Aðalfundur 2009

Fundur haldinn 4. mars 2009 Skipholti 70, Reykjavík

Fundarsetning

Guðmundur Guðbjarnason formaður Landssambands sumarhúsaeigenda setti fundinn klukkan 20:06 og bauð fundarmenn velkomna þá sérstaklega gesti fundarins.

Skipan fundarstjóra og fundarritara

Sveinn Geir Sigurjónsson var skipaður fundarstjóri og Katrín Steinsdóttir fundarritari.

Gestir fundarins

Guðríður Helgadóttir forstöðumaður hjá Landbúnaðarháskóla Íslands, kynnti námskeið sem í boði eru m.a. í ræktun, hún er staðsett á Reykjum í Ölfusi. Námskeiðin eru haldin víða um land, t.d. á Reykjum í Ölfusi, Hvanneyri, Akureyri og Egilsstöum. Guðríður hvatti fundarmenn til að kynna sér þau námskeið sem í boði eru, benti hún á heimasíðu Landssambands sumarhúsaeigenda þar er leið inn á vef Landbúnaðarháskóla Íslands. WWW.LBHI.IS/NAMSKEID.

Atli Björn Bragason frá Cleverness – home, kynnti fyrirtækið sem leigir út sumarhús til erlendra ferðamanna. Hann benti fundarmönnum á þann möguleika að leigja sumarhúsin sín, þegar eigendur eru ekki að nota þau, en mest er spurt eftir húsum í Grímsnesi, Biskupstungum og fleiri stöðum fyrir austan fjall, helst að húsin séu í um 1 klst. akstursfjarlægð frá Reykjavík. Atli benti fundarmönnum á heimasíðu fyrirtækisins, en bent er á hana t.d. hjá Icelandair og fleiri stórum aðilum í ferðaþjónustu. Leigan fyrir húsin er greidd 1. næsta mánaðar eftir að húsið hefur verið í útleigu. Vilji fundarmenn leigja húsin sín í gegn hjá Atla þa er gsm síminn 8981133.

Fundargerð síðasta aðalfundar

Fundargerð síðasta aðalfundar er birt á vef Landssambandsins og í sumarhúsahandbókinni sem kom út á síðasta ári. Fundargerðin er staðfest af ritara fundarins og fundarstjóra skv. 9. gr. samþykkta sambandsins.

Skýrsla stjórnar

Guðmundur Guðbjarnason las skýrslu stjórnar, helstu þættir í henni eru: Á árinu voru haldnir 4 stjórnarfundir, mikil vinna var unnin á árinu við lagafrumvarpið um frístundabyggð, mikið álag hefur verið á skrifstofu Landssambandsins og núna eru rekin 11 mál fyrir héraðsdómi og 4 mál fyrir hæstarétti fyrir félagsmenn Landssambandsins.

Sumarhúsahandbókin var að venju gefin út og sá Juralis ehf um útgáfuna, ritstjóri og ábyrgðarmaður var Sveinn Guðmundsson. Í handbókinni voru hin nýju lög um frístundabyggð, en það hefur til margra ára veriðbaráttumál Landssambandsins að fá lagaumhverfi fyrir sumarhúsaeigendur.

59 sumarhúsafélög eru í Landssambandinu með 2.180 félagsmenn auk 1.666 einstaklinga, alls eru félagsmenn 3.846, fækkun hefur orðið á milli ára og er hún í einstaklingsaðildinni. Vinna er í gangi við öflun nýrra félaga í Landssambandið.

Ársreikningar Landssambandsins

Sveinn Guðmundsson fór yfir helstu tölur í reikningum sambandsins, en rekstrartekjur voru kr. 5.685.173, – vaxtatekjur voru kr. 623.591, – rekstrar gjöld voru kr. 6.613.151, – vaxtagjöld voru kr. 62.357. Rekstrartap var því kr. 366.744, – eigið fé 31.12.2008 er kr. 5.709.281.

