Fyrir þína hagsmuni

Réttindi –   lög & reglur – öryggi 

– umhverfi – lögfræðiþjónusta

Tekjuskattur

Eigendur sumarhúsa greiða ekki lengur fjármagnstekjuskatt af sölu sumarhúsa.

Öryggisnúmer

Sumarhús sem bera öryggisnúmer eru hnituð og skráð hjá Neyðarlínunni.

Fasteignagjöld

Unnið er að lækkun fasteignagjalda sem er mikið réttindamál.

Öryggismyndavélar

Verið er að skoða öryggi í frístundabyggð með tilliti til vöktunar með myndavélum.

Flóttaleiðir

Viðbragðsáætlanir í frístundabyggðum vegna brunahættu þurfa að liggja fyrir.

Hjartastuðtæki

Kortleggja þarf hvar næsta hjartastuðtæki er við frístundabyggð og heilbrigðisþjónusta.

Sumarbústaður

Ávinningur af þátttöku

Landssambandið ver og verndar réttindi og hagsmuni frístundahúsabyggða og gætir hagsmuna fyrir sumarhúsaeigendur gagnvart opinberum aðilum og öðrum. Sambandið hefur unnið ötullega að bættu öryggi og aukinni velferð sumarhúsaeigenda. Margt hefur áunnist, annað er í vinnslu og ávallt verða til nýjar áskoranir. 

Félagsmenn geta leitað ráða hjá sambandinu og fá ríflegan afslátt af lögfræðiþjónustu. Aðild borgar sig.

Átt þú hagsmuna að gæta í frístundabyggð?

Allir sumarhúsaeigendur og lóðahafar geta orðið aðilar að LS. Enn fremur geta sumarhúsafélög orðið aðilar að sambandinu fyrir hönd félagsmanna. Ert þú eða þitt sumarhúsafélag ekki örugglega með aðild? 

    Fjölmenn hagsmunasamtök eru trúverðug og áhrifarík!