Aðalfundur 2019

Fundur haldinn 30. apríl 2019 í húsakynnum SÍBS í Síðumúla 6, Reykjavík

Setning

Fundur hófst stundvíslega kl. 20:00 með setningu Sveins Guðmundssonar formanns.

Kosning fundarstjóra

Sveinn lagði til Óskar Guðjónsson sem fundarstjóra og var það samþykkt samhljóða

Formaður óskaði eftir mínútuþögn til minningar um Einar M. Nikulásson sem lést á árinu og hafði verið stjórnarmaður í Landssambandi sumarhúsaeigenda frá stofnun þess, lengst af í aðalstjórn en síðustu ár sem varamaður.

Lögmæti fundar

Engar athugasemdir bárust um fundarboð, fundurinn telst því löglegur

Kosning ritara

Ritari fundar kosinn Eiður Eiðsson

Gestur fundarins

Kristinn H. Þorsteinsson garðyrkjufræðingur frá Garðyrkjufélagi Íslands var gestur fundarins. Kristinn hefur frá 1980 starfað við garðyrkju, hann hefur komið að flestum þáttum fræðslumála, setið í stjórnun garðyrkjufélagsins, kennt við garðyrkjuháskólinn. Garðyrkjufélag Íslands var stofnað 1885 og í því eru 2.500 manns og er árgjald félagsins 6.500 kr. Kristinn færði félaginu rit Garðyrkjufélags Íslands að gjöf.

Kristinn stiklaði á stóru um möguleika á garðyrkjurækt, gaf góð ráð um hana auk þess sem hann fór yfir áform Garðyrkjufélagsins að byggja nýtt og hentugra húsnæði við Mjóddina í Reykjavík.

Eftir fyrirlestur Kristins gafst kostur á spurningum og spurði Unnur Sigsveinsdóttir um Hraukber sem eru hluti af vistrækt, hluti af lífsstíl, hvort það nýtat, en ekki til að rækta tré á víaðvangi, nýtist t.d. Í matjurtagörðum, eins

Heiða Steinasdóttir spurði um leiðir til að hafa hemill á Lúpínu, það kom fram hjá Kristni að ekki er hægt að hafa hemil á henni, hægt er að takmarka útbreiðslu hennar við eigið land en stríðið er að tapast, best sé að höggva Lúpínuna alveg niður við jörð þegar hún er að blómgast, þá er nánast öll næring farin úr rótinni.

Sveinn þakkaði Kristni fyrir fyrirlesturinn og afhenti honum fána félagsins benti á að sumarhúsaeigendur eru í raun stærstu skógræktaraðilar landsins.

Fundargerð síðasta fundar

Fundargerð síðasta fundar er birt í sumarhúsahandbókinni og því ekki lesin á fundinum.

Skýrsla stjórnar og reikningar

Sveinn kynnti skýrslu stjórnar og reikninga í einu lagi

Farið yfir skipan stjórnar

Pétur Jónsson, er endurskoðandi félagsins

Rekstur er á Suðurlandsbraut 20 opið mánudaga til fimmtudaga frá 9-12

Sveinn fjallaði um síðasta ár og dró fram helstu verkefni sem unnið hefur verið að:

  • Umtalsvert starf er unnið við að gæta hagsmuna sumarhúsaeiganda m.a. í alþingi, ýmsum stjórnsýslustofnunum.
  • Á árinu voru haldnir 4 stjórnarfundir á hverjum ársfjórðungi.
  • Mikið hefur verið leitað til félagsins af stjórnsýslustofnunum og öðrum t.d. skattinum um hvort félög sem eru að sækja um að vera flokkuð sem frístundafélög
  • Gæta hagsmuna inn og út á við, gagnvart opinberum aðilum og öðrum, höfum skoðanir á lögum sem verið að setja á sumarhúsaeigendur, höfum stoppað og leiðrétt lög sem ekki hafa verið sanngjörn eða sett fram að misskilningi
  • Gefum út sumarhúsahandbók, ávallt spurning hvort eigi að hætta, en þar eru upplýsingar sem skipta máli, aðalefni síðustu handbókar er brunavarnarátak í nærlandi
  • Fjallað um hvaða þjónustu sveitarfélög eiga veita í sambandi við brunavarnir – en það eru ákaflega litlar staðbundnar brunavarnir

