyrir okkur sumarhúsaeigendur. Sveinn þakkaði fyrir hlý orð í okkar garð. Guðmundur formaður þakkaði fyrir málefnalegar umræur og hversu áhugasamir fundarmenn hefðu verið. Þáþakkaði Guðmundur traust sér sýnt. Fundi slitið kl 22. Fundarritari Margrét Jakobsdóttir. Fundarsetning Guðmundur Guðbjarnason formaður setti fundinn kl 20.00. Bauð hann fundarmenn og gesti fundarins velkomna. Harmaði hann sérlega lélega fundarsókn sem trúlega mætti að hluta til rekja til landsleiks handbotaliðs okkar á sama tíma. En löglega var til fundarins boðað svo haldið var áfram. Skipan fundarstjóra og fundarritara Sveinn Guðmundsson var skipaður fundarstjóri og Margrét Jakobsdóttir fundarritari. Gestir fundarins Öryggisfulltrúarnir Svanberg Hreinsson og Hilmar Guðlaugsson frá fyrirtæki sínu Besafe. Kynntu þeir öryggisgluggahlera sem þeir flytja inn. Eiga þeir að vera öruggasta þjófavörnin sem völ er á. Buðu þeir afsláttarkjör til félagasmanna. Þetta er nokkuð stór fjárfesting ca. kr 680 þús. á meðal bústað. Nánari upplýsingar á www.besafe.is. Fundargerð síðasta fundar Fundargerð aðalfundar 2011 er birt á heimasíðu sambandsins og í Sumarhúsahandbókinni 2011. Skýrsla stjórnar Guðmundur Guðbjarnarson formaður flutti skýrslu stjórnar: Helstu þættir hennar eru: 4 stjórnarfundir voru haldnir á árinu. Skrifstofan flutti að Síðumúla 27 um mitt ár og er hún opin 4 daga í viku þ.e. mánudaga til fimmtudaga milli kl. 9 og 12. Þá rakti hann hin ýmsu réttindamál og ágreiningsmál sem rekin eru fyrir félagsmenn fyrir úrskurðarnefnd frístundahúsamála. Sagði frá hversu þunglamaleg starfssemi úrskurðarnefndarinnar er. Beðið er með eftirvæntingu eftir niðurstöðu tuga mála en engin mál hafa verið úrskurðuð síðan í febrúar 2011. Hann ræddi um öryggisnúmerin og taldi að tímabært væri að ráðast í nýja herferð því mörg sumarhús eru án öryggisnúmera. Sorphirðan er enn til umræðu. Enn verið er að vinna að breytingu á lögunum í Umhverfisráðuneytinu sem sambandið styður. Sumarhúsahandbókin var að venju gefin út á árinu. Útgáfan var í höndum Juralis ehf. Ritstjóri og áb.m. Sveinn Guðmundsson. Félagsmannafjöldi: Aðildarfélögum fjölgaði um eitt — í 70 með 2845 félaga samtals. Einstaklingsaðild er 1418 eða alls 4263 félagsmenn í allt. Ársreikningar Landssambandsins Sveinn Guðmundsson framkvæmdastjóri fór yfir helstu tölur. Rekstrartekjur voru kr 7.242.100. Vaxtatekjur kr 2.614. Rekstrargjöld voru kr 9.746.622. Rekstrartap kr 2.501.908 Eigið fé kr 2.108.677. Orðið gefið laust

Aðalfundur 2011

Aðalfundur 2011 Fundur haldinn 25. maí 2011 að Skipholti 70, Reykjavík Fundarsetning Guðmundur Guðbjarnason formaður setti fundinn kl 20:10. Bauð hann fundarmenn og sérstakan gest fundarins velkomna til þessa 20. aðalfundar Landssambands sumarhúsaeigenda, en stofndagur þess var 27. okt. 1991 af frumkvöðlinum Kristjáni heitnum Jóhannssyni. Skipan fundarstjóra og fundarritara Ásgeir Guðmundsson var skipaður fundarstjóri og Margrét Jakobsdóttir fundarritari. Gestur fundarins Ragnheiður Davíðsdóttir fv. forvarnarfulltrúi hjá Vís og fv.lögreglukona sem rekur nú forvarnarfyrirtækið Tjónavarnir. Flutti hún áhugavert erindi um hinar ýmsu hættur sem geta beðið okkar og varnir við þeim. Vörn gegn innbrotum þar sem læst hlið væru helsta vörnin ásamt nágrannavörslu. Eldvarnir þar sem ódýrar lausnir eins og eldvarnarteppi, reykskynjarar í hverju herbergi og slökkvitæki og eins væri gott að hafa flóttaleið fyrirfram ákveðna. Vatnsskaðar eru algengir. Slys á börnum í bílum, fjallgöngum, sundstöðum – við akstur á torfæruhjólum – þar benti hún á þá staðreynd að til að aka slíku farartæki þyrfti ökuskírteini en dæmi eru um að börn fái að aka þeim í sumarhúsabyggðum. Hún benti á herta löggjöf við ölvunarakstri. Lausaganga hunda gæti verið hættulegt. Fundarstjóri þakkaði fyrir gott innlegg. Sveinn þakkaði sömuleiðis. Áréttaði um þjófnaðarvandamálið. Hann gat þess líka hvað varðar brunavarnir að nánast hvergi eru brunahanar í frístundabyggðum. Það stafar af því hversu vatnsbúskapurinn er lélegur á þessum svæðum. Fyrirspurn kom um hvort tryggingarfélögin veittu afslátt á iðgjöldum vegna forvarna. Ragnheiður kvað svo vera en upphæðirnar væru skammarlega lágar – við ættum í krafti sameiningamáttar að knýja á hækkun. Til upplýsíngar þá verða tjonavarnir.is inni á vefsíðu okkar. Formaður afhenti Ragnheiði að lokum fána félagsins á stöng í þakkarskyni. Fundargerð síðasta fundar Samþykkt að upplestur hennar væri óþarfur þar sem hún væri birt á heimasíðu LS. Skýrsla stjórnar Guðmundur Guðbjarnason las skýrslu stjórnar; helstu þættir hennar eru; Á árinu voru haldnir 5 stjórnarfundir. Skrifstofan er opin 4 daga í viku mánudag – fimmtudag frá 9 – 12. Þá fjallaði