Aðalfundur 2016
Fundur haldinn 27. apríl 2016 í húsakynnum Bandalags íslenskra skáta í Hraunbæ
Guðmundur Guðbjarnason setti fund kl. 20.10 og bauð fundarmenn velkomna.
Fundarstjóri var kjörinn Óskar Guðjónsson og fundarritari Guðrún Nikulásdóttir.
Óskar hóf fund með því að kanna hvort löglega hafi verið til hans boðað.
Fundargerð síðasta aðalfundar hefur verið birt á heimasíðu LS og í sumarhúsahandbókinni 2015.
Skýrsla stjórnar
Guðmundur Guðbjarnason flutti skýrslu stjórnar.
Inngangur
Stjórnin var skipuð eftirtöldum aðilum eftir aðalfund 2015:
Guðmundur Guðbjarnason, formaður, Óskar Guðjónsson, sem kosinn var varaformaður á fyrsta fundi stjórnar, en meðstjórnendur eru Sigrún Jónsdóttir, Guðrún Nikulásdóttir og Stefanía Katrín Karlsdóttir.
Varamenn voru kosnir: Einar N. Nikulásson, Gunnar S. Björnsson og Ægir Frímannsson.
Endurskoðandi: Pétur Jónsson lögg. endurskoðandi.
Framkvæmdastjóri: Sveinn Guðmundsson, hæstaréttarlögmaður.
Rekstur og starfsemi Landssambandsins
Skrifstofa sambandsins, sem er að Laugarvegi 178 Reykjavík, er opin eins og undanfarin ár fjóra daga í viku, þ.e. mánudaga til fimmtudaga milli 9 og 12 á starfsárinu.
Útgáfumál
Útgáfa ársrits okkar, Sumarhúsahandbókarinnar, er einn liður í að rækta sambandið við félagsmenn. Í sumarhúsahandbókunum undanfarin ár er mikinn fróðleik að finna og svo er einnig með útgáfuna 2015. Hún var send öllum félagsmönnum sambandsins.
Samskipti við stjórnvöld
Eins og fram hefur komið í fyrri ársskýrslum hefur Landssambandið beitt sér fyrir breytingu á lögum um tekjuskatt að því er varðar skattlagningu söluhagnaðar sumarbústaða þannig að um skattlagningu hans gildu sömu reglur og gilda um skattlagningu söluhagnaðar af íbúðarhúsum. Ávallt höfum við fengið neitun eða erindi okkar ekki svarað. Þrátt fyrir ítrekaðar óskir að fá að ræða við núverandi fjármálaráðherra og fylgja þessu máli eftir höfum við ekki fengið áheyrn hans. Þá hefur Landssambandið haft áhuga á að fá fram breytingu á lögum um frístundabyggð eins og kom fram í skýrslu á aðalfundi 2015, einkum þau atriði er varðar framlengingu eða endurnýjun á leigusamningum og nokkrum öðrum smávægilegum en þörfum breytingum. Lítið hefur orðið ágengt í þessu máli.
Um fasteignagjöld og sorphirðu
Fasteignagjald sem frístundahúsaeigendur og lóðarhafar greiða samkvæmt lögum um tekjustofna sveitarfélaga telst skattur sem hvert sveitarfélag ákvarðar innan löglegs hámarks. Auk þess leggjast önnur gjöld á sumarhúsaeigendur vegna þjónustu sem sveitarfélögin eiga að veita frístundahúsaeigendum og félögum þeirra. Hér er um að ræða gjöld sem ganga undir nöfnunum m.a. sorpurðunargjald, sorphirðugjald sumarbústaða, rotþróargjald og endurvinnslugjald. Þessi gjöld eiga það sammerkt að sveitarfélögin eiga og mega innheimta gjöld hjá lóðarhöfum fyrir þessa þjónustu til að standa undir þessari þjónustu en ekki til tekjuöflunar fyrir sveitarfélagið.
Dómsmál
Tvö hæstaréttarmál féllu nú í marsmánuði varðandi veiðirétt frístundahúsaeiganda, sjá nánar í skýrslu formanns sem birtast mun í heild sinni í Sumarhúsahandbókinni.