Fyrirspurnir um skýrslu stjórnar og ársreikninga

Albert Már Steingrímsson formaður félags í Vaðneslandi spurði um fækkun félaga og hvort hægt sé að skylda öll sumarhúsafélög til að vera í Landssambandi sumarhúsaeigenda. Albert Már spurði einnig um útgáfu á sumarhúsahandbókinni, hvort hún væri gefin út af verktaka. Sveinn Guðmundsson sagði að því miður væri ekki hægt að skylda félög in til að vera í Landssambandinu, Sveinn sagði mörg mál vera í gangi varðandi fjölgun félaga. Sveinn sagði að sumarhúsahandbókin væri gefin út af verktaka, en sá sem hefur gefið hana út 2 síðast liðin ár, treysti sér ekki til að bera ábyrgð á útgáfunni v/vandamála við auglýsingaöflun.

Einar Sveinbjörnsson frá Munaðarnesi segir að þar séu 90 af 100 félagsmönnum í Landssambandinu, hann spyr um samráðshóp við samband Íslenskra sveitarfélaga og um innheimtu fasteignagjalda. Sveinn Guðmundsson sagði frá starfi samstarfshópsins og sagði hann hafa lokið störfum síðastliðið vor, við setningu laga um frístundabyggð. Sveinn benti á hækkun fasteignagjalda um 0,65% , jafnframt benti hann á að í lögum um frístundabyggð sé heimild til að óska eftir fundum m/sveitarstjórn.

Ásgeir Guðmundsson ræddi um fasteignagjaldaprósentu sem er misjöfn á milli sveitarfélaga, hann sagði frá fundum í samráðshópnum, en Ásgeir var í honum.

Hallgrímur Jónsson sem líka var í samráðshópnum telur að fasteignamat sumarhúsa sé of hátt, þ.e. hafi ekki lækkað í samræmi við lækkun á verði sumarhúsa.

Pétur Maack spurði um samþykktir fyrir félög, þau verða rædd í liðnum önnur mál.

Hilmar Ingólfsson þakkaði Sveini Guðmundssyni og Guðmundi Guðbjarnasyni fyrir þeirra þátt í að lög um frístundabyggð urðu að veruleika.

Hendrik Jafetsson spurði um hækkun á þjónustugjöldum, hvort sveitarstjórnir þurfi ekki að rökstyðja hækkanir. Guðmundur Guðbjarnason sagði að sveitarstjórnir megi ekki hafa tekjur af þeirri þjónustu sem innheimt er fyrir t.d. sorphirðu. Sé hækkun á t.d. sorphirðu þarf að koma fram ný gjaldskrá. Rætt var um staðsetningu sorpgáma, en í sumum sveitarfélögum er talið að sumarhúsafólk komi með rusl með sér að heiman og hendi því í sveitinni. Hendrik spurði um deilur á milli landeigenda og lóðarhafa t.d. um lagningu vega. Lagning vega og kostnaður við það ræðst af því hvað í lóðarleigusamningum stendur.

Sverrir Davíð Hauksson frá Eyrarskógi og Hróðsbrekku spyr um hvaða mál séu í gangi hjá Landssambandinu og hvort ekki megi upplýsa félagsmenn um hvaða mál eru í vinnslu, m.a. til að fleiri félög geti sameinast um mál, en mörg sömu málin koma upp í fleiri en einu félagi.

Sveinn Guðmundsson sagði að öll þau mál sem eru núna í vinnslu snúi að eignarrétti. Sverrir Davíð benti aftur á vandamál v/landeigendur m.a. um vegi, girðingar og vatnsveitur, en oft koma upp mál þar sem ágreiningur er um þessi mál og túlkun þeirra.

Reikningar landssambandsins bornir upp til samþykktar

Reikningarnir samþykktir samhljóða.

Lagabreytingar

Engar lagabreytingar liggja fyrir.

Ákvörðun um árgjald

Árgjald var samþykkt kr. 2.750, – fyrir einstaklinga og kr. 1.000, – fyrir félögin á hvern félaga.

Pétur Maack spurði um fjölgun félaga, Sveinn Guðmundsson sagði að Guðmundur Guðbjarnason væri búinn að vinna mikið í því að finna upplýsingar um þau sumarhúsafélég sem ekki eru í Landssambandinu. Albert Már Steingrímsson spurði hvort framkvæmdastjóri Landssambandsins geti komið á aðalfundi félaga. Sveinn Guðmundsson fer á fundi margra félaga til aðstoðar og jafnframt til að leita nýrra félaga, Sveinn vonast til að nokkur ný félög bætist við núna fljótlega.

Pétur Jónsson þakkaði stjórn Landssambandsins fyrir vel unnin störf í þágu félagsmanna.