Starfið í gegnum tíðina:

  • Þjónusta sem við fáum almennt frá sveitarfélögum er sorphirða, þjónustugjöld eru aðskilin -> sorphirða – vildu samt einfalda sinn rekstur og tóku alla gáma úr sveitarfélögum, við kærðum og fengum til baka úrskurð úr nefnd um að þetta væri ólögmæt, það er ólögmæt að hafa ekki gáma á svæðinu, þegar þú ferð þarftu að geta farið með sorpið í gáminn en ekki enda með það heima hjá þér.
  • Rotþrær, sveitarfélög kom á kerfisbundinni tæmingu rotþróa, ekki má fara hærra með gjöld en sem kostar að reka þetta, en það er ekki farið eftir því, sett af stað nefnd til að fara í þessi mál og er hún að ljúka störfum, skattur en ekki þjónustugjöld, 10 hús tengt við eina rotþró en húsin borga hvert fyrir sig. Opinberar aðilar vissu ekki af þessari stöðu, auk þess sem sumar eru ekki tæmdar reglulega sem eru sjálfbærar. Eftirlit þarf að vera betra og tæming skilvirkari – hámarks árangur með lægstu tilkostnaði.
  • Lagt áherslu á öryggi í umhverfi t.d. Gróðureldar, heilmikil vinna í sambandi við það, eldur í sumarhúsabyggð, grodureldar.is
  • Öryggisnúmerakerfi – höfum verið að kynna verkefnið upp á nýtt, kannski ekki okkar hlutverk en opinberar aðilar sýna þessu ekki áhuga, lögðum til að öll nýbyggð hús væru með öryggisnúmer, vitum ekki hversu mörg hús eru með þetta í dag, teljum það vera 50% af sumarhúsum í landinu sem eru með öryggisnúmer.

Fjallað um dóm Héraðsdóms Reykjavíkur 20. nóvember 2017 í máli nr. E-77/2017 sem fjallar um uppsögn á leigulandi og mögulega afturvirkni laga 75/2008

Í félaginu eru 75 frístundahúsafélög og 3.871 félagsmaður, mjög miklu máli skiptir að gæta hagsmuna þessa hóps, félagið gefur út handbók sumarhúsaeiganda handbók árlega. Félagið horfir stöðugt til framtíðar til þess hvað er að gerast í okkar umhverfi og hvernig við getum þjónustað félagsmenn sem allra best.

Sagt frá því að félaginu hefur verið kynnt vöktunarkerfi sem sett er upp sem vaktar svæðin, í þessum kerfum er hægt að skoða myndir af svæðum, veðurlag og þess háttar. Hugsanlegt er að taka upp samstarf um kynningu á þess konar búnaði til félagsmanna.

Erum að vinna í lagasetningum á frístundahúsabyggð þannig að söluhagnaður verði ekki skattlagður

Eins að eigendur geti flutt lögheimili sitt í frístundahús með takmarkaðri þjónustu, til að mæta þeim áhyggjum sveitarfélaga um þá þjónustu sem þau þurfa að veita, höfum verið að kæra inn svona mál til að fá viðbrögð.

Munaðarnes, hefur unnið vel að sínum málum varðandi upplýsingar og annað, hefur verið að taka saman upplýsingar um kostnað sem fallið hefur sitt svæði, frá 2011 hafa álög á það svæði meira en tvöfaldast

Fara yfir ársreikning

Félagsgjöld hafa hækkað lítilega  – gjöld  á einstakling hækka lítillega

Sagt frá styrk frá VÍS til að dreifa bók um gróðurelda sem var nauðsynlegur til að hægt væri að dreifa þessu í miklu magni sem henni var dreift í.

Hagnaður ársins upp á 476.155 miðað við 1.126.087 milljón í tap árið á undan.