Heimasíðan
Unnið hefur verið að því að koma í gagnið nýrri heimasíðu félagsins. Vonast er til að nú sjáist fyrir endann í því máli en þetta hefur reynst þyngra í vöfum en ætlað var í byrjun.
Afmælisár
Það verða nú 25 ár síðan Landssamband sumarhúsaeigenda var stofnað en stofndagur þess er 27. október 1991. Frumkvöðull að stofnun félagsins var Kristján heitinn Jóhannsson.
Framtíð sambandsins
Nú á 25. aldursári Landssambandsins er ástæða til að horfa til framtíðar hvert okkar hlutverk er í félagatilverunni. Markhópur Landssambandsins er mjög skýr og afmarkaður við þá sem eiga frístundahús eða eiga eða leigja lóð undir frístundahús. Hagsmunir frístundahúsaeigenda felast í góðum samskiptum við opinbera aðila, stjórnvöld og Alþingi, sveitarstjórnir, landeigendur og ekki síst góð samskipti við félaga okkar og nágranna í sveitinni. Þar kemur Landssambandið sterkt inn og hefur mikla sérstöðu í flóru neytenda- og hagsmunafélagasamtaka hér á landi.
Við verðum að heita á okkur á afmælisárinu að fá til liðs við samtökin fleiri frístundahúsafélög og einstaklinga með einstaklingsaðild og efla áróður á vegum sambandsins til að efla vitund allra frístundahúsaeigenda og lóðarhafa á þýðingu sambandsins.
Aðild að Landssambandinu 2015
Nú eru 72 frístundhúsafélög í LS og hefur þeim fækkað um tvö. Félagafjöldi þeirra er samtals 2.672 en voru 2.784. Með einstaklingsaðild eru 1.495 en voru um 1.242 árinu áður, þeim hefur fjölgað. Samtals eru því félagsmenn 4.167 en voru 4.026.
Lokaorð
Guðmundur tilkynni að hann muni ekki gefa kost á sér til endurkjörs. Þakkaði hann meðstjórnendum sínum fyrir gott samstarf í stjórninni bæði núverandi og fyrri stjórnum. Einnig bar hann fram þakkir til Sveins Guðmundssonar, framkvæmdastjóra og lögfræðing sambandsins, fyrir óþrjótandi eljusemi í þágu Landssambandsins öll þau ár sem hann hefur helgað sig þessu hugsjónarstarfi sem nær öll 25 árin sem sambandið hefur starfað og ég vona að við eigum eftir að njóta þekkingar hans og reynslu í málefnum sumarbústaðaeigenda um ókomin ár.
Ársreikningur 2015 lagður fram
Sveinn Guðmundsson, framkvæmdastjóri Landssambandsins fór yfir helstu tölur.
Rekstrartekjur voru kr. 9.457.830 og rekstrargjöld kr. 8.999.075. Vaxtagjöld umfram vaxtatekjur voru kr. 24.397. Rekstrarhagnaður var kr. 434.358. Eigið fé kr. 3.840.499.
Var þessu næst orðið gefið laust um skýrslu stjórnar og ársreikninginn.
Sigurður Björnsson spurðist fyrir um liði í rekstrarkostnaði er varða burðargjöld og aðkeypta þjónustu. Sveinn Guðmundsson svaraði því með því að öll burðargjöld sem falla til hjá Sambandinu er þar innifalin útsending á Sumarhúsahandbókinni. Undir aðkeypta þjónustu fellur m.a. vinna vegna heimasíðunnar og lögmannsþjónusta vegna fundar sem Sveinn hafði ekki tök á að mæta á. Fram kom að Sumarhúsahandbókin stendur varla undir sér. Þó er vilji til að halda áfram útgáfu hennar þar sem hún er talin tengja félagsmenn við Landssambandið.
Steingrímur Sigurjónsson beindi því til stjórnar að hún beitti sér fyrir því að álögur á sumarhúsaeigendur væru í lágmarki.