Kosning stjórnar

Guðmundur Guðbjarnason var kosinn formaður, Margrét Jakobsdóttir og Ægir Frímannsson voru kosin meðstjórnendur en Magnús Pétursson og Katrín Steinsdóttir voru á síasta ári kosin til tveggja ára í stjórn. Í varastjórn voru kosnir, Ásgeir Guðmundsson, Einar M. Nikulásson og Björn Friðfinnsson. Pétur Jónsson löggiltur endurskoðandi var kosin endurskoðandi.

Önnur mál

Guðmundur Guðbjarnason formaður þakkaði traustið í embætti formanns Landsambandsins. Hann fór síðan yfir drög að samþykktum fyrir félög í frístundabyggð sem stjórnin hafði samið sem fyrirmynd fyrir félögin. Guðmundur hvatti félögin til að setja í sínar samþykktir alla þá þætti sem eru í lögunum og nauðsynlegt er að fara eftir, þannig að efni þeirra væri aðgengilegt félagsmönnum. Hann hvatti félögin til að endurskrá sig hjá fyrirtækjaskrá RSK sem „félög í frístundabyggð skv.17. gr. laga nr. 75/2008. Eins hvatti hann þau félög sem ekki hafa kennitölu að skrá sig sem félög í frístundabyggð og fá kennitölu. Ýmsar ábendingar um drögin komu frá fundarmönnum og voru þær ræddar og rökstuddar.

Albert Már Steingrímsson fagnar þessum drögum að samþykktum, en hann segir það vera erfitt fyrir stjórnir félaga að fá upplýsingar um hverjir eiga lóðir og eða hús, spyr hvar hægt sé að leita að þessum upplýsingum, Sveinn Guðmundsson mun leita upplýsinga um hvar sé best að finna þessar upplýsingar.

Hendrik Jafetsson spurði hvernig ætti að ganga frá breyttum samþykktum til RSK og um þinglýsingu á samþykktunum, en hann segir að Sýslumaðurinn á Selfossi segist ekki þinglýsa samþykktum á lóðir. Guðmundur Guðbjarnason sagði að félögin þyrftu að endurskrá sig hjá fyrirtækjaskrá RSK og að allir Sýslumenn ættu að þinglýsa samþykktum á þær lóðir sem upp eru taldar í samþykktunum, eins og lögin gera ráð fyrir.

Steingrímur Gröndal í Fjárhústungu spyr um 8. og 9. grein samþykktanna m.a. um þátttöku landeiganda í rekstri félagsins, ef hann á ennþá t.d. 50% lóða. Sveinn Guðmundsson segir að hafa þurfi í huga á hvaða stigi lóð á að teljast til félagsins, hann segir að ef einn aðili á t.d. þrjár lóðir, þá ber i honum að greiða þrefalt félagsgjald til félagsins, eins ef búið er að leigja lóð og henni er skilað aftur til landeiganda, þá beri landeiganda að greiða til félagsins af henni.

Pétur Maack segir að Sýslumaðurinn á Selfossi sé sérstaklega erfiður t.d. ef eigendaskipti verða á sumarhúsum þá sé mjög erfitt að fá þeim breytingum þinglýst, hann hefur aftur á móti átt gott samstarf við sveitarstjórn Bláskógabyggðar hann sagði frá vatnsveitulögn í sínu hverfi og frá starfi síns félags.

Eyjólfur Guðmundsson í Reykjaskógi spyr um greiðslu félagsgjalda af þeim lóðum sem landeigandi á, hvort félögum sé það í sjálfsvald sett hvort þau innheimti gjald af hans lóðum, Sveinn Guðmundsson benti á fyrra svar sitt um þátt landeigenda í félögum.

Sveinn Guðmundsson fór yfir þan n lóðaleigusamning sem fyrir liggur, en hann er unnin af félagsmálaráðuneytinu, hann segir mikla vinnu vera framundan m.a. um fráveitubúnað og margt fleira. Sveinn þakkaði gestum fundarins fyrir þeirra framlag til fundarins og hvatti fundarmenn til að send a inn greinar í sumarhúsabókina.

Albert Már Steingrímsson spurði um heimasíður sumarhúsafélaga, hvort þær væru með tenginu við heimasíðu Landssambandsins, Sveinn segir svo ekki vera.

Fundarslit

Sveinn Geir Sigurjónsson þakkaði góða fundarsetu og sleit fundi klukkan 22:17.