Aðkeypt símaþjónusta – erum með ritaraþjónustu til að skrá hver einasta símtal er skráð og svara og skráð svo hægt sé að fylgja þeim eftir.

Stærsti einstaki kostnaðarliður er aðkeypt þjónusta sem er fyrst og fremst lögfræðiþjónusta þar sem verið er að gæta hagsmuna félagsmanna, hvoru tveggja í heild og þegar einstaka félagsmenn þurfa að leita til félagsins með sín mál.

Annar stór kostnaðarliður er umframdreifing bókar um gróðurelda, það er einskiptis kostnaður og þess vegna tekin sérstaklega fram.

Frekari umfjöllun um skýrslu stjórnar og störf félagsins

Heiða Steindóttir spurði hvar hún geti nálgast upplýsingar um hvað félag er að greiða í fasteignagjöld og hvort þá sveitarfélög eru að innheimta hærra hlutfall en leyfilegt er: Það eru ekki opinberar upplýsingar en félagið fékk gögn um hækkanir frá Munaðarnesi sem hægt er að skoða.

Oddur Magnússon benti á að Þjóðskrá fari ekki að lögum og séu ekki að meta eignir rétt – fyrning dettur ekki inn, gjaldstuðull fyrir kalda vatnið er ekki réttur.

Tryggvi spurði hvort sömu reglur gildi um rekstur einkarekinna og opinberar veitna t.d. um verðskrá. Það koma fram að uppfylla þarf skilyrði um vottun ef um neysluvatn sé að ræða þá verður að fá vottun frá heilbrigðisyfirvöldum, verðskrá sé annað. Spurning hvert leitar maður til að finna út hvert hámarksgjald er, t.d. Orkuveita er með verðskrá sem hún birtir inn á netinu, það eru ýmiss gjöld í gangi í einkareknum veitum. Sumar veitur eru verri en aðrar þar sem vatnsbúskapur er slæmur – ekki vatn allt árið. Opinberar veitur þurfa að uppfylla strangari skilyrði og þurfa að tryggja að hægt sé að tengja brunaslöngur við veitun, ekki hægt að setja þær kvaðir á einkareknar veitur. Spurning hvort sveitarfélög þurfa ekki að koma að því að koma að þessu upp á brunavarnir í sumarhúsabyggðum.

Steinar Spurði út í bréf til forsætisráðherra, ekki svar borist frá henni sjálfri en stendur til að við fáum fund með henni, út af söluhagnaði sumarhúsa. Umræður sköpuðust út af hverju að skrifa henni bréf þar sem málaflokkurinn heyrði ekki undir hennar ráðuneyti. Sveinn benti á að hann sjálfur væri búinn að vera í samstarfi við ótal fjármálaráðherra í gegnum tíðina til að benda á ýmislegt sem stendur að okkur. Það hafi hins vegar ekki gengið eftir að ná eyrum núverandi fjármálaráðherra Bjarna Benediktssyni, hann vildi ekki einu sinni eiga fund með okkur, þess vegna sendum við forsætisráðherra. Eins er sóst eftir stuðning þvert á pólitíkina og margir eru áhugasamir að veita okkur stuðning.

Einar ræddi hátt vatnsgjald í Reykjavík, OR þurfti að endurgreiða honum vatnsgjald eftir dóm þar sem tekið er á því að hið opinbera megi ekki rukka meira fyrir þá þjónustu en því sem nemur að veita hana. Talað var um að birta reifun á dómnum í næstu útgáfu handbókar félagsins. Veitur væru oft að rukka meira en þjónusta kostaði, ef vitað er að gjaldið er hærra þá er hægt að sækja það, við einstaklingar þurfa að standa í þessu sjálfir hver fyrir sig. Í raun ætti hvert sveitarfélag fyrir sig ætti að laga þetta bara sjálft.

Eins var rætt um seyrulosun og þá staðreynd að sveitarfélög þurfa að birta fyrir fram hvað kostnaður um sorp og seyrulosun – áður en hægt er að rukka gjald fyrir þjónustuna sem á að falla á jöfnu við kostnað.

