Ásta Logadóttir verkfræðingur og sérfræðingur í lýsingarfræði fjallar í grein sinni Dagsbirta og lýsing á heimilum í febrúarblaði SíBS 2023 um mikilvægi útsýnis og dagsbirtu í híbýlum okkar. Hún fjallar um áhrif ljóss á heilsu, s.s. eins og svefn, þunglyndi, einbeitingu og afköst. Eins fer hún yfir það hversu mikið ljós er nógu mikið ljós, hvenær sólarhringsins við þurfum ljós og hversu lengi. Þá fer hún yfir eiginleika glers og sólarfilma. Hún bendir líka á að gott útsýni sé grunnur að góðri innvist, að útsýni yfir náttúru hafi róandi áhrif á okkur og gott útsýni dregur úr kvörtunum um innvistar óþægindi. Í greininni eru hagnýt ráð sem sumarhúsaeigendur geta nýtt sér. Greinina er hægt að lesa hér.