Voru reikningar bornir upp til samþykktar og voru samþykktir samhljóða.
Skýrsla laganefndar
Sveinn Guðmundsson kynnti tillögu að lagabreytingum:
Lagðar voru fram breytingar á grein nr. 2 og nr. 5. Breytingarnar eru feitletraðar hér að
- gr.
Allir frístundahúsaeigendur og lóðahafar geta orðið aðilar að LS.
Enn fremur geta frístundafélög orðið aðilar að sambandinu fyrir hönd félagsaðila sinna og er þá litið á sérhvern aðila félagsins sem fullgildan félaga að sambandinu.
Stjórn LS getur heimilað öðrum sem geta átt hagsmuni að gæta í frístundabyggð inngöngu í sambandið.
Stjórnir frístundahúsafélaga sem eru með aðild að sambandinu skulu sjá um greiðslu félagsgjalda til sambandsins fyrir alla sína félagsmenn. Greitt er eitt gjald fyrir hvern einstakan félagsaðila að frístundahúsafélaginu.
Gjalddagi er allt að þremur mánuðum eftir aðalfund LS. Gjalddagi félagsgjalda er 1. júní og eindagi 15 dögum síðar.
Aðeins skuldlausir félagsmenn hafa atkvæðisrétt.
Eitt atkvæði fylgir hverju greiddu félagsgjaldi vegna frístundarhúss eða lóðar í samræmi við greiðslu félagsgjalda til sambandsins skv. 4. mgr. og skulu fulltrúar hvers félags fara með atkvæði allra sinna félagsmanna. Óski einstakir félagsmenn eftir því að fara með eigið atkvæði er það heimilt og dragast þá frá heildaratkvæðafjölda félagsins.
Segi frístundahúsafélag eða einstaklingur skv. 2. mgr. þessarar greinar sig úr sambandinu skal það eða hann vera skuldlaus(t) við sambandið.
5.gr.
Aðalfund skal halda fyrir 30. apríl ár hvert og er hann æðsta vald í málefnum LS.
Skal hann boðaður bréflega með a.m.k. minnst 10 daga og mest 20 daga fyrirvara.
Fundaboð skal sent formönnum og eða gjaldkerum allra aðildarfélaga LS og ennfremur auglýstur í landsmálablaði og telst hann þá löglegur boðaður.
Fundarboð skal sent formanni, gjaldkera og ritara hvers aðildarfélags annað hvort rafrænt enda liggi fyrir að upplýsingar að sending hafi tekist eða með bréfi. Það er svo hlutverk stjórnar aðildarfélags að framsenda fundarboðið félagsmönnum sínum. Ef kostur er skal fundinn jafnframt boða félögum með einstaklingsaðild sem skráð hafa rafræna móttöku hjá sambandinu. Fundinn skal ennfremur boðaður í a.m.k einu dagblaði og telst hann þá löglega boðaður.
Lögum þessum má aðeins breyta á aðalfundi. Ef fyrirhuguð er lagabreyting, skal þess sérstaklega getið í fundarboði. Tillögur um lagabreytingar skal senda til stjórnarinnar fyrir 1. febrúar.
Dagskrá fundarins skal vera sem hér segir :
- Skýrsla sambandsstjórnar.
- Lesnir og bornir upp til samþykktar endurskoðaðir reikningar LS.
- Lagabreytingar, ef tillögur koma fram.
- Ákvörðun um árgjald.
- Kosning stjórnar og endurskoðenda, skv. 6. grein.
- Önnur mál.
Afl atkvæða ræður á fundinum, þó þarf 2/3 hluta atkvæða til að lagabreytingar nái fram að ganga.
Sigurður Björnsson benti á að í 2. grein þar sem gjalddagi félagsgjalda er 1. júní og eindagi 15 dögum síðar. Spurning hvort það falli að innheimtu aðildarfélaganna.
Lárus Atlason ræddi um það að í einhverjum tilfella þá eru ekki allir sumarhúsaeigendur aðilar að Landssambandinu. Skv. Sveini þá skal greitt fyrir þá aðila sem eru aðilar að Landssambandinu.