Í ljósi þess að mikil þörf er að ríkri hagsmunagæslu fyrir sumarhúsaeiganda var tekin umræða um hvort búa ætti til verkefnatengda áætlun fyrir félagið og meta hver kostnaður yrði við það og leggja síðan fyrir félagsmenn hvort það væri áhugi fyrir því að hækka gjald á þeim grunni. Ljóst er að meiri hagsmunagæsla kostar miklu vinnu í byrjun en skilar sér fyrir heildina þegar til lengri tíma er litið.

Í dag er árgjald 2.500 kr. fyrir félagsmenn aðildarfélaga og 4.500 kr. á einstaklinga, best væri að ráða 2-3 starfsmenn til að ráðast í þessi mál.

Reikningur félagsins borinn upp til samþykktar

Enginn á móti samþykkt reikninga.

Ákvörðun árgjalds

Óbreytt árgjald samþykkt – 4.500 kr. fyrir einstaklinga og 2.500 kr. fyrir aðildarfélög fyrir hvern félaga.

Kosning stjórnar

Sveinn Guðmundsson  formaður

Óskar Guðjónsson

Ingunn Lára Hannesdóttir

Varastjórn

Ægir Frímannsson

Jónbjörg Sigurjónsdóttir

Leó Daðason

Kosning endurskoðanda

Pétur Jónsson kosinn endurskoðandi

Önnur mál

Sagt var frá því að unnið er að því að setja upp facebook hóp fyrir LSH sem verður lokuð grúbba

Lögheimilismál  Óskar, sótti um lögheimili í sínu sumarhúsi, var tilbúin að afsala sér allri þjónust s.s., skólaakstri, snjómokstri, brunaþjónustu og barnagæslu. Ræddi við formann borgarbyggðar um málið en hann vildi ekki með nokkru móti veita þessa heimild. Óskar ætlar að halda áfram að sækja þetta mjög fast.

Þórður Benediktsson, Hvassahrauni –

  • Velti því fyrir sér hvort hægt sé að afsala sér stjórnarskrábundnum réttindum, með bréfi vilja ekki skólabíl, sorphirðu o.s.frv. Sveinn: til að mæta þeim kostnaði t.d. Það er það sem sveitarfélögin eru hrædd við.
  • Sagði frá því að félagið sem hann er í hefur nýtt sér facebook en félagið telur 28 lóðir og 35-40 manns og eru með svona kerfi en það noti það engin, mjög erfitt að fá fólk til að sækja fundi og afla sér upplýsinga.

Oddur spurði um gagnagrunn og félagatal, viljum ekki hafa félagatal inn á opinni síðu. Spurði hvort hægt sé að hafa þetta á netinu þannig að þeir sem eru aðilar að LSH geti breytt sínum skráningum sjálfir. Sveinn svaraði því til að reynt hefði verið að koma þessu á fyrir ekki svo löngum síðan. Fyrirtækið sem tók þetta að sér varð fyrir netárás og öllum gögnum var eytt. Tók það undir heilt ár að fá þau til baka með umtalsverðri vinnu fyrir félagið

Facebook – verður lokuð

Steinar í Munaðarnesi ræddi um að það eru 75 félög í LS, erfitt að nálgast upplýsingar um önnur félög í öðrum landshlutum til að ná saman við önnur félög jafnvel á sama svæði til að auka þrýsting, viðkomandi byggðarlagi.

Mikið áhyggjuefni brunavanir, mikið kjarrlendi í Borgarfirði, klappir, brunahanar, brunavarnir eru eitthvað sem stöðugt þarf að vera minnast á. Upplýsingum um brunavarnir í sumarhúsabyggð hefur verið komið  til allra sveitarfélaga, allra brunavarna um allt land, búið að dreifa þessu út um allt, brunavarnir.is.

Sigurveig velti fyrir sér hvort einhversstaðar sé verið að flokka rusl í sumarhúsabyggð, Bláskógarbyggð er að fara á fund út af þessu máli um að flokka rusl, þar eru komnir gámar.