Fundarsetning

Guðmundur Guðbjarnason formaður Landssambands sumarhúsaeigenda setti fundinn klukkan 20:06 og bauð fundarmenn velkomna þá sérstaklega gesti fundarins.

Skipan fundarstjóra og fundarritara

Sveinn Geir Sigurjónsson var skipaður fundarstjóri og Katrín Steinsdóttir fundarritari.

Gestir fundarins

Guðríður Helgadóttir forstöðumaður hjá Landbúnaðarháskóla Íslands, kynnti námskeið sem í boði eru m.a. í ræktun, hún er staðsett á Reykjum í Ölfusi. Námskeiðin eru haldin víða um land, t.d. á Reykjum í Ölfusi, Hvanneyri, Akureyri og Egilsstöum. Guðríður hvatti fundarmenn til að kynna sér þau námskeið sem í boði eru, benti hún á heimasíðu Landssambands sumarhúsaeigenda þar er leið inn á vef Landbúnaðarháskóla Íslands. WWW.LBHI.IS/NAMSKEID.

Atli Björn Bragason frá Cleverness – home, kynnti fyrirtækið sem leigir út sumarhús til erlendra ferðamanna. Hann benti fundarmönnum á þann möguleika að leigja sumarhúsin sín, þegar eigendur eru ekki að nota þau, en mest er spurt eftir húsum í Grímsnesi, Biskupstungum og fleiri stöðum fyrir austan fjall, helst að húsin séu í um 1 klst. akstursfjarlægð frá Reykjavík. Atli benti fundarmönnum á heimasíðu fyrirtækisins, en bent er á hana t.d. hjá Icelandair og fleiri stórum aðilum í ferðaþjónustu. Leigan fyrir húsin er greidd 1. næsta mánaðar eftir að húsið hefur verið í útleigu. Vilji fundarmenn leigja húsin sín í gegn hjá Atla þa er gsm síminn 8981133.

Fundargerð síðasta aðalfundar

Fundargerð síðasta aðalfundar er birt á vef Landssambandsins og í sumarhúsahandbókinni sem kom út á síðasta ári. Fundargerðin er staðfest af ritara fundarins og fundarstjóra skv. 9. gr. samþykkta sambandsins.

Skýrsla stjórnar

Guðmundur Guðbjarnason las skýrslu stjórnar, helstu þættir í henni eru: Á árinu voru haldnir 4 stjórnarfundir, mikil vinna var unnin á árinu við lagafrumvarpið um frístundabyggð, mikið álag hefur verið á skrifstofu Landssambandsins og núna eru rekin 11 mál fyrir héraðsdómi og 4 mál fyrir hæstarétti fyrir félagsmenn Landssambandsins.

Sumarhúsahandbókin var að venju gefin út og sá Juralis ehf um útgáfuna, ritstjóri og ábyrgðarmaður var Sveinn Guðmundsson. Í handbókinni voru hin nýju lög um frístundabyggð, en það hefur til margra ára veriðbaráttumál Landssambandsins að fá lagaumhverfi fyrir sumarhúsaeigendur.

59 sumarhúsafélög eru í Landssambandinu með 2.180 félagsmenn auk 1.666 einstaklinga, alls eru félagsmenn 3.846, fækkun hefur orðið á milli ára og er hún í einstaklingsaðildinni. Vinna er í gangi við öflun nýrra félaga í Landssambandið.

Ársreikningar Landssambandsins

Sveinn Guðmundsson fór yfir helstu tölur í reikningum sambandsins, en rekstrartekjur voru kr. 5.685.173, – vaxtatekjur voru kr. 623.591, – rekstrar gjöld voru kr. 6.613.151, – vaxtagjöld voru kr. 62.357. Rekstrartap var því kr. 366.744, – eigið fé 31.12.2008 er kr. 5.709.281.

Fyrirspurnir um skýrslu stjórnar og ársreikninga

Albert Már Steingrímsson formaður félags í Vaðneslandi spurði um fækkun félaga og hvort hægt sé að skylda öll sumarhúsafélög til að vera í Landssambandi sumarhúsaeigenda. Albert Már spurði einnig um útgáfu á sumarhúsahandbókinni, hvort hún væri gefin út af verktaka. Sveinn Guðmundsson sagði að því miður væri ekki hægt að skylda félög in til að vera í Landssambandinu, Sveinn sagði mörg mál vera í gangi varðandi fjölgun félaga. Sveinn sagði að sumarhúsahandbókin væri gefin út af verktaka, en sá sem hefur gefið hana út 2 síðast liðin ár, treysti sér ekki til að bera ábyrgð á útgáfunni v/vandamála við auglýsingaöflun.