Ari Ólafsson kom einnig inná fyrir hverja ætti að greiða til LS sbr. 2 gr. breytingatillögunnar.
Frekari umræður urðu ekki um lagabreytingatillöguna. Sveinn lagði til að hún yrði borin upp í heild sinni og var það samþykkt. Breytingatillagan var samþykkt samhljóða.
Árgjald ákveðið
Lagt var til að árgjald yrði óbreytt milli ára. Árgjald kr. 4.000 fyrir einstaklingsaðild og kr. 2.000 fyrir félögin á hvern félaga. Samþykkt samhljóða.
Kosning stjórnar
Guðmundur Guðbjarnason, formaður gefur ekki kost á sér til endurkjörs og hefur Sveinn Guðmundsson gefið kost á sér til eins árs. Samþykkt með lófataki.
Kjósa þarf tvo meðstjórnendur til tveggja ára, Guðrún Nikulásdóttir og Sigrún Jónsdóttir eiga að ganga úr stjórn og gefur Sigrún Jónsdóttir kost á sér en Guðrún gefur ekki kost á sér áfram. Lagt er til að Jónbjörg Sigurjónsdóttir verði kjörin í Guðrúnar stað. Samþykkt með lófataki.
Stefanía K. Karlsdóttir sem setið hefur í aðalstjórn í eitt ár hefur óskað eftir að víkja úr stjórn. Í hennar stað gefur Ingunn Lára Hannesdóttir kost á sér til eins árs.
Fyrir situr í aðalstjórn Óskar Guðjónsson.
Tillaga um varamenn til stjórnar eru Guðmundur Guðbjarnarson, Einar M. Nikulásson og Ægir Frímannsson, samþykkt með lófataki.
Tillaga um endurskoðanda er Pétur Jónsson, löggiltur endurskoðandi, samþykkt með lófataki.
Önnur mál
- Sveinn þakkaði traust sem honum var sýnt með kjöri til formanns. Hann sagðist þar með hætta sem framkvæmdastjóri Landssambands sumarhúsaeigenda. Hann stefnir að því að ljúka vefsíðu LS. Sveinn nefndi að vinna þyrfti í því að rotþróargjald yrði lagt á hvert hús en ekki pr. rotþró, þetta væri í raun skattaálögur. Nú er verið að kveðja góðan mann, Guðmund Guðbjarnarson sem setið hefur í áraraðir í stjórn LS og verið formaður. Lagt var til að Guðmundur yrði gerður að heiðursfélaga LS og var það samþykkt samhljóða. Var Guðmundi fært heiðursskjal því til staðfestingar. Einnig var lagt til að Guðrún Nikulásdóttir hlyti silfurmerki LS og var henni afhent merki og skjal þessu til staðfestingar. Sveinn bauð nýja stjórnarmenn velkomna til starfa og sagðist hlakka til samstarfsins. Unnið verður að því að finna nýjan framkvæmdastjóra fyrir LS og mun Sveinn koma honum inn í starfið.
- Steingrímur Sigurjónsson ræddi öryggismál og kynnti glugga sem björgunarop. Hann hefur hannað glugga sem opnanlegir eru með einu handtaki. Byrjað er að framleiða gluggana. Benti hann á að LS gæti verið tengiliður við sumarhúsaeigendur sem hefðu áhuga á að kaupa slíka glugga. Nefndi hann einnig mikilvægi þess að útgönguleiðir væru merktar.
- Sveinn lagði fram ályktun fyrir fundinn.
Aðalfundur Landssambands sumarhúsaeigenda haldinn 27. apríl 2016 skorar á stjórnvöld að fella niður skatta af söluhagnaði frístundahúsa.
Var ályktunin samþykkt samhljóða. Verður hún send til fjölmiðla.
Sveinn ræddi um fjölgun félaga og verður það meginviðfangsefni afmælisársins.
Ekki tóku fleiri til máls, þakkaði Sveinn fundarmönnum fyrir góðan fund og var fundi slitið kl. 21:30.