Fundi slitið 21:40

Eiður Sigurjón Eiðsson

Setning

Fundur hófst stundvíslega kl. 20:00 með setningu Sveins Guðmundssonar formanns.

Kosning fundarstjóra

Sveinn lagði til Óskar Guðjónsson sem fundarstjóra og var það samþykkt samhljóða

Formaður óskaði eftir mínútuþögn til minningar um Einar M. Nikulásson sem lést á árinu og hafði verið stjórnarmaður í Landssambandi sumarhúsaeigenda frá stofnun þess, lengst af í aðalstjórn en síðustu ár sem varamaður.

Lögmæti fundar

Engar athugasemdir bárust um fundarboð, fundurinn telst því löglegur

Kosning ritara

Ritari fundar kosinn Eiður Eiðsson

Gestur fundarins

Kristinn H. Þorsteinsson garðyrkjufræðingur frá Garðyrkjufélagi Íslands var gestur fundarins. Kristinn hefur frá 1980 starfað við garðyrkju, hann hefur komið að flestum þáttum fræðslumála, setið í stjórnun garðyrkjufélagsins, kennt við garðyrkjuháskólinn. Garðyrkjufélag Íslands var stofnað 1885 og í því eru 2.500 manns og er árgjald félagsins 6.500 kr. Kristinn færði félaginu rit Garðyrkjufélags Íslands að gjöf.

Kristinn stiklaði á stóru um möguleika á garðyrkjurækt, gaf góð ráð um hana auk þess sem hann fór yfir áform Garðyrkjufélagsins að byggja nýtt og hentugra húsnæði við Mjóddina í Reykjavík.

Eftir fyrirlestur Kristins gafst kostur á spurningum og spurði Unnur Sigsveinsdóttir um Hraukber sem eru hluti af vistrækt, hluti af lífsstíl, hvort það nýtat, en ekki til að rækta tré á víaðvangi, nýtist t.d. Í matjurtagörðum, eins

Heiða Steinasdóttir spurði um leiðir til að hafa hemill á Lúpínu, það kom fram hjá Kristni að ekki er hægt að hafa hemil á henni, hægt er að takmarka útbreiðslu hennar við eigið land en stríðið er að tapast, best sé að höggva Lúpínuna alveg niður við jörð þegar hún er að blómgast, þá er nánast öll næring farin úr rótinni.

Sveinn þakkaði Kristni fyrir fyrirlesturinn og afhenti honum fána félagsins benti á að sumarhúsaeigendur eru í raun stærstu skógræktaraðilar landsins.

Fundargerð síðasta fundar

Fundargerð síðasta fundar er birt í sumarhúsahandbókinni og því ekki lesin á fundinum.

Skýrsla stjórnar og reikningar

Sveinn kynnti skýrslu stjórnar og reikninga í einu lagi

Farið yfir skipan stjórnar

Pétur Jónsson, er endurskoðandi félagsins

Rekstur er á Suðurlandsbraut 20 opið mánudaga til fimmtudaga frá 9-12

Sveinn fjallaði um síðasta ár og dró fram helstu verkefni sem unnið hefur verið að:

  • Umtalsvert starf er unnið við að gæta hagsmuna sumarhúsaeiganda m.a. í alþingi, ýmsum stjórnsýslustofnunum.
  • Á árinu voru haldnir 4 stjórnarfundir á hverjum ársfjórðungi.
  • Mikið hefur verið leitað til félagsins af stjórnsýslustofnunum og öðrum t.d. skattinum um hvort félög sem eru að sækja um að vera flokkuð sem frístundafélög
  • Gæta hagsmuna inn og út á við, gagnvart opinberum aðilum og öðrum, höfum skoðanir á lögum sem verið að setja á sumarhúsaeigendur, höfum stoppað og leiðrétt lög sem ekki hafa verið sanngjörn eða sett fram að misskilningi
  • Gefum út sumarhúsahandbók, ávallt spurning hvort eigi að hætta, en þar eru upplýsingar sem skipta máli, aðalefni síðustu handbókar er brunavarnarátak í nærlandi
  • Fjallað um hvaða þjónustu sveitarfélög eiga veita í sambandi við brunavarnir – en það eru ákaflega litlar staðbundnar brunavarnir

