1.0

Almennt um þóknun lögmanns fyrir félagsmenn Landssambands sumarhúsaeigenda

1.1

Gjaldskrá þessi gildir fyrir félagsmenn Landssambands sumarhúsaeigenda. Öll vinna sem unnin er m.v. að hagsmunir tengjast með beinum eða óbeinum hætti frístundahúsabyggðinni. Tímagjald er 40% lægra en almennt gerist hjá lögmönnum.

1.2

Allar þóknunarfjárhæðir í gjaldskránni eru tilgreindar án virðisaukaskatts sem er 25,5%.

2.0

Málflutningur

2.1

Ákvæði 2.0 taka til málflutnings fyrir dómi og eftir því sem við á, fyrir stjórnvaldi.

Málflutningsþóknun er reiknuð af samanlagðri fjárhæð höfuðstóls og vaxta við dómtöku máls.

Málskostnaður, sem dæmdur er í máli, fellur til málsaðila og hefur ákvörðun dómsins um fjárhæð málskostnaðar ekki áhrif á útreikning málflutningsþóknunar samkvæmt grein 2.0

Viðskiptavinur ber ábyrgð á greiðslu málflutningsþóknunar til lögmanns síns.

2.2

Þegar mál er flutt munnlega eða gagnaöflun fer fram eftir þingfestingu, er þóknun 40.000,- kr. að viðbættum 15% af stefnufjárhæð og vöxtum, allt að 2.000.000,- kr., 7% af næstu 4.000.000 og 4% af því sem umfram er. Af þeirri fjárhæð er síðan gefinn 40% afsláttur til félagsmanna LS.

2.3

Þegar reka má mál samkvæmt 17. kafla laga um meðferð einkamála og eigi fer fram gagnaöflun eftir þingfestingu og þegar mál er dómtekið eða tekið til áritunar á þingfestingardegi, skal þóknun vera 10.000,- kr., að viðbættum 10% af stefnufjárhæð og vöxtum, allt að 2.000.000,- kr., 5% af næstu 4.100.000, og 3% af því sem umfram er. Af þeirri fjárhæð er síðan gefinn 40% afsláttur til 

félagsmanna LS.

2.4

Þegar mál, sem ekki fellur undir 2.3 er dómtekið á þingfestingardegi eða útivist verður í því síðar af hálfu stefnda, eða þegar sátt verður í máli eftir þingfestingu en fyrir aðalmeðferð, er þóknunin 30.000,- kr. að viðbættum 12,5% af stefnufjárhæð og vöxtum, allt að 2.000.000,- kr., 6% af næstu 4.000.000 og 3% af því sem umfram er. Af þeirri fjárhæð er síðan gefinn 40% afsláttur til félagsmanna LS.

2.5

Í málum þar sem örðugt er að meta hagsmuni til fjár og þar sem um lágar fjáhæðir er að ræða en úrslit máls hafa þýðingu fyrir ótiltekinn fjölda aðila, er þóknin að jafnaði frá 65.000,- kr. til 500.000,- kr., eftir umfangi verks og vinnuframlagi.

Lögmanni er heimilt við ákvörðun þóknunar að taka tillit til þess þegar hagsmunir viðskiptamanns af málsúrslitum eru meira en kröfufjárhæð.

2.6

Lögmaður á rétt á sérstakri þóknun fyrir flutning um formhlið máls, dómskvaðningu matsmanna, meðferð matsmáls og vegna höfðunar og reksturs vitnamáls, allt eftir umfangi verks og vinnuframlagi.

2.7

Auk þóknunar, samkvæmt greinum 2.3 til 2.6, kemur til viðbótarþóknun fyrir mót samkvæmt grein 3.1.

3.0

Mót

3.1

Þóknun fyrir mót í máli sem tekið er fyrir hjá héraðsdómi, hæstarétti, sýslumanni eða öðru stjórnvaldi er 11.100,- kr.