Einar Sveinbjörnsson frá Munaðarnesi segir að þar séu 90 af 100 félagsmönnum í Landssambandinu, hann spyr um samráðshóp við samband Íslenskra sveitarfélaga og um innheimtu fasteignagjalda. Sveinn Guðmundsson sagði frá starfi samstarfshópsins og sagði hann hafa lokið störfum síðastliðið vor, við setningu laga um frístundabyggð. Sveinn benti á hækkun fasteignagjalda um 0,65% , jafnframt benti hann á að í lögum um frístundabyggð sé heimild til að óska eftir fundum m/sveitarstjórn.

Ásgeir Guðmundsson ræddi um fasteignagjaldaprósentu sem er misjöfn á milli sveitarfélaga, hann sagði frá fundum í samráðshópnum, en Ásgeir var í honum.

Hallgrímur Jónsson sem líka var í samráðshópnum telur að fasteignamat sumarhúsa sé of hátt, þ.e. hafi ekki lækkað í samræmi við lækkun á verði sumarhúsa.

Pétur Maack spurði um samþykktir fyrir félög, þau verða rædd í liðnum önnur mál.

Hilmar Ingólfsson þakkaði Sveini Guðmundssyni og Guðmundi Guðbjarnasyni fyrir þeirra þátt í að lög um frístundabyggð urðu að veruleika.

Hendrik Jafetsson spurði um hækkun á þjónustugjöldum, hvort sveitarstjórnir þurfi ekki að rökstyðja hækkanir. Guðmundur Guðbjarnason sagði að sveitarstjórnir megi ekki hafa tekjur af þeirri þjónustu sem innheimt er fyrir t.d. sorphirðu. Sé hækkun á t.d. sorphirðu þarf að koma fram ný gjaldskrá. Rætt var um staðsetningu sorpgáma, en í sumum sveitarfélögum er talið að sumarhúsafólk komi með rusl með sér að heiman og hendi því í sveitinni. Hendrik spurði um deilur á milli landeigenda og lóðarhafa t.d. um lagningu vega. Lagning vega og kostnaður við það ræðst af því hvað í lóðarleigusamningum stendur.

Sverrir Davíð Hauksson frá Eyrarskógi og Hróðsbrekku spyr um hvaða mál séu í gangi hjá Landssambandinu og hvort ekki megi upplýsa félagsmenn um hvaða mál eru í vinnslu, m.a. til að fleiri félög geti sameinast um mál, en mörg sömu málin koma upp í fleiri en einu félagi.

Sveinn Guðmundsson sagði að öll þau mál sem eru núna í vinnslu snúi að eignarrétti. Sverrir Davíð benti aftur á vandamál v/landeigendur m.a. um vegi, girðingar og vatnsveitur, en oft koma upp mál þar sem ágreiningur er um þessi mál og túlkun þeirra.

Reikningar landssambandsins bornir upp til samþykktar

Reikningarnir samþykktir samhljóða.

Lagabreytingar

Engar lagabreytingar liggja fyrir.

Ákvörðun um árgjald

Árgjald var samþykkt kr. 2.750, – fyrir einstaklinga og kr. 1.000, – fyrir félögin á hvern félaga.

Pétur Maack spurði um fjölgun félaga, Sveinn Guðmundsson sagði að Guðmundur Guðbjarnason væri búinn að vinna mikið í því að finna upplýsingar um þau sumarhúsafélég sem ekki eru í Landssambandinu. Albert Már Steingrímsson spurði hvort framkvæmdastjóri Landssambandsins geti komið á aðalfundi félaga. Sveinn Guðmundsson fer á fundi margra félaga til aðstoðar og jafnframt til að leita nýrra félaga, Sveinn vonast til að nokkur ný félög bætist við núna fljótlega.

Pétur Jónsson þakkaði stjórn Landssambandsins fyrir vel unnin störf í þágu félagsmanna.