Guðmundur um að tveir úrskurðir voru kveðnir upp í nýrri nefnd Alþingis úrskurðarnefnd húsamála þar sem deilt var um leigusamninga. Guðmundur fór yfir meginefnið og niðurstöðuna. Þá ræddi Guðmundur aðkomu Landssamband sumarhúsaeigenda að kæru vegna sorphirðu og gámamálum sem voru leitt til lykta í Grímsnes og Grafningshreppi en ekki í Bláskógabyggð. Þá ræddi Guðmundur um seyrumál og skattamál vegna söluhagnaðar af sölu sumarhúsa. Ný heimasíða hefur litið dagsins ljós þar sem finna má ýmsar hagnýtar upplýsingar. www.sumarhus.is. Sumarhúsahandbókin var að venju gefin út á árinu. Útgáfan var í höndum Juralis ehf. Ritstjóri og ábyrgðarmaður var Sveinn Guðmundsson. Nokkur aukning hefur orðið á aðild að félaginu. Um áramót voru 69 félög í LS með 2.829 félagsmenn og aðauki 1523 með einstaklingsaðild eða samtals 4.352 félagsmenn. Nauðsynlegt er að vinna að fjölgun félagsmanna. Ársreikningar Landssambandsins Sveinn Guðmundsson framkv.stjóri fór yfir helstu tölur: Rekstrartekjur kr. 6.446.406, – Vaxtatekjur kr 31.808, – Rekstrargjöld kr. 8.073.810, – vaxtagjöld kr 2.875, – rekstrartap kr. 1.598.471, – eigið fé kr 4.610.585, Orðið laust um skýrslu stjórnar og reikninga LS Guðmundur Adólfsson var áægður að hafa fengið gámana aftur en skorar á fólk að hætta að misnota þá og setja trjáúrgang, viðhaldsúrgang og málningarfötur í gámana sem aðeins eru fyrir heimilissorp. Pétur Syðri Reykjum sagði þeirra gám farinn. Þar væru menn ánægðir með það og hyggjast flokka sitt sorp og flytja sjálfir burt. Dagfinnur Jóhannsson Stekkjarlundi Miðfellslandi sagði sögu af vandræðum með rafmagnshlið. Lögregla hefði verið kvödd til og kom hún skjótt en komst ekki inn um hliðið það var læst. Eins gæti komið fyrir um aðkomu sjúkra – og slökkvibíla. Páll Hilmarsson rafeindavirki kvaddi sér hljóðs og sagði að þetta ætti ekki að vera vandamál ef hliðin eru rétt uppsett því símanúmer allra þessara öryggisaðila eiga að vera sett inní hugbúnað hlíðsins. Eðlilegast taldi hann að 112 veitti þá þjónustu að opna fyrir alla þessa aðila. Reikningar LS og skýrsla stjórnar borin undir atkvæði Samþykktir einróma. Ákvörðun árgjalds Tillaga að hækka árgjald einstaklinga úr kr 2.750, – í kr. 3.300,- Fyrir félögin fyrir hvern félaga úr kr. 1.000, – í kr 1.300, – . Sveinn Guðmundsson framkv. stj. rökstuddi þörfina fyrir að hækka félagsgjöldin og benti á að sambandiðvar rekið með 1.6 millj. króna halla á síðast ári sem stafaði af hækkun skrifstofukostnaðar og lýsti álaginu sem væri á skrifstofuna. Hann sagði reyndar að þessi hækkun dyggði ekki til. Páll Jónsson kom með tillögu um að hækka aðild félaga í félögum í kr 1.500, – því ekki væri hægt að reka félag með tapi. Margir formenn félaga tjáðu sig um málið. Kváðust vera búnir að halda sína aðalfundi þar sem kynnt hefð i verið árgjald uppá kr 1000, – og treystu sér ekki til að kynna slíka hækkun töldu betra að hækkun færi fram í áföngum. Var fyrri tillaga samþykkt samhljóða. Skýrsla laganefndar  Engar lagabreytingar liggja fyrir. Kosning stjórnar Guðmundur Guðbjarnason gaf kost á sér til endurkjörs til formanns. Samþykkt með lófataki. Ægir Frímannsson og Margrét Jakobsdóttir áttu að ganga út en gáfu kost á sér til endurkjörs til 2ja ára. Samþykkt með lófataki. Ágúst Guðmundsdótir og Hjördís Bára Sigurðardóttir voru kosnar til 2ja ára á síðast ári en hættu af persónulegum ástæðum. Í þeirra stað voru kosnar þær. Sigún Jónsdóttir og Guðrún Nikulásdóttir. Varamenn: Björn Friðfinnsson, Einar M Nikulásson og Ásgeir Guðmundsson. Endurskoðandi Pétur Jónsson löggiltur endurskoðandi. Guðmundur Guðbjarnason formaður sæmdi Margréti Jakobsdóttur gullmerki LS fyri 10 ára setu í stjórn. Önnur mál Sigurður í Svanabyggð formaður til 14 ára. Taldi hann eins og aðrir læst hlið eða rafmagnshlið nauðsynleg. Hann sagði að menn frá Securitas hyggðust mæta á aðalfund hjá þeim til kynningar. Hann hafði áhyggjur að atvinnustarfsemi í frístundabyggð. Dæmi væri um vinnustofur og fræðslunámskeið. Hann spurði um heimild til útleigu á sumarhúsum. Líka um heimild til að hafa lögheimili í sumarhúsi. Sveinn svaraði að lögin frá 2008 segðu að frístundabyggð sé ekki atvinnubyggð það væri þá blönduð byggð ef svo væri. Um lögheimili er þannig tekið á í lögunum að í undantekningartilfellum ef slíkt er heimilað þá erfist það ekki. Um útleigu á sumarhúsum sagði hann að ekki væri hægt að banna það vegna eignaréttarákvæða. Þá benti Sveinn á þá staðreynd að við frístundahúsaeigendur höldum uppi sveitarfélögunum með fasteignagjöldum okkar og auka þjónustugjöldum – seyrugjaldi o.fl. og fáum litla sem enga þjónustu

Aðalfundur 2010