Guðrún Nikulásdóttir, fundarritari.
Guðmundur Guðbjarnason setti fund kl. 20.10 og bauð fundarmenn velkomna.
Fundarstjóri var kjörinn Óskar Guðjónsson og fundarritari Guðrún Nikulásdóttir.
Óskar hóf fund með því að kanna hvort löglega hafi verið til hans boðað.
Fundargerð síðasta aðalfundar hefur verið birt á heimasíðu LS og í sumarhúsahandbókinni 2015.
Skýrsla stjórnar
Guðmundur Guðbjarnason flutti skýrslu stjórnar.
Inngangur
Stjórnin var skipuð eftirtöldum aðilum eftir aðalfund 2015:
Guðmundur Guðbjarnason, formaður, Óskar Guðjónsson, sem kosinn var varaformaður á fyrsta fundi stjórnar, en meðstjórnendur eru Sigrún Jónsdóttir, Guðrún Nikulásdóttir og Stefanía Katrín Karlsdóttir.
Varamenn voru kosnir: Einar N. Nikulásson, Gunnar S. Björnsson og Ægir Frímannsson.
Endurskoðandi: Pétur Jónsson lögg. endurskoðandi.
Framkvæmdastjóri: Sveinn Guðmundsson, hæstaréttarlögmaður.
Rekstur og starfsemi Landssambandsins
Skrifstofa sambandsins, sem er að Laugarvegi 178 Reykjavík, er opin eins og undanfarin ár fjóra daga í viku, þ.e. mánudaga til fimmtudaga milli 9 og 12 á starfsárinu.
Útgáfumál
Útgáfa ársrits okkar, Sumarhúsahandbókarinnar, er einn liður í að rækta sambandið við félagsmenn. Í sumarhúsahandbókunum undanfarin ár er mikinn fróðleik að finna og svo er einnig með útgáfuna 2015. Hún var send öllum félagsmönnum sambandsins.
Samskipti við stjórnvöld
Eins og fram hefur komið í fyrri ársskýrslum hefur Landssambandið beitt sér fyrir breytingu á lögum um tekjuskatt að því er varðar skattlagningu söluhagnaðar sumarbústaða þannig að um skattlagningu hans gildu sömu reglur og gilda um skattlagningu söluhagnaðar af íbúðarhúsum. Ávallt höfum við fengið neitun eða erindi okkar ekki svarað. Þrátt fyrir ítrekaðar óskir að fá að ræða við núverandi fjármálaráðherra og fylgja þessu máli eftir höfum við ekki fengið áheyrn hans. Þá hefur Landssambandið haft áhuga á að fá fram breytingu á lögum um frístundabyggð eins og kom fram í skýrslu á aðalfundi 2015, einkum þau atriði er varðar framlengingu eða endurnýjun á leigusamningum og nokkrum öðrum smávægilegum en þörfum breytingum. Lítið hefur orðið ágengt í þessu máli.
Um fasteignagjöld og sorphirðu
Fasteignagjald sem frístundahúsaeigendur og lóðarhafar greiða samkvæmt lögum um tekjustofna sveitarfélaga telst skattur sem hvert sveitarfélag ákvarðar innan löglegs hámarks. Auk þess leggjast önnur gjöld á sumarhúsaeigendur vegna þjónustu sem sveitarfélögin eiga að veita frístundahúsaeigendum og félögum þeirra. Hér er um að ræða gjöld sem ganga undir nöfnunum m.a. sorpurðunargjald, sorphirðugjald sumarbústaða, rotþróargjald og endurvinnslugjald. Þessi gjöld eiga það sammerkt að sveitarfélögin eiga og mega innheimta gjöld hjá lóðarhöfum fyrir þessa þjónustu til að standa undir þessari þjónustu en ekki til tekjuöflunar fyrir sveitarfélagið.
Dómsmál
Tvö hæstaréttarmál féllu nú í marsmánuði varðandi veiðirétt frístundahúsaeiganda, sjá nánar í skýrslu formanns sem birtast mun í heild sinni í Sumarhúsahandbókinni.