Starfið í gegnum tíðina:

  • Þjónusta sem við fáum almennt frá sveitarfélögum er sorphirða, þjónustugjöld eru aðskilin -> sorphirða – vildu samt einfalda sinn rekstur og tóku alla gáma úr sveitarfélögum, við kærðum og fengum til baka úrskurð úr nefnd um að þetta væri ólögmæt, það er ólögmæt að hafa ekki gáma á svæðinu, þegar þú ferð þarftu að geta farið með sorpið í gáminn en ekki enda með það heima hjá þér.
  • Rotþrær, sveitarfélög kom á kerfisbundinni tæmingu rotþróa, ekki má fara hærra með gjöld en sem kostar að reka þetta, en það er ekki farið eftir því, sett af stað nefnd til að fara í þessi mál og er hún að ljúka störfum, skattur en ekki þjónustugjöld, 10 hús tengt við eina rotþró en húsin borga hvert fyrir sig. Opinberar aðilar vissu ekki af þessari stöðu, auk þess sem sumar eru ekki tæmdar reglulega sem eru sjálfbærar. Eftirlit þarf að vera betra og tæming skilvirkari – hámarks árangur með lægstu tilkostnaði.
  • Lagt áherslu á öryggi í umhverfi t.d. Gróðureldar, heilmikil vinna í sambandi við það, eldur í sumarhúsabyggð, grodureldar.is
  • Öryggisnúmerakerfi – höfum verið að kynna verkefnið upp á nýtt, kannski ekki okkar hlutverk en opinberar aðilar sýna þessu ekki áhuga, lögðum til að öll nýbyggð hús væru með öryggisnúmer, vitum ekki hversu mörg hús eru með þetta í dag, teljum það vera 50% af sumarhúsum í landinu sem eru með öryggisnúmer.

Fjallað um dóm Héraðsdóms Reykjavíkur 20. nóvember 2017 í máli nr. E-77/2017 sem fjallar um uppsögn á leigulandi og mögulega afturvirkni laga 75/2008

Í félaginu eru 75 frístundahúsafélög og 3.871 félagsmaður, mjög miklu máli skiptir að gæta hagsmuna þessa hóps, félagið gefur út handbók sumarhúsaeiganda handbók árlega. Félagið horfir stöðugt til framtíðar til þess hvað er að gerast í okkar umhverfi og hvernig við getum þjónustað félagsmenn sem allra best.

Sagt frá því að félaginu hefur verið kynnt vöktunarkerfi sem sett er upp sem vaktar svæðin, í þessum kerfum er hægt að skoða myndir af svæðum, veðurlag og þess háttar. Hugsanlegt er að taka upp samstarf um kynningu á þess konar búnaði til félagsmanna.

Erum að vinna í lagasetningum á frístundahúsabyggð þannig að söluhagnaður verði ekki skattlagður

Eins að eigendur geti flutt lögheimili sitt í frístundahús með takmarkaðri þjónustu, til að mæta þeim áhyggjum sveitarfélaga um þá þjónustu sem þau þurfa að veita, höfum verið að kæra inn svona mál til að fá viðbrögð.

Munaðarnes, hefur unnið vel að sínum málum varðandi upplýsingar og annað, hefur verið að taka saman upplýsingar um kostnað sem fallið hefur sitt svæði, frá 2011 hafa álög á það svæði meira en tvöfaldast

Fara yfir ársreikning

Félagsgjöld hafa hækkað lítilega  – gjöld  á einstakling hækka lítillega

Sagt frá styrk frá VÍS til að dreifa bók um gróðurelda sem var nauðsynlegur til að hægt væri að dreifa þessu í miklu magni sem henni var dreift í.

Hagnaður ársins upp á 476.155 miðað við 1.126.087 milljón í tap árið á undan.