Aðalfundur 2010 Fundur haldinn 28. apríl 2010 Skipholti 70, Reykjavík Fundarsetning Guðmundur Guðbjarnason formaður Landssambands sumarhúsaeigenda setti fundinn klukkan 20.07 og bauð fundarmenn velkomna þá sérstaklega gest fundarins. Skipan fundarstjóra og fundarritara Björn Friðfinnsson var skipaður fundarstjóri og Katrín Steinsdóttir fundarritari. Gestur fundarins Sigríður Kristjánsdóttir deildarstjóri Umhverfisstofnunar rakti starf stofnunarinnar varðandi sorphirðumál, stofnunin gefur út leyfi fyrir móttökustöðvar og förgunarstöðvar. Hún fór yfir skyldur sveitarfélaga varðandi úrgang, en sveitarstjórnir bera ábyrgð á söfnun og förgun á sorpi skv. reglugerð um söfnun og förgun á sorpi. Sveitarstjórnum er heimilt að setja upp sorpílát sem gagnast mörgum, en í sumarhúsabyggð þar sem fleiri en 20 hús eru í hverfi skal söfnunarstaður vera í nánd við sumarhúsahverfin. Sveitarstjórnir hafa heimild til gjaldtöku v/sorphirðu, en gjaldið má ekki vera hærra en sannanlegur kostnaður sveitarfélagsins er við sorphirðuna. Hvergi er heimilt að urða sorp án þess að greiða fyrir urðunina. Mál v/sorphirðu er hægt að kæra til úrskurðarnefndar, en nefndin kemur saman tvisvar á ári, vitað er um eitt mál v/sumarhúsabyggðar sem búið er að kæra, en ekki er búið að úrskurða í því máli. Sigríður svaraði fyrirspurnum m.a. um hvort engar reglur séu um opnunartíma söfnunarstaða, hún segir að lögin kveði á um að aðgangur að söfnunarstöðvum skuli vera greiður, bent var á að gámar eða söfnunarstövar í Bláskógabyggð og Grímsneshreppi séu opnar í 2 – 4 tíma á sólarhring og svo skammur opnunartími leiði til þess að fók hendi rusli í kring um stöðvarnar. Bent var á að umhverfisráðherra hafi samþykkt fyrirkomulag og gjaldskrá fyrir nýja söfnunarstöð í Bláskógabyggð. Fram kom að í Þingvallasveit er enginn sorpgámur að vetrarlagi. Umræður urðu um urðunarvandamál á Suðurlandi, Sigríður segir að verið sé að leita nýrra leiða um urðun sorps á því svæði, hún bendir á að strangar reglur séu um urðun á sorpi. Sveinn Guðmundsson bendir á skyldu sveitarfélaga til að hafa sorpstöð í nánd við sumarhúsahverfi með yfir 20 húsum, spurning er hvað átt er við með nánd, er það t.d. innan 10 kílómetra fjarlægðar? Umræður urðu um sorphirðu og urðunargjald, hvort verið væri að rukka tvöfalt, bæði sorphirðugjald og síðan urðunargjald. Fundargerð síðasta aðalfundar Fundargerð síðasta aðalfundar er birt á vef Landssambandsins og í sumarhúsahandbókinni sem kom út á síðasta ári. Skýrsla stjórnar Guðmundur Guðbjarnason las skýrslu stjórnar, skýrslan í heild sinni er birt í sumarhúsahandbókinni. Ársreikningar Landssambandsins Sveinn Guðmundsson fór yfir helstu tölur í reikningum sambandsins, en rekstrartekjur voru kr.6.357.388, – vaxtatekjur voru kr.302.582, – rekstrargjöld voru kr.6.113.071, – vaxtagjöld voru kr.32.562, – , rekstrarhagnaður var kr.514.337, – eigið fé 31.12.2009 er kr.6.209.056. Umræður um skýrslu stjórnar og ársreikninga Gunnar Már Magnússon benti á að lögin væru um frístundahús, en á fána Landssambandsins stendur Landssamband sumarhúsaeigenda og hvort rétt væri að breyta nafninu, Guðmundur Guðbjarnason og Sveinn Guðmundsson telja eldra nafið bæði þjált og gott og sjá ekki ástæðu til breytinga. Guðmundur Bjarnason spurði hverning stjórnir félaga ættu að hlutast til um þinglýsingu á samþykktum frístundahúsafélaga, Sveinn Guðmundsson segir að þetta sé alveg skýrt í lögunum, en misbrestur hafi verið á því hverning sýslumannsembættin taka á málinu, en sum félög hafa fengið samþykktum þinglýst án vandamála. Guðmundur Guðbjarnason vill að dómsmálaráðuneytið móti ferli hjá Sýslumönnum v/þinglýsinga á samþykktum frístundafélaga. Kristján Guðmundsson spurði um kostnað við þinglýsingu, Sveinn Guðmundsson segir þetta ekki vera háa upphæð. Páll Jónsson þakkar stjórn og framkvæmdastjóra fyrir vel unnin störf í þágu félagsmanna. Reikningar landssambandsins bornir upp til samþykktar Ársreikningar Landssambandsins voru samþykktir samhljóða. Skýrsla laganefndar Engar lagabreytingar liggja fyrir. Kosning stjórnar Guðmundur Guðbjarnason var kosinn formaður, Margrét Jakobsdóttir og Ægir Frímannsson voru á síðasta ári kosin til tveggja ára í stjórn, en Magnús Pétursson og Katrín Steinsdóttir gáfu ekki kost á sér til end urkjörs, Ágústa Guðmundsdóttir frá félagi við Langá og Hjördís Bára Sigurðardóttir frá félagi á Efri Reykjum voru kosnar í stjórn til tveggja ára. Í varastjórn voru kosnir, Ásgeir Guðmundsson, Einar M.Nikulásson og Björn Friðfinnsson. Pétur Jónsson löggiltur endurskoðandi var kosin endurskoðandi. Önnur mál Páll Hilmarsson úr Ásgarðslandi dreifði upplýsingum um öryggismyndavél sem hann er að flytja inn og selja. Vélin án skynjara kostar kr. 58.600, – en ýmsir möguleikar eru á notkun vélarinnar, allir