Umhverfi og endurheimt

Umhverfi og endurheimt

Umhverfið hefur andleg, líkamleg og félagsleg áhrif á okkur. Það mótar hegðun okkar, reynslu, athafnir og skoðanir en hefur líka áhrif á líðan okkar, heilsu og velferð. Flest tengjum við áhrif náttúrunnar við jákvæða líðan. Náttúran er heillandi fyrirbæri og heilandi, bæði fyrir sál og líkama – hún núllstillir okkur. Með aukinni þéttbýlisþróun, auknum hraða, aukinnar streitu og kyrrsetu, aukinnar tíðni hjarta- og æðasjúkdóm, sykursýki II, öndunarfærasjúkdóma o.s.frv. verður þörf okkar fyrir að þeytast burt úr þéttbýlinu út í náttúruna, í sumarhúsin okkar, æ ríkari. Við sækjum í endurheimt og að upplifa jákvæð áhrif náttúrunnar á tilfinningar okkar og líðan. 

Um áhrif náttúrunnar á manninn og umhverfissálfræði fjallar grein Páls Jakobs Líndals, Umhverfi og endurheimt, í febrúarblaði SíBS 2023.