Landssamband sumarhúsaeigenda er hagsmunasamtök sem berjast fyrir bættum hag sumarhúsaeigenda.

Sambandið gætir hagsmuna félagsmanna gagnvart opinberum aðilum og öðrum.  Sambandið vill stuðla að náttúruvernd með góðri umgengni og virðingu fyrir landi og gróðri. Sambandið hefur stuðlað að auknu öryggi íbúa í sumarhúsum með velferð þeirra í huga, s.s. með því að hafa frumkvæði með öryggisnúmer á frístundahús í landinu með tengingu við Neyðalínuna 112.  Lögð er áhersla á brunvarnir í frístundahúsabyggðum.  Sambandið vill góða samvinnu við ríki og sveitarfélög til hagsbóta fyrir sína félagsmenn.