skynjarar eru þráðlausir. Páll hefur áhuga á að koma á fundi hjá félögum til að kynna þessa vél. Algengt verð með lágmarksbúnaði fyrir frístundahús er kr. 75.000, – þessi vél hefur verið í sölu í eitt ár og telur hann reynslu hennar vera góða. Steingrímur Sigurjónsson kynnti borða sem dregur í sig dagsbirtu og lýsir alla nóttina, hann segir þennann borða koma í stað sparperu og að hann nýtist vel til að merkja flóttaleiðir ef yfirgefa þarf hús í skyndi. Karl Njálsson sagði frá vandamáli í Grafningshreppi varðandi framlengingu á leigusamningi, en þar eru þrjár leiðir í boði, flytja húsið í burtu, selja húsið á niðurrifsverði eða kaupa lóðina á 10 milljónir. Sveinn Guðmundsson segir að á þessum málum sé tekið í frístundahúsalögunum og því eigi þau ekki að koma upp. Guðmundur Guðbjarnason formaður þakkaði traustið í embætti formanns Landsambandsins, hann bauð nýja stjórnarmenn velkomna til starfa og þakkaði Magnúsi Péturssyni og Katrínu Steinsdóttir fyrir þeirra störf, en Magnús hefur verið í stjórninni í tvö ár og Katrín í 4 ár. Katrínu Steinsdóttur var veitt viðurkenningarskjal og gullmerki Landssambandsins en Magnúsi Péturssyni, veitt viðukenningaskjal og silfurmerki Landssambandssins. Magnús Pétursson benti á nauðsyn þess að sem flestir frístundahúsaeigendur væru í Landssambandinu. Sveinn Guðmundsson sagði frá kærumáli v/sorphirðumála í Bláskógabyggð og Grímsneshreppi, félög í þessum sveitarfélögum stæðu sameiginlega að kærunni, hún var lögð fram í október 2009. Búið er að setja upp tvær móttökustöðvar með misjöfnum opnunartíma, Sveinn las síðan upp úr reglugerð um sorphirðumál, en þar segir að sveitarstjórn skal setja upp sorphirðuílát í nánd sumarhúsahverfi“. Mótmælt er að ekki skuli farið eftir lögum og reglum um staðsetningu sorpíláta. Kærunefndin hefur marglofað að þessu kærumáli sé alveg að ljúka og niðurstöðu að vænta, en hún er sem sagt ekki ennþá komin. Ljóst er að mikil óánægja er með þessi mál. Rætt var um kostnað við losun rotþróa, en gjald v/losunar rotþróa er sagt hátt m.a. vegna þess tíma sem fer í að leita að rotþróm. Umræður urðu um hvað frístundahúsaeigendur eigi að fá fyrir fasteignagjöldin, en þau eru skattgjald

Aðalfundur 2009

Aðalfundur 2009 Fundur haldinn 4. mars 2009 Skipholti 70, Reykjavík Fundarsetning Guðmundur Guðbjarnason formaður Landssambands sumarhúsaeigenda setti fundinn klukkan 20:06 og bauð fundarmenn velkomna þá sérstaklega gesti fundarins. Skipan fundarstjóra og fundarritara Sveinn Geir Sigurjónsson var skipaður fundarstjóri og Katrín Steinsdóttir fundarritari. Gestir fundarins Guðríður Helgadóttir forstöðumaður hjá Landbúnaðarháskóla Íslands, kynnti námskeið sem í boði eru m.a. í ræktun, hún er staðsett á Reykjum í Ölfusi. Námskeiðin eru haldin víða um land, t.d. á Reykjum í Ölfusi, Hvanneyri, Akureyri og Egilsstöum. Guðríður hvatti fundarmenn til að kynna sér þau námskeið sem í boði eru, benti hún á heimasíðu Landssambands sumarhúsaeigenda þar er leið inn á vef Landbúnaðarháskóla Íslands. WWW.LBHI.IS/NAMSKEID. Atli Björn Bragason frá Cleverness – home, kynnti fyrirtækið sem leigir út sumarhús til erlendra ferðamanna. Hann benti fundarmönnum á þann möguleika að leigja sumarhúsin sín, þegar eigendur eru ekki að nota þau, en mest er spurt eftir húsum í Grímsnesi, Biskupstungum og fleiri stöðum fyrir austan fjall, helst að húsin séu í um 1 klst. akstursfjarlægð frá Reykjavík. Atli benti fundarmönnum á heimasíðu fyrirtækisins, en bent er á hana t.d. hjá Icelandair og fleiri stórum aðilum í ferðaþjónustu. Leigan fyrir húsin er greidd 1. næsta mánaðar eftir að húsið hefur verið í útleigu. Vilji fundarmenn leigja húsin sín í gegn hjá Atla þa er gsm síminn 8981133. Fundargerð síðasta aðalfundar Fundargerð síðasta aðalfundar er birt á vef Landssambandsins og í sumarhúsahandbókinni sem kom út á síðasta ári. Fundargerðin er staðfest af ritara fundarins og fundarstjóra skv. 9. gr. samþykkta sambandsins. Skýrsla stjórnar Guðmundur Guðbjarnason las skýrslu stjórnar, helstu þættir í henni eru: Á árinu voru haldnir 4 stjórnarfundir, mikil vinna var unnin á árinu við lagafrumvarpið um frístundabyggð, mikið álag hefur verið á skrifstofu Landssambandsins og núna eru rekin 11 mál fyrir héraðsdómi og 4 mál fyrir hæstarétti fyrir félagsmenn Landssambandsins. Sumarhúsahandbókin var að venju gefin út og sá Juralis ehf um útgáfuna, ritstjóri og ábyrgðarmaður var Sveinn Guðmundsson. Í handbókinni voru hin nýju lög um frístundabyggð, en það hefur til margra ára veriðbaráttumál Landssambandsins að fá lagaumhverfi fyrir sumarhúsaeigendur. 