Kosning stjórnar

Guðmundur Guðbjarnason var kosinn formaður, Margrét Jakobsdóttir og Ægir Frímannsson voru kosin meðstjórnendur en Magnús Pétursson og Katrín Steinsdóttir voru á síasta ári kosin til tveggja ára í stjórn. Í varastjórn voru kosnir, Ásgeir Guðmundsson, Einar M. Nikulásson og Björn Friðfinnsson. Pétur Jónsson löggiltur endurskoðandi var kosin endurskoðandi.

Önnur mál

Guðmundur Guðbjarnason formaður þakkaði traustið í embætti formanns Landsambandsins. Hann fór síðan yfir drög að samþykktum fyrir félög í frístundabyggð sem stjórnin hafði samið sem fyrirmynd fyrir félögin. Guðmundur hvatti félögin til að setja í sínar samþykktir alla þá þætti sem eru í lögunum og nauðsynlegt er að fara eftir, þannig að efni þeirra væri aðgengilegt félagsmönnum. Hann hvatti félögin til að endurskrá sig hjá fyrirtækjaskrá RSK sem „félög í frístundabyggð skv.17. gr. laga nr. 75/2008. Eins hvatti hann þau félög sem ekki hafa kennitölu að skrá sig sem félög í frístundabyggð og fá kennitölu. Ýmsar ábendingar um drögin komu frá fundarmönnum og voru þær ræddar og rökstuddar.

Albert Már Steingrímsson fagnar þessum drögum að samþykktum, en hann segir það vera erfitt fyrir stjórnir félaga að fá upplýsingar um hverjir eiga lóðir og eða hús, spyr hvar hægt sé að leita að þessum upplýsingum, Sveinn Guðmundsson mun leita upplýsinga um hvar sé best að finna þessar upplýsingar.

Hendrik Jafetsson spurði hvernig ætti að ganga frá breyttum samþykktum til RSK og um þinglýsingu á samþykktunum, en hann segir að Sýslumaðurinn á Selfossi segist ekki þinglýsa samþykktum á lóðir. Guðmundur Guðbjarnason sagði að félögin þyrftu að endurskrá sig hjá fyrirtækjaskrá RSK og að allir Sýslumenn ættu að þinglýsa samþykktum á þær lóðir sem upp eru taldar í samþykktunum, eins og lögin gera ráð fyrir.

Steingrímur Gröndal í Fjárhústungu spyr um 8. og 9. grein samþykktanna m.a. um þátttöku landeiganda í rekstri félagsins, ef hann á ennþá t.d. 50% lóða. Sveinn Guðmundsson segir að hafa þurfi í huga á hvaða stigi lóð á að teljast til félagsins, hann segir að ef einn aðili á t.d. þrjár lóðir, þá ber i honum að greiða þrefalt félagsgjald til félagsins, eins ef búið er að leigja lóð og henni er skilað aftur til landeiganda, þá beri landeiganda að greiða til félagsins af henni.

Pétur Maack segir að Sýslumaðurinn á Selfossi sé sérstaklega erfiður t.d. ef eigendaskipti verða á sumarhúsum þá sé mjög erfitt að fá þeim breytingum þinglýst, hann hefur aftur á móti átt gott samstarf við sveitarstjórn Bláskógabyggðar hann sagði frá vatnsveitulögn í sínu hverfi og frá starfi síns félags.

Eyjólfur Guðmundsson í Reykjaskógi spyr um greiðslu félagsgjalda af þeim lóðum sem landeigandi á, hvort félögum sé það í sjálfsvald sett hvort þau innheimti gjald af hans lóðum, Sveinn Guðmundsson benti á fyrra svar sitt um þátt landeigenda í félögum.

Sveinn Guðmundsson fór yfir þan n lóðaleigusamning sem fyrir liggur, en hann er unnin af félagsmálaráðuneytinu, hann segir mikla vinnu vera framundan m.a. um fráveitubúnað og margt fleira. Sveinn þakkaði gestum fundarins fyrir þeirra framlag til fundarins og hvatti fundarmenn til að send a inn greinar í sumarhúsabókina.

Albert Már Steingrímsson spurði um heimasíður sumarhúsafélaga, hvort þær væru með tenginu við heimasíðu Landssambandsins, Sveinn segir svo ekki vera.

Fundarslit

Sveinn Geir Sigurjónsson þakkaði góða fundarsetu og sleit fundi klukkan 22:17.