Aðkeypt símaþjónusta – erum með ritaraþjónustu til að skrá hver einasta símtal er skráð og svara og skráð svo hægt sé að fylgja þeim eftir.

Stærsti einstaki kostnaðarliður er aðkeypt þjónusta sem er fyrst og fremst lögfræðiþjónusta þar sem verið er að gæta hagsmuna félagsmanna, hvoru tveggja í heild og þegar einstaka félagsmenn þurfa að leita til félagsins með sín mál.

Annar stór kostnaðarliður er umframdreifing bókar um gróðurelda, það er einskiptis kostnaður og þess vegna tekin sérstaklega fram.

Frekari umfjöllun um skýrslu stjórnar og störf félagsins

Heiða Steindóttir spurði hvar hún geti nálgast upplýsingar um hvað félag er að greiða í fasteignagjöld og hvort þá sveitarfélög eru að innheimta hærra hlutfall en leyfilegt er: Það eru ekki opinberar upplýsingar en félagið fékk gögn um hækkanir frá Munaðarnesi sem hægt er að skoða.

Oddur Magnússon benti á að Þjóðskrá fari ekki að lögum og séu ekki að meta eignir rétt – fyrning dettur ekki inn, gjaldstuðull fyrir kalda vatnið er ekki réttur.

Tryggvi spurði hvort sömu reglur gildi um rekstur einkarekinna og opinberar veitna t.d. um verðskrá. Það koma fram að uppfylla þarf skilyrði um vottun ef um neysluvatn sé að ræða þá verður að fá vottun frá heilbrigðisyfirvöldum, verðskrá sé annað. Spurning hvert leitar maður til að finna út hvert hámarksgjald er, t.d. Orkuveita er með verðskrá sem hún birtir inn á netinu, það eru ýmiss gjöld í gangi í einkareknum veitum. Sumar veitur eru verri en aðrar þar sem vatnsbúskapur er slæmur – ekki vatn allt árið. Opinberar veitur þurfa að uppfylla strangari skilyrði og þurfa að tryggja að hægt sé að tengja brunaslöngur við veitun, ekki hægt að setja þær kvaðir á einkareknar veitur. Spurning hvort sveitarfélög þurfa ekki að koma að því að koma að þessu upp á brunavarnir í sumarhúsabyggðum.

Steinar Spurði út í bréf til forsætisráðherra, ekki svar borist frá henni sjálfri en stendur til að við fáum fund með henni, út af söluhagnaði sumarhúsa. Umræður sköpuðust út af hverju að skrifa henni bréf þar sem málaflokkurinn heyrði ekki undir hennar ráðuneyti. Sveinn benti á að hann sjálfur væri búinn að vera í samstarfi við ótal fjármálaráðherra í gegnum tíðina til að benda á ýmislegt sem stendur að okkur. Það hafi hins vegar ekki gengið eftir að ná eyrum núverandi fjármálaráðherra Bjarna Benediktssyni, hann vildi ekki einu sinni eiga fund með okkur, þess vegna sendum við forsætisráðherra. Eins er sóst eftir stuðning þvert á pólitíkina og margir eru áhugasamir að veita okkur stuðning.

Einar ræddi hátt vatnsgjald í Reykjavík, OR þurfti að endurgreiða honum vatnsgjald eftir dóm þar sem tekið er á því að hið opinbera megi ekki rukka meira fyrir þá þjónustu en því sem nemur að veita hana. Talað var um að birta reifun á dómnum í næstu útgáfu handbókar félagsins. Veitur væru oft að rukka meira en þjónusta kostaði, ef vitað er að gjaldið er hærra þá er hægt að sækja það, við einstaklingar þurfa að standa í þessu sjálfir hver fyrir sig. Í raun ætti hvert sveitarfélag fyrir sig ætti að laga þetta bara sjálft.

Eins var rætt um seyrulosun og þá staðreynd að sveitarfélög þurfa að birta fyrir fram hvað kostnaður um sorp og seyrulosun – áður en hægt er að rukka gjald fyrir þjónustuna sem á að falla á jöfnu við kostnað.