59 sumarhúsafélög eru í Landssambandinu með 2.180 félagsmenn auk 1.666 einstaklinga, alls eru félagsmenn 3.846, fækkun hefur orðið á milli ára og er hún í einstaklingsaðildinni. Vinna er í gangi við öflun nýrra félaga í Landssambandið. Ársreikningar Landssambandsins Sveinn Guðmundsson fór yfir helstu tölur í reikningum sambandsins, en rekstrartekjur voru kr. 5.685.173, – vaxtatekjur voru kr. 623.591, – rekstrar gjöld voru kr. 6.613.151, – vaxtagjöld voru kr. 62.357. Rekstrartap var því kr. 366.744, – eigið fé 31.12.2008 er kr. 5.709.281. Fyrirspurnir um skýrslu stjórnar og ársreikninga Albert Már Steingrímsson formaður félags í Vaðneslandi spurði um fækkun félaga og hvort hægt sé að skylda öll sumarhúsafélög til að vera í Landssambandi sumarhúsaeigenda. Albert Már spurði einnig um útgáfu á sumarhúsahandbókinni, hvort hún væri gefin út af verktaka. Sveinn Guðmundsson sagði að því miður væri ekki hægt að skylda félög in til að vera í Landssambandinu, Sveinn sagði mörg mál vera í gangi varðandi fjölgun félaga. Sveinn sagði að sumarhúsahandbókin væri gefin út af verktaka, en sá sem hefur gefið hana út 2 síðast liðin ár, treysti sér ekki til að bera ábyrgð á útgáfunni v/vandamála við auglýsingaöflun. Einar Sveinbjörnsson frá Munaðarnesi segir að þar séu 90 af 100 félagsmönnum í Landssambandinu, hann spyr um samráðshóp við samband Íslenskra sveitarfélaga og um innheimtu fasteignagjalda. Sveinn Guðmundsson sagði frá starfi samstarfshópsins og sagði hann hafa lokið störfum síðastliðið vor, við setningu laga um frístundabyggð. Sveinn benti á hækkun fasteignagjalda um 0,65% , jafnframt benti hann á að í lögum um frístundabyggð sé heimild til að óska eftir fundum m/sveitarstjórn. Ásgeir Guðmundsson ræddi um fasteignagjaldaprósentu sem er misjöfn á milli sveitarfélaga, hann sagði frá fundum í samráðshópnum, en Ásgeir var í honum. Hallgrímur Jónsson sem líka var í samráðshópnum telur að fasteignamat sumarhúsa sé of hátt, þ.e. hafi ekki lækkað í samræmi við lækkun á verði sumarhúsa. Pétur Maack spurði um samþykktir fyrir félög, þau verða rædd í liðnum önnur mál. Hilmar Ingólfsson þakkaði Sveini Guðmundssyni og Guðmundi Guðbjarnasyni fyrir þeirra þátt í að lög um frístundabyggð urðu að veruleika. Hendrik Jafetsson spurði um hækkun á þjónustugjöldum, hvort sveitarstjórnir þurfi ekki að rökstyðja hækkanir. Guðmundur Guðbjarnason sagði að sveitarstjórnir megi ekki hafa tekjur af þeirri þjónustu sem innheimt er fyrir t.d. sorphirðu. Sé hækkun á t.d. sorphirðu þarf að koma fram ný gjaldskrá. Rætt var um staðsetningu sorpgáma, en í sumum sveitarfélögum er talið að sumarhúsafólk komi með rusl með sér að heiman og hendi því í sveitinni. Hendrik spurði um deilur á milli landeigenda og lóðarhafa t.d. um lagningu vega. Lagning vega og kostnaður við það ræðst af því hvað í lóðarleigusamningum stendur. Sverrir Davíð Hauksson frá Eyrarskógi og Hróðsbrekku spyr um hvaða mál séu í gangi hjá Landssambandinu og hvort ekki megi upplýsa félagsmenn um hvaða mál eru í vinnslu, m.a. til að fleiri félög geti sameinast um mál, en mörg sömu málin koma upp í fleiri en einu félagi. Sveinn Guðmundsson sagði að öll þau mál sem eru núna í vinnslu snúi að eignarrétti. Sverrir Davíð benti aftur á vandamál v/landeigendur m.a. um vegi, girðingar og vatnsveitur, en oft koma upp mál þar sem ágreiningur er um þessi mál og túlkun þeirra. Reikningar landssambandsins bornir upp til samþykktar Reikningarnir samþykktir samhljóða. Lagabreytingar Engar lagabreytingar liggja fyrir. Ákvörðun um árgjald Árgjald var samþykkt kr. 2.750, – fyrir einstaklinga og kr. 1.000, – fyrir félögin á hvern félaga. Pétur Maack spurði um fjölgun félaga, Sveinn Guðmundsson sagði að Guðmundur Guðbjarnason væri búinn að vinna mikið í því að finna upplýsingar um þau sumarhúsafélég sem ekki eru í Landssambandinu. Albert Már Steingrímsson spurði hvort framkvæmdastjóri Landssambandsins geti komið á aðalfundi félaga. Sveinn Guðmundsson fer á fundi margra félaga til aðstoðar og jafnframt til að leita nýrra félaga, Sveinn vonast til að nokkur ný félög bætist við núna fljótlega. Pétur Jónsson þakkaði stjórn Landssambandsins fyrir vel unnin störf í þágu félagsmanna. Kosning stjórnar Guðmundur Guðbjarnason var kosinn formaður, Margrét Jakobsdóttir og Ægir Frímannsson voru kosin meðstjórnendur en Magnús Pétursson og Katrín Steinsdóttir voru á síasta ári kosin til tveggja ára í stjórn. Í varastjórn voru kosnir, Ásgeir Guðmundsson, Einar M. Nikulásson og Björn Friðfinnsson. Pétur Jónsson löggiltur endurskoðandi var kosin endurskoðandi. Önnur mál Guðmundur Guðbjarnason formaður þakkaði traustið í embætti formanns

Aðalfundur 2008