Heimasíðan
Unnið hefur verið að því að koma í gagnið nýrri heimasíðu félagsins. Vonast er til að nú sjáist fyrir endann í því máli en þetta hefur reynst þyngra í vöfum en ætlað var í byrjun.
Afmælisár
Það verða nú 25 ár síðan Landssamband sumarhúsaeigenda var stofnað en stofndagur þess er 27. október 1991. Frumkvöðull að stofnun félagsins var Kristján heitinn Jóhannsson.
Framtíð sambandsins
Nú á 25. aldursári Landssambandsins er ástæða til að horfa til framtíðar hvert okkar hlutverk er í félagatilverunni. Markhópur Landssambandsins er mjög skýr og afmarkaður við þá sem eiga frístundahús eða eiga eða leigja lóð undir frístundahús. Hagsmunir frístundahúsaeigenda felast í góðum samskiptum við opinbera aðila, stjórnvöld og Alþingi, sveitarstjórnir, landeigendur og ekki síst góð samskipti við félaga okkar og nágranna í sveitinni. Þar kemur Landssambandið sterkt inn og hefur mikla sérstöðu í flóru neytenda- og hagsmunafélagasamtaka hér á landi.
Við verðum að heita á okkur á afmælisárinu að fá til liðs við samtökin fleiri frístundahúsafélög og einstaklinga með einstaklingsaðild og efla áróður á vegum sambandsins til að efla vitund allra frístundahúsaeigenda og lóðarhafa á þýðingu sambandsins.
Aðild að Landssambandinu 2015
Nú eru 72 frístundhúsafélög í LS og hefur þeim fækkað um tvö. Félagafjöldi þeirra er samtals 2.672 en voru 2.784. Með einstaklingsaðild eru 1.495 en voru um 1.242 árinu áður, þeim hefur fjölgað. Samtals eru því félagsmenn 4.167 en voru 4.026.
Lokaorð
Guðmundur tilkynni að hann muni ekki gefa kost á sér til endurkjörs. Þakkaði hann meðstjórnendum sínum fyrir gott samstarf í stjórninni bæði núverandi og fyrri stjórnum. Einnig bar hann fram þakkir til Sveins Guðmundssonar, framkvæmdastjóra og lögfræðing sambandsins, fyrir óþrjótandi eljusemi í þágu Landssambandsins öll þau ár sem hann hefur helgað sig þessu hugsjónarstarfi sem nær öll 25 árin sem sambandið hefur starfað og ég vona að við eigum eftir að njóta þekkingar hans og reynslu í málefnum sumarbústaðaeigenda um ókomin ár.
Ársreikningur 2015 lagður fram
Sveinn Guðmundsson, framkvæmdastjóri Landssambandsins fór yfir helstu tölur.
Rekstrartekjur voru kr. 9.457.830 og rekstrargjöld kr. 8.999.075. Vaxtagjöld umfram vaxtatekjur voru kr. 24.397. Rekstrarhagnaður var kr. 434.358. Eigið fé kr. 3.840.499.
Var þessu næst orðið gefið laust um skýrslu stjórnar og ársreikninginn.
Sigurður Björnsson spurðist fyrir um liði í rekstrarkostnaði er varða burðargjöld og aðkeypta þjónustu. Sveinn Guðmundsson svaraði því með því að öll burðargjöld sem falla til hjá Sambandinu er þar innifalin útsending á Sumarhúsahandbókinni. Undir aðkeypta þjónustu fellur m.a. vinna vegna heimasíðunnar og lögmannsþjónusta vegna fundar sem Sveinn hafði ekki tök á að mæta á. Fram kom að Sumarhúsahandbókin stendur varla undir sér. Þó er vilji til að halda áfram útgáfu hennar þar sem hún er talin tengja félagsmenn við Landssambandið.
Steingrímur Sigurjónsson beindi því til stjórnar að hún beitti sér fyrir því að álögur á sumarhúsaeigendur væru í lágmarki.
Voru reikningar bornir upp til samþykktar og voru samþykktir samhljóða.