Í ljósi þess að mikil þörf er að ríkri hagsmunagæslu fyrir sumarhúsaeiganda var tekin umræða um hvort búa ætti til verkefnatengda áætlun fyrir félagið og meta hver kostnaður yrði við það og leggja síðan fyrir félagsmenn hvort það væri áhugi fyrir því að hækka gjald á þeim grunni. Ljóst er að meiri hagsmunagæsla kostar miklu vinnu í byrjun en skilar sér fyrir heildina þegar til lengri tíma er litið.

Í dag er árgjald 2.500 kr. fyrir félagsmenn aðildarfélaga og 4.500 kr. á einstaklinga, best væri að ráða 2-3 starfsmenn til að ráðast í þessi mál.

Reikningur félagsins borinn upp til samþykktar

Enginn á móti samþykkt reikninga.

Ákvörðun árgjalds

Óbreytt árgjald samþykkt – 4.500 kr. fyrir einstaklinga og 2.500 kr. fyrir aðildarfélög fyrir hvern félaga.

Kosning stjórnar

Sveinn Guðmundsson  formaður

Óskar Guðjónsson

Ingunn Lára Hannesdóttir

Varastjórn

Ægir Frímannsson

Jónbjörg Sigurjónsdóttir

Leó Daðason

Kosning endurskoðanda

Pétur Jónsson kosinn endurskoðandi

Önnur mál

Sagt var frá því að unnið er að því að setja upp facebook hóp fyrir LSH sem verður lokuð grúbba

Lögheimilismál  Óskar, sótti um lögheimili í sínu sumarhúsi, var tilbúin að afsala sér allri þjónust s.s., skólaakstri, snjómokstri, brunaþjónustu og barnagæslu. Ræddi við formann borgarbyggðar um málið en hann vildi ekki með nokkru móti veita þessa heimild. Óskar ætlar að halda áfram að sækja þetta mjög fast.

Þórður Benediktsson, Hvassahrauni –

  • Velti því fyrir sér hvort hægt sé að afsala sér stjórnarskrábundnum réttindum, með bréfi vilja ekki skólabíl, sorphirðu o.s.frv. Sveinn: til að mæta þeim kostnaði t.d. Það er það sem sveitarfélögin eru hrædd við.
  • Sagði frá því að félagið sem hann er í hefur nýtt sér facebook en félagið telur 28 lóðir og 35-40 manns og eru með svona kerfi en það noti það engin, mjög erfitt að fá fólk til að sækja fundi og afla sér upplýsinga.

Oddur spurði um gagnagrunn og félagatal, viljum ekki hafa félagatal inn á opinni síðu. Spurði hvort hægt sé að hafa þetta á netinu þannig að þeir sem eru aðilar að LSH geti breytt sínum skráningum sjálfir. Sveinn svaraði því til að reynt hefði verið að koma þessu á fyrir ekki svo löngum síðan. Fyrirtækið sem tók þetta að sér varð fyrir netárás og öllum gögnum var eytt. Tók það undir heilt ár að fá þau til baka með umtalsverðri vinnu fyrir félagið

Facebook – verður lokuð

Steinar í Munaðarnesi ræddi um að það eru 75 félög í LS, erfitt að nálgast upplýsingar um önnur félög í öðrum landshlutum til að ná saman við önnur félög jafnvel á sama svæði til að auka þrýsting, viðkomandi byggðarlagi.

Mikið áhyggjuefni brunavanir, mikið kjarrlendi í Borgarfirði, klappir, brunahanar, brunavarnir eru eitthvað sem stöðugt þarf að vera minnast á. Upplýsingum um brunavarnir í sumarhúsabyggð hefur verið komið  til allra sveitarfélaga, allra brunavarna um allt land, búið að dreifa þessu út um allt, brunavarnir.is.

Sigurveig velti fyrir sér hvort einhversstaðar sé verið að flokka rusl í sumarhúsabyggð, Bláskógarbyggð er að fara á fund út af þessu máli um að flokka rusl, þar eru komnir gámar.

Fundi slitið 21:40

Eiður Sigurjón Eiðsson