Árið 2017 kynntum við spennandi nýjungar hjá Efnagreiningu ehf. á Hvanneyri í efnagreiningu á vatni þar sem heildarfjölda baktería er fundinn og hvort coliforms, sér í lagi E-coli, eru þar á meðal. Eftir tvo sólarhringa fást niðurstöður með hraðprófi en það er tilvalin leið fyrir þá sem eru með eigið vatnsból og vilja fylgjast með gæðum neysluvatns. Þvagsýnisglös sem fást í apótekum henta fyrir sýnatöku.

 

Hjá Efnagreiningu ehf. er einnig hægt að fá mat á margvísleg önnur sýni, s.s. jarðveg, plöntur og matvæli. Frekari upplýsingar má nálgast á vefsíðu: http://www.efnagreining.is/ (efnagreining@efnagreining.is – sími: 661 2629