Skýrsla laganefndar
Sveinn Guðmundsson kynnti tillögu að lagabreytingum:
Lagðar voru fram breytingar á grein nr. 2 og nr. 5. Breytingarnar eru feitletraðar hér að
- gr.
Allir frístundahúsaeigendur og lóðahafar geta orðið aðilar að LS.
Enn fremur geta frístundafélög orðið aðilar að sambandinu fyrir hönd félagsaðila sinna og er þá litið á sérhvern aðila félagsins sem fullgildan félaga að sambandinu.
Stjórn LS getur heimilað öðrum sem geta átt hagsmuni að gæta í frístundabyggð inngöngu í sambandið.
Stjórnir frístundahúsafélaga sem eru með aðild að sambandinu skulu sjá um greiðslu félagsgjalda til sambandsins fyrir alla sína félagsmenn. Greitt er eitt gjald fyrir hvern einstakan félagsaðila að frístundahúsafélaginu.
Gjalddagi er allt að þremur mánuðum eftir aðalfund LS. Gjalddagi félagsgjalda er 1. júní og eindagi 15 dögum síðar.
Aðeins skuldlausir félagsmenn hafa atkvæðisrétt.
Eitt atkvæði fylgir hverju greiddu félagsgjaldi vegna frístundarhúss eða lóðar í samræmi við greiðslu félagsgjalda til sambandsins skv. 4. mgr. og skulu fulltrúar hvers félags fara með atkvæði allra sinna félagsmanna. Óski einstakir félagsmenn eftir því að fara með eigið atkvæði er það heimilt og dragast þá frá heildaratkvæðafjölda félagsins.
Segi frístundahúsafélag eða einstaklingur skv. 2. mgr. þessarar greinar sig úr sambandinu skal það eða hann vera skuldlaus(t) við sambandið.
5.gr.
Aðalfund skal halda fyrir 30. apríl ár hvert og er hann æðsta vald í málefnum LS.
Skal hann boðaður bréflega með a.m.k. minnst 10 daga og mest 20 daga fyrirvara.
Fundaboð skal sent formönnum og eða gjaldkerum allra aðildarfélaga LS og ennfremur auglýstur í landsmálablaði og telst hann þá löglegur boðaður.
Fundarboð skal sent formanni, gjaldkera og ritara hvers aðildarfélags annað hvort rafrænt enda liggi fyrir að upplýsingar að sending hafi tekist eða með bréfi. Það er svo hlutverk stjórnar aðildarfélags að framsenda fundarboðið félagsmönnum sínum. Ef kostur er skal fundinn jafnframt boða félögum með einstaklingsaðild sem skráð hafa rafræna móttöku hjá sambandinu. Fundinn skal ennfremur boðaður í a.m.k einu dagblaði og telst hann þá löglega boðaður.
Lögum þessum má aðeins breyta á aðalfundi. Ef fyrirhuguð er lagabreyting, skal þess sérstaklega getið í fundarboði. Tillögur um lagabreytingar skal senda til stjórnarinnar fyrir 1. febrúar.
Dagskrá fundarins skal vera sem hér segir :
- Skýrsla sambandsstjórnar.
- Lesnir og bornir upp til samþykktar endurskoðaðir reikningar LS.
- Lagabreytingar, ef tillögur koma fram.
- Ákvörðun um árgjald.
- Kosning stjórnar og endurskoðenda, skv. 6. grein.
- Önnur mál.
Afl atkvæða ræður á fundinum, þó þarf 2/3 hluta atkvæða til að lagabreytingar nái fram að ganga.
Sigurður Björnsson benti á að í 2. grein þar sem gjalddagi félagsgjalda er 1. júní og eindagi 15 dögum síðar. Spurning hvort það falli að innheimtu aðildarfélaganna.
Lárus Atlason ræddi um það að í einhverjum tilfella þá eru ekki allir sumarhúsaeigendur aðilar að Landssambandinu. Skv. Sveini þá skal greitt fyrir þá aðila sem eru aðilar að Landssambandinu.