3.2

Þrátt fyrir ákvæði í grein 3.1 er lögmanni heimilt fyrir fyrsta mót í hverju máli hjá sýslumanni að taka, auk málflutnings- eða innheimtuþóknunar, sérstaka þóknun miðað við kröfufjárhæð: Af kröfum að fjárhæð allt að 50.000,- kr. = 5.000,- kr. Af kröfum að fjárhæð 50.000,- til 1.100.000,- kr. = 10.000,- kr. Af kröfum að fjárhæð yfir 1.100.000,- kr. = 15.000,- kr.

Þóknun er reiknuð af samanlagðri fjárhæð höfuðstóls og vaxta. Af þeirri fjárhæð er síðan gefinn 40% afsláttur til félagsmanna LS.

3.3

Fyrir mót í málum, þar sem örðugt er að meta hagsmuni til fjár, má við ákvörðun þóknunar taka tillit til mikilvægis málsins, umfangs þess og þess tíma sem málið tekur.

4.0

Leigusamningar

4.1

Þóknun fyrir gerð leigusamninga er 25.000,-

5.0

Stofnun félaga

5.1

Þóknun fyrir skjalagerð við stofnun félags er 20.000,- til 60.000,- kr. eftir umfangi verks auk tímagjalds samkvæmt grein fyrir þann tíma sem fer í viðtöl og gagnaöflun.

6.0

Ýmis skjalagerð og ráðgjöf

6.1

Þóknun fyrir munnlega ráðgjöf og leiðbeiningar er endurgjaldslaus fyrir félagsmenn, en er annars fyrir utanfélagsmenn 9.500,- kr.

7.0

Kaup og sala

7.1

Þóknun fyrir gerð kaupsamnings eða afsalsbréfs er 25.000,- kr. og allt að 0,5% af kaupverði eftir umfangi verks.

Þóknun fyrir athugun og yfirlestur samninga og skjala við kaup eða s0lu fasteigna eða lausafjár, sem annar lögmaður eða fasteignasali hefur gert, er 25.000,- kr. auk 0,1% af samningsfjárhæð. 8.0

Aksturskostnaður og dagpeningar

8.1

Heimilt er að reikna kostnað við akstur og ferðir með hliðsjón af reglum fjármálaráðuneytisins um aksturskostnað og dagpeninga.

9.0

Tímagjald

9.1

Tímagjald er frá 11.100,- kr. til 15.000,- kr. ákvörðun um fjárhæð gjaldsins innan þeirra marka fer eftir þeim hagsmunum sem verki eru tengdir, ábyrgð lögmannsins, starfsreynslu hans og sérþekkingu, verkhraða og niðurstöðu máls. Í tímagjaldinu er innifalinn ýmis nauðsynlegur skrifstofukostnaður svo sem ljósritun, vélritun, faxsendingar og póstburðargjöld. Gjald þetta er einnig tekið fyrir fundi s.s. fundarstjórn og annað fyrir aðildarfélög innan LS.

9.2

Fyrir lögfræðivinnu fyrir utan skrifstofu og/ eða utan venjulegs vinnutíma reikast allt að 50% álag á tímagjaldið. 10.0

Ýmis ákvæði

10.1

Heimilt er að taka hærri þóknun en lýst er í gjaldskránni ef verkefni krefst vinnu utan reglulegs vinnutíma, vinna fer fram í öðru landi, á erlendu tungumáli eða hraða þarf afgreiðslu sérstaklega. Einnig ef verulegir hagsmunir vinnast.

10.2

Tímagjald og aðrar fjárhæðir í gjaldskránni breytast í samræmi við almennar verðlagsbreytingar. Þóknun fyrir unnið verk er miðuð við þá gjaldskrá sem gildir þegar reikningur fyrir verkið er gerður.

10.3

Lögmaður getur krafist þess að viðskiptavinur greiði fyrirfram upp í þóknun og mánaðarlega útlagðan kostnað og greiðslur upp í þóknun eftir því sem verki miðar.

10.4

Viðskiptavinur greiðir allan útlagðan kostnað, þar með talinn kostnað við akstur og ferðalög. Ýmis kostnaður sem fellur til á skrifstofunni og erfitt er að sérgreina svo sem ljósritun, vélritun, faxsendingar og póstburðargjöld er að öllu jafnaði innifalið í þóknun samkvæmt gjaldskrá þessari.