Aðalfundur 2008 Fundur haldinn í Reykjavík 2008 Fundarsetning Ásgeir Guðmundsson formaður Landssambands sumarhúsaeigenda setti fundinn klukkan 20.08 og bauð fundarmenn velkomna þá sérstaklega gest fundarins, Helga Áss Grétarsson. Skipan fundarstjóra og fundarritara Sveinn Geir Sigurjónsson var skipaður fundarstjóri og Katrín Steinsdóttir fundarritari. Gestur fundarins Helgi Áss Grétarsson lögfræðingur hjá lagastofnun Háskóla Íslands fór yfir meginatriði lagafrumvarps um frístundabyggð, en það liggur fyrir Alþingi. Helgi Áss og Eyvindur Gunnarsson yfirfóru frumvarpið síðastliðið haust, þá bættu þeir ýmsu inn í frumvarpsdrögin til hagsbóta fyrir leigutaka, m.a. að við leigulok þá öðlist leigutakinn áframhaldandi leigurétt og að þetta ákvæði verði afturvirkt varðandi þá leigusamninga sem eru í gildi þegar lögin verða samþykkt. Lagastofnun telur að um sé að ræða það mikla hagsmuni fyrir leigutaka að stætt sé á kröfu um forleigurétt og að eðlilegt sé að á móti komi hækkun á leigugjaldi við framlengingu leigusamninga. Helgi telur ýmsar breytingar í þjóðfélaginu á síðastliðnum 20 – 25 árum hafa orðið til þess að ennþá meiri nauðsyn sé á lagasetningu varðandi frístundabyggð. Sveinn Guðmundsson framkvæmdastjóri Landssambands sumarhúsaeigenda spurði um félagafrelsi varðandi sumarhúsafélög, Helgi telur að það séu það margir hlutir og mörg verkefni sameiginleg á sumarhúsasvæðum að skylduaðild sé jafn réttmæt þar og í fjöleignahúsum. Árni Þór Árnason frá Vaðnesi, spurði hvar frumvarpið væri statt, Sveinn Guðmundsson sagði frumvarpið vera hjá félags- og trygginganefnd Alþingis.Sveinn vonar að frumvarpið fari í gegn á þessu vorþingi, en með einhverjum breytingum. Sverrir DavíðHauksson frá Eyrarskógi sagði að stjórn hans félags hefði átt fund með frumvarpsnefndinni í síðustu viku, þar kom fram að skiptar skoðanir eru meðal þingmanna um frumvarpið. Pálmi Hrafnkelsson frá Oddsholti spurði um réttarstöðu sumarhúsaeigenda gagnvart sveitarstjórnum, Helgi Áss telur að sveitarstjónarmenn hafi ekki áhuga fyrir auknum rétti sumarhúsaeigenda. Árni Þór Árnason spurði hvort það væri rétt að sumarhúsaeigendur hefðu engan rétt gagnvart sveitarstjórnum, Helgi Áss sagði svo vera án lögheimilis í sveitarfélögum er fólk rétt lítið. Ásgeir Guðmundsson færði Helga Áss þakkargjöf fyrir hans framlag til fundarins. Fundargerð síðasta aðalfundar Fundarstjóri lagði til að fundargerð síðasta aðalfundar yrði ekki lesin, enda er hún í sumarhúsahandbókinni sem kom út á síðasta ári, samþykkt var að lesa hana ekki. Skýrsla stjórnar Ásgeir Guðmundsson las skýrslu stjórnar: Skýrsla stjórnar LS fyrir árið 2007 Stjórnin var skipuð eftirtöldum aðilum fyrir árið 2007. Stjórn: Ásgeir Guðmundsson, formaður Sveinn Geir Sigurjónsson, varaformaður Guðmundur Guðbjarnason, ritari Margrét Jakobsdóttir, gjaldkeri Ægir Frímansson, meðstjórnandi. Varastjórn: Björn Friðfinnsson, Einar M. Nikulásson og Katrín Steinsdóttir. Endurskoðandi: Pétur Jónsson. Framkvæmdastjóri: Sveinn Guðmundsson. Skrifstofustjóri: Aðalheiður Valdimarsdóttir. Skrifstofan: Skrifstofan er að Suðurlandsbraut 30 og er opið nú vikulega mánudaga til fimmtudaga 09 – 12. Þannig aukið hefur verið við opnunartíma frá fyrra ári, en þá var opið mánudaga til miðvikudaga 09 – 12. Álag á skrifstofuna hefur aukist jafnt og þétt síðustu ár. Skrifstofan hefur afgreitt fjölda mála fyrir félagsmenn og aukning er jöfn og þétt. Framkvæmdastjóri sambandssins hefur sótt fjölmarga fundi m eð félögum innan LS. Haldnir voru 5 stjórnarfundir í árinu, auk fjölda annarra funda þar sem stjórnarmenn og/eða framkvæmdastjóri LS sátu. Útgáfumál: Sumarhúsahandbókin var gefin út á árinu. Í ritinu var komið inn á mörg mál er tengist frístundabyggðinni. – Frumvarp til laga um frístundabyggðina kynnt. – Samstarf sveitarfélaga og sumarhúsaeigenda. – Eldvarnir. – Heitir pottar. – Þróun opinberra gjalda af sumarhúsi. – Og margt fleira. Skrifstofa LS sá um ritstjórn og efnisöflun og í ritstjórn sat f.h. LS Sveinn Guðmundsson, framkvæmdastjóri. Fyrir liggur nú undirbúningur að útgáfu Sumarhúsahandbókarinnar 2008 sem kemur út í júní n.k. LS leggur áherslu á að bókin verði vettvangur sambandssins til að koma fræðslu og upplýsingum á framfæri við sumarhúsaeigendur og eru félagsmenn hvattir til að skrifa greinar í bókina. Frumvarp til laga frístundabyggð Til upprifjunar þá skilaði starfshópur á vegum félagsmálaráðuneytisins af sér frumvarpi til laga um réttindi og skyldur eigenda og leigjenda lóða í skipulagðri frístundabyggð þann 28. febrúar 2007. Starfshópurinn taldi að þegar litið væri til framtíðar þá leiddi samþykkt frumvarpsins til þess að draga muni úr ágreiningi sem ríkir víða í frístundabyggðum Um afdrif frumvarpsins þarf ekki að ræða frekar, stutt var til þingloka vegna væntanlegra kosninga og málið dagaði uppi. Félagsmálaráðuneytið