Ari Ólafsson kom einnig inná fyrir hverja ætti að greiða til LS sbr. 2 gr. breytingatillögunnar.
Frekari umræður urðu ekki um lagabreytingatillöguna. Sveinn lagði til að hún yrði borin upp í heild sinni og var það samþykkt. Breytingatillagan var samþykkt samhljóða.
Árgjald ákveðið
Lagt var til að árgjald yrði óbreytt milli ára. Árgjald kr. 4.000 fyrir einstaklingsaðild og kr. 2.000 fyrir félögin á hvern félaga. Samþykkt samhljóða.
Kosning stjórnar
Guðmundur Guðbjarnason, formaður gefur ekki kost á sér til endurkjörs og hefur Sveinn Guðmundsson gefið kost á sér til eins árs. Samþykkt með lófataki.
Kjósa þarf tvo meðstjórnendur til tveggja ára, Guðrún Nikulásdóttir og Sigrún Jónsdóttir eiga að ganga úr stjórn og gefur Sigrún Jónsdóttir kost á sér en Guðrún gefur ekki kost á sér áfram. Lagt er til að Jónbjörg Sigurjónsdóttir verði kjörin í Guðrúnar stað. Samþykkt með lófataki.
Stefanía K. Karlsdóttir sem setið hefur í aðalstjórn í eitt ár hefur óskað eftir að víkja úr stjórn. Í hennar stað gefur Ingunn Lára Hannesdóttir kost á sér til eins árs.
Fyrir situr í aðalstjórn Óskar Guðjónsson.
Tillaga um varamenn til stjórnar eru Guðmundur Guðbjarnarson, Einar M. Nikulásson og Ægir Frímannsson, samþykkt með lófataki.
Tillaga um endurskoðanda er Pétur Jónsson, löggiltur endurskoðandi, samþykkt með lófataki.
Önnur mál
- Sveinn þakkaði traust sem honum var sýnt með kjöri til formanns. Hann sagðist þar með hætta sem framkvæmdastjóri Landssambands sumarhúsaeigenda. Hann stefnir að því að ljúka vefsíðu LS. Sveinn nefndi að vinna þyrfti í því að rotþróargjald yrði lagt á hvert hús en ekki pr. rotþró, þetta væri í raun skattaálögur. Nú er verið að kveðja góðan mann, Guðmund Guðbjarnarson sem setið hefur í áraraðir í stjórn LS og verið formaður. Lagt var til að Guðmundur yrði gerður að heiðursfélaga LS og var það samþykkt samhljóða. Var Guðmundi fært heiðursskjal því til staðfestingar. Einnig var lagt til að Guðrún Nikulásdóttir hlyti silfurmerki LS og var henni afhent merki og skjal þessu til staðfestingar. Sveinn bauð nýja stjórnarmenn velkomna til starfa og sagðist hlakka til samstarfsins. Unnið verður að því að finna nýjan framkvæmdastjóra fyrir LS og mun Sveinn koma honum inn í starfið.
- Steingrímur Sigurjónsson ræddi öryggismál og kynnti glugga sem björgunarop. Hann hefur hannað glugga sem opnanlegir eru með einu handtaki. Byrjað er að framleiða gluggana. Benti hann á að LS gæti verið tengiliður við sumarhúsaeigendur sem hefðu áhuga á að kaupa slíka glugga. Nefndi hann einnig mikilvægi þess að útgönguleiðir væru merktar.
- Sveinn lagði fram ályktun fyrir fundinn.
Aðalfundur Landssambands sumarhúsaeigenda haldinn 27. apríl 2016 skorar á stjórnvöld að fella niður skatta af söluhagnaði frístundahúsa.
Var ályktunin samþykkt samhljóða. Verður hún send til fjölmiðla.
Sveinn ræddi um fjölgun félaga og verður það meginviðfangsefni afmælisársins.
Ekki tóku fleiri til máls, þakkaði Sveinn fundarmönnum fyrir góðan fund og var fundi slitið kl. 21:30.
Guðrún Nikulásdóttir, fundarritari.