tók málið föstum tökum og í meðförum þess tók frumvarpið miklum breytingum til hins góða fyrir frístundabyggðina. T.a.m. er framleiga og framsal leiguréttinda á lóð undir frístundahús heimil án samþykkis leigusala. Leigutaki skal þó tilkynna leigusala um framleigu lóðarleiguréttinda til lengri tíma en eins árs eða framsal lóðarleiguréttinda innan fjögurra vikna frá slíkum aðilaskiptum. Veðsetning lóðarleiguréttinda er heimil án samþykkis leigusala. Þetta ákvæði í lögunum er til samræmis við lög og reglur um samningsveð. Reynt er að tryggja lóðarleiguhafa framlengingu á leigusamning að leigutíma loknum með ákveðnum hætti. Í frumvarpinu er mælt fyrir um rétt leigutaka til að framlengja leigusamning sem er að renna út. Eðli málsins samkvæmt þarf að gæta að hagsmunum beggja aðila, ekki síst vegna þess að lögin munu gilda um þá samninga sem voru gerðir fyrir gildistöku laganna og eru í gildi þegar lögin koma til framkvæmda. Það er forsenda frumvarpsins að hægt sé að bæta réttarstöðu þeirra fjölmörgu lóðarleigutaka sem nú hafa gilda samninga sem eru að renna út innan skamms. Fáar leiðir eru færar í þeim efnum en að leigutaki hafi ótvíræðan rétt til að framlengja leigusamning eða rétt til að leysa lóðina til sín. Frumvarpið eins og það lítur út í dag er ótvírætt mjög hagkvæmt fyrir frístundabyggðina og lóðaleigutaka, en það vekur athygli hvað fáir aðilar hafa stutt frumvarpið. Einungis eitt sumarhúsahúsfélag sendi inn stuðningsyfirlýsingu til félags – og tryggingamálanefndar Alþingis auk LS, Byggðastofnun og Félagi eldri borgara í Reykjavík. Stuðningsaðilar lýstu því yfir að lagasetningin yrði mikil réttarbót fyrir leigutaka. Hins vegar sendu fjölmargir inn mótmæli við frumvarpið og töldu m.a. að ráðstöfunaréttur landeigenda væri mjög takmarkaður, þ.e. að leigutaki eiga rétt á 25 ára framleigu og það verði ekki fyrr en 10 árum eftir það sem landeigandi geti krafið leigutaka um kaup á landinu. Þá hafa gagnaðilar bent á að ekki væri tækt að setja lög með afturvirkum hætti. LS hefur bent á að efnið varði almannahagsmuni en gagnaðilar telja svo ekki vera. Þá hafa mótmæli einnig beinst að því að félagafrelsi séu vari n af stjórnarskránni þannig að ekki verði hægt að setja lög sem bindi menn í félag. Þingefndin

Aðalfundur 2007

Aðalfundur LS 2007 Fundur haldinn 28. mars 2007 Skipholti 70, Reykjavík Aðalfundur Landssambands sumarhúsaeigenda var haldinn miðvikudaginn 28. mars 2007 að Skipholti 70, Reykjavík. Var það 17. aðalfundur sambandsins. Formaður setti fund kl. 20:00 og bauð fundarmenn velkomna. Fundarstjóri var kosinn Björn Friðfinnsson og fundarritari Guðmundur Guðbjarnason. Áður en gengið v ar til dagsskrár kynnti fundarstjóri gestafyrirlesara, Gylfi Kristinsson, skrifstofustjóra í félagsmálráðuneytinu og formann starfshóps, sem félagsmálaráðherra skipaði 21. júlí 2007 til að fjalla um réttarstöðu eigenda og íbúa frístundahúsa. Flutti Gylfi erindi um störf þessa starfshóp. Kynnti hann frumvarp að lögum um réttindi og skyldur eigenda og leigjenda lóða í skipulagðri frístundabyggð sem starfshópurinn hafði komið sér saman um. Í máli hans kom fram að þetta væri þriðji starfshópurinn sem skipaður hefði verið til að fjalla um þessi mál, sá fyrsti var skipaður 1993 sem lagði fram tillögur á árinu 1994, sem ekki náðu fram að ganga. Annar hópur var skipaður á árinu 1996 en eini árangur þess hóps var að útreikningur stofnverðs sumarbústaða til álagningar fasteignagjalda var breytt sem leiddi til lækkunar fasteignagjalda. Gylfi sagði að starfssvið hópsins hafi verið að fara yfir lög og reglugerðir sem gilda um þetta málefni og gera tillögur um nauðsynlegar breytingar ef þörf krefði og kanna hvort þörf væri á að semja heilstæða löggjöf um frístundahús og réttarstöðu eigenda og íbúa slíkra húsa þar með talið samskipti sveitarfélaga og sumarhúsaeigenda, réttur sumarhúsaeigenda gagnvart landeigendum, skipulagi þjónustu á vegum opinberra aðila og öryggi þeirra sem dvelja í frístundahúsum. Starfshópurinn hófst handa 7. september og hélt 23 fundi og lauk störfum 27. febrúar með því að leggja fyrir félagsmálráðherra frumvarp. Vegna komandi Alþingiskosninga var þinghald í styttra lagi og vannst ekki tími til að leggja það fyrir Alþingi í vor eins og til stóð í upphafi. Í starfhópnum voru fulltrúar frá fjórum ráðuneytum, félagsmálaráðuneytinu, landbúnaðarráðuneytinu, umhverfismálaráðuneytinu og dóms – og kirkjumálaráðuneytinu, auk þriggja fulltrúa frá Bændasamtökum Íslands, Sambandi íslenskra sveitarfélaga og Landssambandi sumarhúsaeigenda. Meginatriði í vinnu starfshópsins voru eftirfarandi: 1. Að tiltekin lágmarksákvæði væru í samningum um kaup á lóðum á skipulögðu svæði fyrir frístundabyggð. 2. Að samningar um leigu á lóð á skipulögðu svæði fyrir frístundabyggð skuli uppfylla lámarksskilyrði, þ.á.m. um forgang til áframhaldandi leigu og endurskoðun á leigufjárhæð eða forkaupsréttar við sölu og skal samningi þinglýst. 3. Uppsagnarfrestur ótímabundinna leigusamninga á lóðum væri lögbundinn tvö ár. 4. Skylt væri að stofna félag sem fjallar um sameiginleg hagsmunamál í skipulagðri frístundabyggð. 5. Ágreinisefni sem rísa vegna tiltekinna ákvæða laganna verði heimilt að vísa til kærunefndar. 6. Í lögunum væri tilmæli til sveitarstjórnar um samráð við svæðisfélög í frístundabyggð. Í máli Gylfa kom fram að mikill skoðanamunur hafi verið hjá einstökum fulltrúum í starfshópnum en allir hefðu þeir lagt síg fram um að ná samstöðu um tillögur að lagafrumvarpi. Mikilvægt væri að skapa hliðstæða réttarstöðu milli aðila í frístundabyggð og væri í fjölbýli með því að mynda vettvang fyrir sameiginleg hagsmunamál með skyldubundinni félagsaðild sem hefði vald til að framkvæma og innheimta fyrir sameiginlegum útgjöldum á félagssvæðinu og til úrlausnar ágreinisefna milli félagsmanna. Einnig að lögbinda gerð og innihald leigusamninga milli leigutaka og landeiganda svo og varðandi sölusamninga á landi og um samskipi íbúa í frístundabyggð og viðkomandi sveitarfélags. Mikil umræða hefði farið fram innan hópsins um hvort 4. gr. frumvarpsins ætti að ná til þegar gerðra leigusamninga. En 4. gr. fjallar um m.a. um leigusamning, þ.á m. um endurskoðun leigu við lok leigutíma og hvort forgangur verði á áframhaldandi leigu og endurskoðun leigugjalds og varðandi forkaupsrétt við sölu landsins í lok leigutíma. Starfshópurinn ræddi með hvaða hætti væri unnt að jafna samningsstöðu aðila sem væru með gilda leigusamninga þannig að sanngjörn niðurstaða fáist sem samræmdist ákvæðum stjórnarskrárinnar um friðhelgi eignarréttarins og frelsi til að gera samninga af frjálsum og fúsum vilja. Taldi hópurinn öll tormerki á því að leysa þennan ágreining með setningu afturvirkra laga. Helst kæmi til álita í þessu sambandi að aðilar skjóti ágreiningsefni um endurleigu til dómstóla á grundve lli 36. gr. samningalaga sem heimilar að víkja til hliðar efni samninga ef það yrði talið ósanngjarnt góðri viðskiptavenju. Annað ágreinisefni var um samráð sveitarfélaga og svæðisfélaga. Stofnuð hafði verið nefnd í sitja fulltrúar Sambands íslenskra sveitarfélaga og Landssambandsins sem ætlað er það hlutverk að koma á reglubundu samráði við félagasambönd frístundahúsaeigenda um þjónustu þeirra við byggðina og önnur sameiginleg framfaramál en engin niðurstaða fengist. Niðurstaða starfshópsins var að leggja til sem málamiðlun að setja það stefnumarkandi ákvæði í frumvarpið um samráð sveitarstjórar við félög í frístundabyggð. Gylfi taldi að frumvarp væri skref í rétta átt sem mundi ryðja brautina og síðar mætti bæta að fenginni reynslu. Ýmislegt væri óunnið af hendi sveitarstjórnar m.a. að ákveða landnýtingu, um öryggismál, þ.m.t. brunamál og snjóflóðavarnir. Frumvarpið verði nú sent hagsmunaaðilum til umsagnar og birt á heimasíðu félagsmálaráðuneytisins og stefnt að því að það verði lagt fram á Alþingi í haust. Nokkrar fyrirspurnir komu frá fundarmönnum. M.a. hvort svæðisfélög gætu fengið forkaupsrétt að leigusamningum sem væru að renna út, um tvískipt lögheimili, um gerðardóm ef ekki semdist milli leigutaka og landeiganda og afturvirkni laganna varðandi samning a sem væru að renna út eftir gildistöku laganna. Gylfi benti á að í 4. gr. frumvarpsins væru ákvæði um að í leigusamningi ætti að koma fram hvort leigutaki hefði forkaupsrétt að kaupum eða endurleigu og með lagabreytingu á síðasta þingi hefði verið tekið fyrir það að heimila lögheimili í frístundabyggð. Varðandi gerðardóm taldi hann að lögfræðingar í ráðuneytinu og í starfshópnum teldu að fara yrði varlega í að taka slík ákvæði í lögin, m.a. vegna afturvirkni laganna gagnvart landeigendum. Fram kom hjá fundarstjóra að það væri misskilningur að um afturvirkni væri að ræða að setja ákvæði um gerðardóm inn í lögin. Nýtt lagaumhverfi væri komið með setningu laganna sem taka ætti tillit til. Formaður þakkaði Gylfa fyrir kynninguna og góð svör við fyrirspurnum og sagði að það hefði verið á dagskrá stjórnarinnar síðastliðin 4 – 5 ár að þoka þessu réttlétismáli áfram. Gengið hefði verið á fund ýmissa ráðuneyta án árangurs. Það hefði ekki verið fyrr en eftir fund með þáverandi forsætisráðherra, Halldóri Ásgrímssyni, að málið komst í þann farveg að félagsmálaráðuneytið skipaði fyrrnefndan starfshóp. Sæmdi hann við þetta tækifæri Gylfa silfurmerki Landssambandsins svo og Katrínu Steinsdóttur

Eltu okkur

Síðustu aðalfundir

Gerast áskrifandi að fréttabréfinu okkar